Nýsköpun í náttúruvernd Hildur Björnsdóttir skrifar 13. maí 2019 08:00 Í lok nítjándu aldar blasti óvenjulegur umhverfisvandi við stórborgum heims. Tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga, en þeim fylgdi ótæpilegt magn af hrossaskít. Dagblaðið Times birti dómsdagsskáp. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Til þess kom þó aldrei. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Nýsköpun leysti af hólmi dráttarklárinn, ferðamynstur breyttust og þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er eitt stærsta viðfangsefni samtímans. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur 70-90% nauðsynlegra aðgerða í loftslagsmálum bundin sveitarstjórnarstiginu. Hér gegna sveitarstjórnir því lykilhlutverki. Reykjavíkurborg stefnir að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Umhverfisvænni samgöngur verða þungavigtarþáttur á þeirri vegferð. Um aldamótin fylgdi hestknúnum samgöngum umhverfisvandi. Í dag fylgir vélknúnum samgöngum umhverfisvandi. Sem fyrr liggur lausnin í nýsköpun – orkuskipti og almenningssamgöngur munu gegna lykilhlutverki í átt að kolefnishlutleysi. Hér þarf borgin að tryggja frjóan jarðveg fyrir tækni og nýjar lausnir. Í vikunni sem leið samþykkti borgarráð helmingsfækkun bensínstöðva í borgarlandinu, enda fádæma fjöldi stöðva í borginni miðað við íbúatölu. Samhljómur var um þá tillögu Sjálfstæðismanna að ná þessu metnaðarfulla markmiði fyrir 2025. Það er jákvætt skref í rétta átt. Reykjavíkurborg er í kjöraðstöðu til að vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Aðgangur að hreinni íslenskri orku ætti að tryggja okkur forystu í orkuskiptum. Smæðin ætti að tryggja okkur forystu í kolefnishlutleysi. Borgin getur gert miklu betur. Mýmargir telja aukna áherslu á náttúruvernd ógn við atvinnulífið. Nýsköpun, atvinnuuppbygging og náttúruvernd eiga þó margvíslega samleið. Við eigum að skapa farveg fyrir þekkingu og hugvit – fyrir nýsköpun og lausnir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í því felast tækifæri til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar – en ekki síst tækifæri til náttúruverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í lok nítjándu aldar blasti óvenjulegur umhverfisvandi við stórborgum heims. Tugþúsundir dráttarklára sáu um fólksflutninga, en þeim fylgdi ótæpilegt magn af hrossaskít. Dagblaðið Times birti dómsdagsskáp. Innan 50 ára yrðu götur Lundúna þaktar nærri þriggja metra lagi af hrossaskít. Til þess kom þó aldrei. Árið 1908 kom til sögunnar fyrsta fjöldaframleidda bifreiðin. Nýsköpun leysti af hólmi dráttarklárinn, ferðamynstur breyttust og þriggja metra skítur þrengdi aldrei að strætum Lundúna. Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er eitt stærsta viðfangsefni samtímans. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur 70-90% nauðsynlegra aðgerða í loftslagsmálum bundin sveitarstjórnarstiginu. Hér gegna sveitarstjórnir því lykilhlutverki. Reykjavíkurborg stefnir að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Umhverfisvænni samgöngur verða þungavigtarþáttur á þeirri vegferð. Um aldamótin fylgdi hestknúnum samgöngum umhverfisvandi. Í dag fylgir vélknúnum samgöngum umhverfisvandi. Sem fyrr liggur lausnin í nýsköpun – orkuskipti og almenningssamgöngur munu gegna lykilhlutverki í átt að kolefnishlutleysi. Hér þarf borgin að tryggja frjóan jarðveg fyrir tækni og nýjar lausnir. Í vikunni sem leið samþykkti borgarráð helmingsfækkun bensínstöðva í borgarlandinu, enda fádæma fjöldi stöðva í borginni miðað við íbúatölu. Samhljómur var um þá tillögu Sjálfstæðismanna að ná þessu metnaðarfulla markmiði fyrir 2025. Það er jákvætt skref í rétta átt. Reykjavíkurborg er í kjöraðstöðu til að vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Aðgangur að hreinni íslenskri orku ætti að tryggja okkur forystu í orkuskiptum. Smæðin ætti að tryggja okkur forystu í kolefnishlutleysi. Borgin getur gert miklu betur. Mýmargir telja aukna áherslu á náttúruvernd ógn við atvinnulífið. Nýsköpun, atvinnuuppbygging og náttúruvernd eiga þó margvíslega samleið. Við eigum að skapa farveg fyrir þekkingu og hugvit – fyrir nýsköpun og lausnir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í því felast tækifæri til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar – en ekki síst tækifæri til náttúruverndar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar