Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 22:59 Ivey ríkisstjóri skrifar undir lögin. Þungunarrof verður nú með nær öllu bannað í Alabama. Vísir/AP Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama í Bandaríkjunum, staðfesti í kvöld ný lög um þungunarrof sem ríkisþingið samþykkti í gær. Þar með verður Alabama með ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna sem bannar það í nær öllum tilfellum. Eina tilvikið þar sem konur mega gangast undir þungunarrof samkvæmt nýju lögunum er þegar líf þeirra er í verulegri hættu. Þingmenn repúblikana, sem eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþings Alabama, höfnuðu því að hafa undaþágur í tilfellum sifjaspells eða nauðgana. Læknar sem framkvæma þungunarrof eiga jafnframt yfir höfði sér allt að 99 ára fangelsi. „Fyrir þeim mörgu stuðningsmönnum frumvarpsins eru þessi lög öflugt vitni um djúpstæða trú Alabamabúa á að hvert líf sé dýrmætt og að hvert líf sé heilög gjöf frá guði,“ sagði Ivey ríkisstjóri, sem einnig er repúblikani, eftir að hún staðfesti lögin með undirskrift sinni. Réttindasamtök hafa þegar boðað að þau muni reyna að fá lögin felld fyrir dómstólum. Fylgjendur laganna eru raunar taldir stóla á það þar sem þeir vilji að málið fari alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Þar treysta þeir á að íhaldssamir dómarar, sem mynda meirihluta í dómnum, snúi við dómafordæmi sem hefur verið grundvöllur réttar kvenna til þungunarrofs frá árinu 1974."To the bill's many supporters, this legislation stands as a powerful testament to Alabamians' deeply held belief that every life is precious and that every life is a sacred gift from God,” Gov. Kay Ivey said after signing near-total abortion ban into law. https://t.co/cI0aeREOyu pic.twitter.com/IVHyxZvEJ8— AL.com (@aldotcom) May 15, 2019 Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama í Bandaríkjunum, staðfesti í kvöld ný lög um þungunarrof sem ríkisþingið samþykkti í gær. Þar með verður Alabama með ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna sem bannar það í nær öllum tilfellum. Eina tilvikið þar sem konur mega gangast undir þungunarrof samkvæmt nýju lögunum er þegar líf þeirra er í verulegri hættu. Þingmenn repúblikana, sem eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþings Alabama, höfnuðu því að hafa undaþágur í tilfellum sifjaspells eða nauðgana. Læknar sem framkvæma þungunarrof eiga jafnframt yfir höfði sér allt að 99 ára fangelsi. „Fyrir þeim mörgu stuðningsmönnum frumvarpsins eru þessi lög öflugt vitni um djúpstæða trú Alabamabúa á að hvert líf sé dýrmætt og að hvert líf sé heilög gjöf frá guði,“ sagði Ivey ríkisstjóri, sem einnig er repúblikani, eftir að hún staðfesti lögin með undirskrift sinni. Réttindasamtök hafa þegar boðað að þau muni reyna að fá lögin felld fyrir dómstólum. Fylgjendur laganna eru raunar taldir stóla á það þar sem þeir vilji að málið fari alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Þar treysta þeir á að íhaldssamir dómarar, sem mynda meirihluta í dómnum, snúi við dómafordæmi sem hefur verið grundvöllur réttar kvenna til þungunarrofs frá árinu 1974."To the bill's many supporters, this legislation stands as a powerful testament to Alabamians' deeply held belief that every life is precious and that every life is a sacred gift from God,” Gov. Kay Ivey said after signing near-total abortion ban into law. https://t.co/cI0aeREOyu pic.twitter.com/IVHyxZvEJ8— AL.com (@aldotcom) May 15, 2019
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Sjá meira
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00