Alvarlegur öryggisveikleiki í Whatsapp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2019 16:23 WhatsApp er gríðarlega vinsælt samskiptaforrit en hefur ef til vill ekki notið jafn mikilla vinsælda á Íslandi og víðar í heiminum. vísir/Getty Persónuvernd hefur borist tilkynning frá persónuverndarstofnun Írlands um alvarlegan öryggisveikleika í WhatsApp-samskiptaforritinu. Greint er frá þessu á vef Persónuverndar en einnig er fjallað um málið ítarlega á vef Guardian. Á vef Persónuverndar segir að öryggisveikleikinn gat gert utanaðkomandi aðilum kleift að setja inn ósamþykktan hugbúnað og fá aðgang að persónulegum gögnum þeirra sem hafa sett upp WhatsApp-forritið í snjallsímanum sínum. Í frétt Guardian er rætt við lögfræðing sem lenti í því að njósnabúnaði var komið fyrir í símanum hans en hugbúnaðurinn átti að nýta sér veikleika Whatsapp. Lögfræðingurinn, sem ekki er nefndur á nafn í grein Guardian, segir að svo virðist sem þeir sem hökkuðu sig inn í símann hans hafi ætlað sér að komast yfir upplýsingar um mál sem hann hefur unnið að í tengslum við mannréttindi.Veldur honum uppnámi en kemur ekki á óvart Lögfræðingurinn vinnur nú að máli sem höfðað hefur verið gegn ísraelska öryggisfyrirtækinu NSO Group en talið er að fyrirtækið hafi notað háþróað spilliforrit sitt gegn mexíkóskum blaðamönnum. Þá á fyrirtækið einnig að hafa notað hugbúnaðinn gegn þekktum andstæðingi stjórnvalda í Sádi-Arabíu en sá maður býr í Kanada. Greint hefur verið frá því að hakkarinn hafi síðustu vikur endurtekið reynt að hlaða upp spilliforritinu á síma lögfræðingsins. Í samtali við Guardian segir lögfræðingurinn að hann viti ekki hver það er sem hafi reynt að brjótast inn í símann hans. „Þetta veldur mér uppnámi en þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Einhver hlýtur að vera mjög örvæntingarfullur fyrst hann beinir spjótum sínum að lögfræðingi og að nota þessa tækni sem málið mitt snýst einmitt um,“ segir lögfræðingurinn.Segjast ekki nota eigin tækni til þess að beita sér gegn einstaklingum eða samtökum Í yfirlýsingu frá NSO Group segir fyrirtækið að tæknin sem það notist við sé samþykkt og viðurkennd af stjórnvöldum víða um heim í þeim eina tilgangi að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi. „Fyrirtækið notar ekki þetta kerfi. Eftir langt og strangt leyfisferli ákveða leyniþjónustur og lögregla hvernig nota skuli tæknina til þess að tryggja öryggi almennings í þeim verkefnum sem þau vinna að. […] NSO myndi ekki og gæti ekki notað eigin tækni til þess að beina spjótum sínum að tilteknum einstaklingi eða samtökum, þar á meðal þessum einstaklingi,“ segir í yfirlýsingunni. Á vef Persónuverndar kemur fram að WhatsApp hafi ekki enn sent inn formlega tilkynningu um öryggisbrest samkvæmt 33. Grein persónuverndarreglugerðarinnar. Mun það vera vegna þess að rannsókn stendur enn yfir á því hvort einhver gögn WhatsApp-notenda á evrópska efnahagssvæðinu hafi komist í hendurnar á óviðkomandi aðilum. „Möguleiki er á að lekinn hafi náð til notenda á Evrópska efnahagssvæðinu og í ljósi þess hversu alvarlegur veikleikinn er eru notendur forritsins hvattir til þess að sækja nýjustu uppfærslur þess frá Apple Store eða Google Play Store. WhatsApp vinnur að greiningu málsins ásamt hlutaðeigandi persónuverndarstofnunum,“ segir á vef Persónuverndar. Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Persónuvernd hefur borist tilkynning frá persónuverndarstofnun Írlands um alvarlegan öryggisveikleika í WhatsApp-samskiptaforritinu. Greint er frá þessu á vef Persónuverndar en einnig er fjallað um málið ítarlega á vef Guardian. Á vef Persónuverndar segir að öryggisveikleikinn gat gert utanaðkomandi aðilum kleift að setja inn ósamþykktan hugbúnað og fá aðgang að persónulegum gögnum þeirra sem hafa sett upp WhatsApp-forritið í snjallsímanum sínum. Í frétt Guardian er rætt við lögfræðing sem lenti í því að njósnabúnaði var komið fyrir í símanum hans en hugbúnaðurinn átti að nýta sér veikleika Whatsapp. Lögfræðingurinn, sem ekki er nefndur á nafn í grein Guardian, segir að svo virðist sem þeir sem hökkuðu sig inn í símann hans hafi ætlað sér að komast yfir upplýsingar um mál sem hann hefur unnið að í tengslum við mannréttindi.Veldur honum uppnámi en kemur ekki á óvart Lögfræðingurinn vinnur nú að máli sem höfðað hefur verið gegn ísraelska öryggisfyrirtækinu NSO Group en talið er að fyrirtækið hafi notað háþróað spilliforrit sitt gegn mexíkóskum blaðamönnum. Þá á fyrirtækið einnig að hafa notað hugbúnaðinn gegn þekktum andstæðingi stjórnvalda í Sádi-Arabíu en sá maður býr í Kanada. Greint hefur verið frá því að hakkarinn hafi síðustu vikur endurtekið reynt að hlaða upp spilliforritinu á síma lögfræðingsins. Í samtali við Guardian segir lögfræðingurinn að hann viti ekki hver það er sem hafi reynt að brjótast inn í símann hans. „Þetta veldur mér uppnámi en þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Einhver hlýtur að vera mjög örvæntingarfullur fyrst hann beinir spjótum sínum að lögfræðingi og að nota þessa tækni sem málið mitt snýst einmitt um,“ segir lögfræðingurinn.Segjast ekki nota eigin tækni til þess að beita sér gegn einstaklingum eða samtökum Í yfirlýsingu frá NSO Group segir fyrirtækið að tæknin sem það notist við sé samþykkt og viðurkennd af stjórnvöldum víða um heim í þeim eina tilgangi að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi. „Fyrirtækið notar ekki þetta kerfi. Eftir langt og strangt leyfisferli ákveða leyniþjónustur og lögregla hvernig nota skuli tæknina til þess að tryggja öryggi almennings í þeim verkefnum sem þau vinna að. […] NSO myndi ekki og gæti ekki notað eigin tækni til þess að beina spjótum sínum að tilteknum einstaklingi eða samtökum, þar á meðal þessum einstaklingi,“ segir í yfirlýsingunni. Á vef Persónuverndar kemur fram að WhatsApp hafi ekki enn sent inn formlega tilkynningu um öryggisbrest samkvæmt 33. Grein persónuverndarreglugerðarinnar. Mun það vera vegna þess að rannsókn stendur enn yfir á því hvort einhver gögn WhatsApp-notenda á evrópska efnahagssvæðinu hafi komist í hendurnar á óviðkomandi aðilum. „Möguleiki er á að lekinn hafi náð til notenda á Evrópska efnahagssvæðinu og í ljósi þess hversu alvarlegur veikleikinn er eru notendur forritsins hvattir til þess að sækja nýjustu uppfærslur þess frá Apple Store eða Google Play Store. WhatsApp vinnur að greiningu málsins ásamt hlutaðeigandi persónuverndarstofnunum,“ segir á vef Persónuverndar.
Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira