Tækifæri til að rétta kúrsinn Jóhannes Þór Skúlason skrifar 15. maí 2019 10:45 Árlega skal fjármálaáætlun til næstu fimm ára samþykkt á Alþingi. Áætlunin er mikilvægt stefnumótandi plagg í fjármálum ríkisins og færa má rök fyrir því að sú stefna sem þar birtist liggi til grundvallar öðrum stefnumarkandi ákvörðunum ríkisstjórnar sem leggur hana fram. Síðustu mánuði hafa orðið vendingar í efnahagsmálum þjóðarinnar og þar skipta mestu gjaldþrot flugfélagsins WOW Air, loðnubrestur, kjarasamningagerð með aðkomu ríkisstjórnarinnar ásamt meiri óvissu og verri horfum í efnahagsmálum og stjórnmálum erlendis. Forsendur fjármálaáætlunar eins og þær voru þegar hún kom fram eru því brostnar. Í þessu samhengi byggir fjármálaáætlun á greiningu og stöðu um þróun efnahagsmála samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá því í febrúar 2019 en þar er gert ráð fyrir 1,7% hagvexti í ár. Þegar tekið er mið af forsendum um líklega fjölgun flugferða til landsins í stað WOW Air gerir spá Samtaka ferðaþjónustunnar ráð fyrir um 14% fækkun ferðamanna á þessu ári miðað við árið 2018. Það þýðir að útflutningstekjur frá ferðaþjónustu munu dragast saman um rúma 100 milljarða króna á árinu. Til að setja hlutina í samhengi er það á við fimmfaldan loðnubrest.Kallar á röggsöm viðbrögð Hagstofa Íslands gaf nýverið út nýja þjóðhagsspá þar sem fram kemur að áður áætlaður hagvöxtur á árinu 2019 þurrkast út og þess í stað er búist við 0,2% samdrætti, aðallega vegna 2,5% minnkunar á útflutningi. Þessi viðsnúningur sýnir svart á hvítu hvað áföll í ferðaþjónustu hafa mikil áhrif á þjóðarbúskapinn. Í slíku árferði er nauðsynlegt að ríkisvaldið sýni röggsamt viðbragð og taki stefnumótandi ákvarðanir sem byggja undir útflutningsatvinnugreinar sem aukið geta verðmætasköpun hratt ef vel er að staðið. Í slíku árferði er óskynsamlegt að draga úr útgjöldum til málefnasviðs ferðaþjónustu og veikja þannig stoðkerfi greinarinnar þegar nauðsynlegt er að styrkja það.Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustu eru nú áætluð 0,3% af heildarútgjöldum í fjármálaáætlun atvinnugreina en eiga svo að lækka í 0,2% af heildarútgjöldum í lok gildistíma áætlunarinnar (alls lækkun um 523 milljónir króna). Þessi staðreynd lýsir ekki neins konar áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustu eða viðbragði við breyttri stöðu í stefnumótandi áætlun ríkisfjármálanna. Hún lýsir ekki framsýnni stefnumótun um grundvallaratvinnugrein sem snúið getur erfiðri stöðu í unnið tafl, heldur aðeins áreynslulausu status quo.Grunnur að aukinni verðmætasköpun SAF hafa bent á það á ýmsum vettvangi undanfarin ár að brýn nauðsyn sé til þess að framlög til stoðkerfis ferðaþjónustunnar hækki umtalsvert. Í fyrsta lagi hefur vöxtur greinarinnar undanfarin ár kallað á stóraukin framlög til gagnaöflunar og rannsókna til að undirbyggja stefnumótandi ákvarðanir um ferðaþjónustu til framtíðar. Það mun auka verðmætasköpun í greininni sem byggir undir bætt lífskjör í landinu.Í öðru lagi er eðlilegt að ríkisvaldið aðlagi fjárframlög til stoðkerfis greinarinnar að gjörbreyttu hlutfallslegu mikilvægi hennar í efnahagslífinu, enda ljóst að slíkt er skynsamleg endurfjárfesting í atvinnugrein sem árið 2017 nam 8,6% af VLF, stóð undir 39% af gjaldeyristekjum landsins árið 2018 og hefur skapað stóran hluta nýrra starfa um allt land síðustu ár.Í þriðja lagi kallar staða greinarinnar og rekstrarumhverfi fyrirtækja í kjölfar efnahagssviptinga síðustu mánaða á að aukinn kraftur sé lagður í markvissa markaðssetningu Íslands sem ferðaþjónustulands á gildistíma áætlunarinnar í samræmi við stefnumótun sem nú stendur yfir í ráðuneyti ferðamála.Sóknarfæri í ferðaþjónustunni felast helst í nýsköpun, vöruþróun, auknum gæðum og bættum innviðum. Stjórnvöld hafa nú tækifæri til að ýta sérstaklega undir þessa þætti í stefnumarkandi áætlanagerð til framtíðar og auka þannig endurfjárfestingu ríkisins í stoðkerfi mikilvægustu útflutningsgreinar þjóðarinnar, sem reynslan sýnir að skilar ávinningi fyrir alla með aukinni verðmætasköpun, auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga og bættum lífskjörum í landinu.Þessa er sérstök þörf eins og staðan er núna – þar fara hagsmunir atvinnugreinarinnar og þjóðarhagsmunir saman.