Viðtal við Hatara á CNN vék skyndilega fyrir Trump Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 19:15 Trump og Maurer við Hvíta húsið í dag. Getty/Mark Wilson Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan fóru í enn eitt viðtalið á annasömum fjölmiðladegi í Tel Aviv í dag. Í þetta skiptið voru þeir í beinni útsendingu á CNN þar sem þeir svöruðu kunnuglegum spurningum. Viðtalið tók óvænta stefnu þegar skipt var yfir á Donald Trump sem tók á móti Ueli Maurer, forseta Sviss, við Hvíta húsið. Þáttastjórnandinn Becky Anderson hafði þá spurt Matthías og Klemens út í ummæli félaganna í þætti Eurovision-bloggara hér í Ísrael. Þar lýstu þeir heimsókn sinni til Hebron í Palestínu fyrir tæpum tveimur vikum. Þeir sögðu aðskilnaðarstefnu Ísraela vera augljósa en finna mætti götur í Hebron sem Palestínumenn mættu ekki heimsækja. Klemens og Matthías létu ummælin falla í þættinum að neðan, eftir tæpar sex mínútur.Nánar í myndbandinu að neðan.Var spurning Becky hvort Hatari ætlaði að vera með pólitísk skilaboð á laugardagskvöld í úrslitum Eurovision. Liðsmenn Hatara fengu aftur á móti ekki að útskýra þessi ummæli sín strax vegna þess að fylgst var með Trump og Maurer takast í hendur. Þegar Becky komst aftur í samband við Hatara bað hún drengina afsökunar. „Okkur þykir þetta svo leitt. Þetta var forseti Bandaríkjanna,“ sagði Becky og ítrekaði spurningu sína. Matthías var til svars. „Við viljum ekki segja frá plönum okkar á þessu stigi. Þær mætti túlka pólitískt. En við höfum sagt allan tímann að við viljum halda uppi gagnrýnni umræðu um samhengi keppninnar. Það sé mjög pólitísk ákvörðun að halda keppnina í Ísrael.“ Í framhaldinu voru þeir félagar spurðir út í áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að takast á í íslenskri glímu. Og sömuleiðis hvort vera þeirra hafi breytt skoðun þeirra á stöðu mála. Friður og sameining, einkennismerki Eurovision, sé ekki auðfundið hér í Ísrael.Innslag CNN má sjá hér að neðan. Donald Trump Eurovision Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan fóru í enn eitt viðtalið á annasömum fjölmiðladegi í Tel Aviv í dag. Í þetta skiptið voru þeir í beinni útsendingu á CNN þar sem þeir svöruðu kunnuglegum spurningum. Viðtalið tók óvænta stefnu þegar skipt var yfir á Donald Trump sem tók á móti Ueli Maurer, forseta Sviss, við Hvíta húsið. Þáttastjórnandinn Becky Anderson hafði þá spurt Matthías og Klemens út í ummæli félaganna í þætti Eurovision-bloggara hér í Ísrael. Þar lýstu þeir heimsókn sinni til Hebron í Palestínu fyrir tæpum tveimur vikum. Þeir sögðu aðskilnaðarstefnu Ísraela vera augljósa en finna mætti götur í Hebron sem Palestínumenn mættu ekki heimsækja. Klemens og Matthías létu ummælin falla í þættinum að neðan, eftir tæpar sex mínútur.Nánar í myndbandinu að neðan.Var spurning Becky hvort Hatari ætlaði að vera með pólitísk skilaboð á laugardagskvöld í úrslitum Eurovision. Liðsmenn Hatara fengu aftur á móti ekki að útskýra þessi ummæli sín strax vegna þess að fylgst var með Trump og Maurer takast í hendur. Þegar Becky komst aftur í samband við Hatara bað hún drengina afsökunar. „Okkur þykir þetta svo leitt. Þetta var forseti Bandaríkjanna,“ sagði Becky og ítrekaði spurningu sína. Matthías var til svars. „Við viljum ekki segja frá plönum okkar á þessu stigi. Þær mætti túlka pólitískt. En við höfum sagt allan tímann að við viljum halda uppi gagnrýnni umræðu um samhengi keppninnar. Það sé mjög pólitísk ákvörðun að halda keppnina í Ísrael.“ Í framhaldinu voru þeir félagar spurðir út í áskorun þeirra til Benjamin Netanyahu um að takast á í íslenskri glímu. Og sömuleiðis hvort vera þeirra hafi breytt skoðun þeirra á stöðu mála. Friður og sameining, einkennismerki Eurovision, sé ekki auðfundið hér í Ísrael.Innslag CNN má sjá hér að neðan.
Donald Trump Eurovision Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira