Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2019 14:51 Boris Johnson var ötull talsmaður þess að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið. Nordicphotos/AFP Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. Þetta staðfesti Johnson á viðskiptaþingi í Manchester í dag. Þegar hann var spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér til formannsstarfa eftir að Theresa May hættir sagði Johnson: „Auðvitað mun ég gera það. Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart.“ May hefur gefið það út að hún muni segja af sér ef breska þingið samþykkir Brexit-samning hennar. Hún mun leggja hann í fjórða skipti fyrir þingið í júníbyrjun en, rétt eins og með fyrri tilraunir, er talið að samningnum verði hafnað. May situr nú á rökstólum með forystu Verkmannaflokksins í leit að sameiginlegri lausn í Brexit-málum. Þær þreifingar eru óvinsælar í báðum flokkum og taldar ólíklegar til árangurs - ekki síst í ljósi þess að Evrópusambandið hefur gefið það út að samningurinn sem nú er á borðinu sé sá eini í stöðunni.Fjölmörg nefnd Gert er ráð fyrir því að fleiri Íhaldsmenn muni sækjast eftir formannsembættinu og lýsa yfir áhuga sínum á næstu vikum. Nú þegar hafa ráðherrann Rory Stewart, sem fer fyrir þróunaraðstoðarmálum í ríkisstjórn May, og fyrrverandi atvinnumálaráðherrann Esther McVey lýst yfir framboði. Þingflokksformaður Íhaldsflokksins, Andrea Leadsom, segist jafnframt vera að íhuga næstu skref. Fleiri nöfn hafa verið nefnd sem líklegri frambjóðendur, jafnt fyrrverandi sem núverandi ráðherra, og nefnir breska ríkisútvarpið í því samhengi þau Michael Gove, Amber Rudd, Sajid Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss. Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. Þetta staðfesti Johnson á viðskiptaþingi í Manchester í dag. Þegar hann var spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér til formannsstarfa eftir að Theresa May hættir sagði Johnson: „Auðvitað mun ég gera það. Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart.“ May hefur gefið það út að hún muni segja af sér ef breska þingið samþykkir Brexit-samning hennar. Hún mun leggja hann í fjórða skipti fyrir þingið í júníbyrjun en, rétt eins og með fyrri tilraunir, er talið að samningnum verði hafnað. May situr nú á rökstólum með forystu Verkmannaflokksins í leit að sameiginlegri lausn í Brexit-málum. Þær þreifingar eru óvinsælar í báðum flokkum og taldar ólíklegar til árangurs - ekki síst í ljósi þess að Evrópusambandið hefur gefið það út að samningurinn sem nú er á borðinu sé sá eini í stöðunni.Fjölmörg nefnd Gert er ráð fyrir því að fleiri Íhaldsmenn muni sækjast eftir formannsembættinu og lýsa yfir áhuga sínum á næstu vikum. Nú þegar hafa ráðherrann Rory Stewart, sem fer fyrir þróunaraðstoðarmálum í ríkisstjórn May, og fyrrverandi atvinnumálaráðherrann Esther McVey lýst yfir framboði. Þingflokksformaður Íhaldsflokksins, Andrea Leadsom, segist jafnframt vera að íhuga næstu skref. Fleiri nöfn hafa verið nefnd sem líklegri frambjóðendur, jafnt fyrrverandi sem núverandi ráðherra, og nefnir breska ríkisútvarpið í því samhengi þau Michael Gove, Amber Rudd, Sajid Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22
Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00
Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00