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Árlega skal fjármálaáætlun til næstu fimm ára samþykkt á Alþingi. Áætlunin er mikilvægt stefnumótandi plagg í fjármálum ríkisins og færa má rök fyrir því að sú stefna sem þar birtist liggi til grundvallar öðrum stefnumarkandi ákvörðunum ríkisstjórnar sem leggur hana fram. Síðustu mánuði hafa orðið vendingar í efnahagsmálum þjóðarinnar og þar skipta mestu gjaldþrot flugfélagsins WOW Air, loðnubrestur, kjarasamningagerð með aðkomu ríkisstjórnarinnar ásamt meiri óvissu og verri horfum í efnahagsmálum og stjórnmálum erlendis. Forsendur fjármálaáætlunar eins og þær voru þegar hún kom fram eru því brostnar. Í þessu samhengi byggir fjármálaáætlun á greiningu og stöðu um þróun efnahagsmála samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá því í febrúar 2019 en þar er gert ráð fyrir 1,7% hagvexti í ár. Þegar tekið er mið af forsendum um líklega fjölgun flugferða til landsins í stað WOW Air gerir spá Samtaka ferðaþjónustunnar ráð fyrir um 14% fækkun ferðamanna á þessu ári miðað við árið 2018. Það þýðir að útflutningstekjur frá ferðaþjónustu munu dragast saman um rúma 100 milljarða króna á árinu. Til að setja hlutina í samhengi er það á við fimmfaldan loðnubrest.Kallar á röggsöm viðbrögð Hagstofa Íslands gaf nýverið út nýja þjóðhagsspá þar sem fram kemur að áður áætlaður hagvöxtur á árinu 2019 þurrkast út og þess í stað er búist við 0,2% samdrætti, aðallega vegna 2,5% minnkunar á útflutningi. Þessi viðsnúningur sýnir svart á hvítu hvað áföll í ferðaþjónustu hafa mikil áhrif á þjóðarbúskapinn. Í slíku árferði er nauðsynlegt að ríkisvaldið sýni röggsamt viðbragð og taki stefnumótandi ákvarðanir sem byggja undir útflutningsatvinnugreinar sem aukið geta verðmætasköpun hratt ef vel er að staðið. Í slíku árferði er óskynsamlegt að draga úr útgjöldum til málefnasviðs ferðaþjónustu og veikja þannig stoðkerfi greinarinnar þegar nauðsynlegt er að styrkja það.Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustu eru nú áætluð 0,3% af heildarútgjöldum í fjármálaáætlun atvinnugreina en eiga svo að lækka í 0,2% af heildarútgjöldum í lok gildistíma áætlunarinnar (alls lækkun um 523 milljónir króna). Þessi staðreynd lýsir ekki neins konar áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustu eða viðbragði við breyttri stöðu í stefnumótandi áætlun ríkisfjármálanna. Hún lýsir ekki framsýnni stefnumótun um grundvallaratvinnugrein sem snúið getur erfiðri stöðu í unnið tafl, heldur aðeins áreynslulausu status quo.Grunnur að aukinni verðmætasköpun SAF hafa bent á það á ýmsum vettvangi undanfarin ár að brýn nauðsyn sé til þess að framlög til stoðkerfis ferðaþjónustunnar hækki umtalsvert. Í fyrsta lagi hefur vöxtur greinarinnar undanfarin ár kallað á stóraukin framlög til gagnaöflunar og rannsókna til að undirbyggja stefnumótandi ákvarðanir um ferðaþjónustu til framtíðar. Það mun auka verðmætasköpun í greininni sem byggir undir bætt lífskjör í landinu.Í öðru lagi er eðlilegt að ríkisvaldið aðlagi fjárframlög til stoðkerfis greinarinnar að gjörbreyttu hlutfallslegu mikilvægi hennar í efnahagslífinu, enda ljóst að slíkt er skynsamleg endurfjárfesting í atvinnugrein sem árið 2017 nam 8,6% af VLF, stóð undir 39% af gjaldeyristekjum landsins árið 2018 og hefur skapað stóran hluta nýrra starfa um allt land síðustu ár.Í þriðja lagi kallar staða greinarinnar og rekstrarumhverfi fyrirtækja í kjölfar efnahagssviptinga síðustu mánaða á að aukinn kraftur sé lagður í markvissa markaðssetningu Íslands sem ferðaþjónustulands á gildistíma áætlunarinnar í samræmi við stefnumótun sem nú stendur yfir í ráðuneyti ferðamála.Sóknarfæri í ferðaþjónustunni felast helst í nýsköpun, vöruþróun, auknum gæðum og bættum innviðum. Stjórnvöld hafa nú tækifæri til að ýta sérstaklega undir þessa þætti í stefnumarkandi áætlanagerð til framtíðar og auka þannig endurfjárfestingu ríkisins í stoðkerfi mikilvægustu útflutningsgreinar þjóðarinnar, sem reynslan sýnir að skilar ávinningi fyrir alla með aukinni verðmætasköpun, auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga og bættum lífskjörum í landinu.Þessa er sérstök þörf eins og staðan er núna – þar fara hagsmunir atvinnugreinarinnar og þjóðarhagsmunir saman.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun