Förum vel með almannafé Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. maí 2019 08:00 Þessa dagana er unnið hörðum höndum við nýtt skipulag Reykjavíkurborgar, vegferð sem við lögðum upp í fyrr á árinu. Markmiðið er að einfalda kerfið en einnig að skýra og skerpa á hlutverkum og ábyrgð innan borgarinnar. Hryggjarstykki breytinganna er að draga fjármálin framar í skipulagi borgarinnar. Það þýðir að allt eftirlit með fjármálum verði eflt og leitað eftir meiri hagkvæmni í öllum okkar innkaupum. Af hverju er það gert? Jú, okkur er umhugað um að fara vel með fé almennings. Við viljum tryggja að haldið sé eins vel og kostur er utan um hverja þá krónu sem við ráðstöfum fyrir hönd borgarbúa. Íslenskt samfélag kallar á hagsýni. Við höfum í gegnum aldirnar lært að gera mikið úr litlu og þurft að nýta allt sem til fellur því oft hefur verið úr litlu að moða. Rekstur borgarinnar er í eðli sínu flókinn. Hjá borginni starfa níu þúsund einstaklingar og verkefnin eru mörg. Í flóknum rekstri er góð fjármálastjórn nauðsynleg. Heildaryfirsýn og aðgát í rekstri eru lykilþættir velferðar allra borgarbúa. Tryggja þarf gott eftirlit með innkaupum og framkvæmdum og að hvergi sé krónum kastað á glæ. Við viljum leita allra leiða svo borgin njóti bestu mögulegu kjara við öll innkaup og til að tryggja það að skipulag starfa og reksturs sé framúrskarandi. Með því getum við skilað raunverulegum ábata til borgarbúa í formi bættrar þjónustu og lægri gjalda, til dæmis með lækkun fasteignagjalda, afslætti til eldri borgara og lækkun útgjalda fyrir barnafjölskyldur. Það var því sérstakt gleðiefni að sjá ársreikning síðasta árs, en þar sést góð afkoma Reykjavíkurborgar vel. Ekki er einungis afgangur frá rekstri borgarinnar heldur skilar borgin, og fyrirtæki í hennar eigu, hagnaði. Stefna okkar að sjálfbærum rekstri, aukinni hagræðingu og niðurgreiðslu skulda er skýr. Slíkur árangur næst með samhentu átaki stjórnmálanna og alls starfsfólks borgarinnar og undirstrikar þann einlæga ásetning okkar að standa vörð um hagsmuni borgarbúa í einu og öllu.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er unnið hörðum höndum við nýtt skipulag Reykjavíkurborgar, vegferð sem við lögðum upp í fyrr á árinu. Markmiðið er að einfalda kerfið en einnig að skýra og skerpa á hlutverkum og ábyrgð innan borgarinnar. Hryggjarstykki breytinganna er að draga fjármálin framar í skipulagi borgarinnar. Það þýðir að allt eftirlit með fjármálum verði eflt og leitað eftir meiri hagkvæmni í öllum okkar innkaupum. Af hverju er það gert? Jú, okkur er umhugað um að fara vel með fé almennings. Við viljum tryggja að haldið sé eins vel og kostur er utan um hverja þá krónu sem við ráðstöfum fyrir hönd borgarbúa. Íslenskt samfélag kallar á hagsýni. Við höfum í gegnum aldirnar lært að gera mikið úr litlu og þurft að nýta allt sem til fellur því oft hefur verið úr litlu að moða. Rekstur borgarinnar er í eðli sínu flókinn. Hjá borginni starfa níu þúsund einstaklingar og verkefnin eru mörg. Í flóknum rekstri er góð fjármálastjórn nauðsynleg. Heildaryfirsýn og aðgát í rekstri eru lykilþættir velferðar allra borgarbúa. Tryggja þarf gott eftirlit með innkaupum og framkvæmdum og að hvergi sé krónum kastað á glæ. Við viljum leita allra leiða svo borgin njóti bestu mögulegu kjara við öll innkaup og til að tryggja það að skipulag starfa og reksturs sé framúrskarandi. Með því getum við skilað raunverulegum ábata til borgarbúa í formi bættrar þjónustu og lægri gjalda, til dæmis með lækkun fasteignagjalda, afslætti til eldri borgara og lækkun útgjalda fyrir barnafjölskyldur. Það var því sérstakt gleðiefni að sjá ársreikning síðasta árs, en þar sést góð afkoma Reykjavíkurborgar vel. Ekki er einungis afgangur frá rekstri borgarinnar heldur skilar borgin, og fyrirtæki í hennar eigu, hagnaði. Stefna okkar að sjálfbærum rekstri, aukinni hagræðingu og niðurgreiðslu skulda er skýr. Slíkur árangur næst með samhentu átaki stjórnmálanna og alls starfsfólks borgarinnar og undirstrikar þann einlæga ásetning okkar að standa vörð um hagsmuni borgarbúa í einu og öllu.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar