Guardiola sagði leikmönnum sínum ekki að gleyma heldur lifa með sársaukanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 09:00 Pep Guardiola eftir að mark Raheem Sterling var dæmt af í Meistaradeildinni. Getty/Marc Atkins Pep Guardiola og lærisveinar hans unnu enska meistaratitilinn um síðustu helgi og geta bætt við öðrum titli á morgun þegar þeir spila til úrslita í ensku bikarkeppninni. Manchester City mætir þá Watford í úrslitaleiknum á Wembley sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Manchester City á þá möguleika að vinna þrennuna á þessu tímabili því liðið vann einnig enska deildabikarinn. „Þegar þú vinnur titil, þá ferð þú í sturtu en vilt svo strax vinna annan titil og svo annan,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við BBC Sport. „Að vinna titla gerir líf þitt betra og auðveldara. Að vinna titla hjálpar þér við að vinna fleiri titla og hjálpar líka til að gera þetta félag betra,“ sagði Guardiola."Winning is addictive". Here's one happy Man City manager. pic.twitter.com/Djy6p09Gp6 — BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2019„Ef við vinnum ekki bikarinn þá mun það samt ekki breyta mínu lífi eða þá skoðun minni á því hvað við þurfum að afreka á næsta tímabili,“ sagði Pep Guardiola. Guardiola segir að það sé ávanabindandi að vinna titla en hann sjálfur hefur unnið titla hvert sem hann hefur farið. Guardiola fór yfir víðan völl í viðtalinu við breska ríkisútvarpið og ræddi meðal annars tapið á móti Tottenham í Meistaradeildinni, hugarfar sinna ótrúlegu leikmanna, áhrif fyrirliðans Vincent Kompany hjá félaginu og hvað þarf að varast á móti Watford í bikarúrslitaleiknum á morgun. Manchester City átti möguleika á fernunni en tapaði á móti Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola og fleiri fögnuðu „sigurmarki“ Raheem Sterling í uppbótatíma en markið var síðan dæmt af í Varsjánni vegna rangstöðu. „Já það tók sinn tíma að jafna sig á þessu. Tveimur og hálfum degi síðar mættum við Tottenham aftur í deildinni. Það var erfitt,“ sagði Guardiola. „Það var ótrúlegt að sjá 60 þúsund stuðningsmenn njóta þess að liðið væri komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar en vera svo dottnir út sekúndu síðar. Þú ferð frá mikilli gleði í að vera algjörlega niðurbrotinn,“ sagði Guardiola. „Þú ert að hugsa að þetta getur ekki verið að gerast. Ég gat heldur ekki sagt við mína leikmenn að gleyma þessu. Ég sagði þeim að lifa með sársaukanum og nota þessa slæmu tilfinningu til að keyra sig áfram,“ sagði Guardiola. „Við urðum að sætta okkur við þetta. Stundum vinnur þú þegar þú átt það ekki skilið og stundum tapar þú. Svona er lífið. Lífið er ekki auðvelt og það kemur fer að það fer mig þangað sem þú vilt ekki fara,“ sagði Guardiola.In the last two seasons, Pep Guardiola has: -Amassed 198 points from a possible 228 as Man City manager -Become the first #PL manager since Ferguson to win consecutive titles -Recorded the most and second most points in a single #PL season Incredible #MCFCpic.twitter.com/ImqW8HCPZz — William Hill (@WilliamHill) May 12, 2019Guardiola hrósar liði sínu fyrir hvernig þeir tókust á við þetta mikla áfall. Liðið vann Tottenham, Manchester United og Burnley í næstu deildarleikjum og lagði með því grunninn að því að vinna enska meistaratitilinn annað árið í röð. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Pep Guardiola og lærisveinar hans unnu enska meistaratitilinn um síðustu helgi og geta bætt við öðrum titli á morgun þegar þeir spila til úrslita í ensku bikarkeppninni. Manchester City mætir þá Watford í úrslitaleiknum á Wembley sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Manchester City á þá möguleika að vinna þrennuna á þessu tímabili því liðið vann einnig enska deildabikarinn. „Þegar þú vinnur titil, þá ferð þú í sturtu en vilt svo strax vinna annan titil og svo annan,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við BBC Sport. „Að vinna titla gerir líf þitt betra og auðveldara. Að vinna titla hjálpar þér við að vinna fleiri titla og hjálpar líka til að gera þetta félag betra,“ sagði Guardiola."Winning is addictive". Here's one happy Man City manager. pic.twitter.com/Djy6p09Gp6 — BBC Sport (@BBCSport) May 12, 2019„Ef við vinnum ekki bikarinn þá mun það samt ekki breyta mínu lífi eða þá skoðun minni á því hvað við þurfum að afreka á næsta tímabili,“ sagði Pep Guardiola. Guardiola segir að það sé ávanabindandi að vinna titla en hann sjálfur hefur unnið titla hvert sem hann hefur farið. Guardiola fór yfir víðan völl í viðtalinu við breska ríkisútvarpið og ræddi meðal annars tapið á móti Tottenham í Meistaradeildinni, hugarfar sinna ótrúlegu leikmanna, áhrif fyrirliðans Vincent Kompany hjá félaginu og hvað þarf að varast á móti Watford í bikarúrslitaleiknum á morgun. Manchester City átti möguleika á fernunni en tapaði á móti Tottenham í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guardiola og fleiri fögnuðu „sigurmarki“ Raheem Sterling í uppbótatíma en markið var síðan dæmt af í Varsjánni vegna rangstöðu. „Já það tók sinn tíma að jafna sig á þessu. Tveimur og hálfum degi síðar mættum við Tottenham aftur í deildinni. Það var erfitt,“ sagði Guardiola. „Það var ótrúlegt að sjá 60 þúsund stuðningsmenn njóta þess að liðið væri komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar en vera svo dottnir út sekúndu síðar. Þú ferð frá mikilli gleði í að vera algjörlega niðurbrotinn,“ sagði Guardiola. „Þú ert að hugsa að þetta getur ekki verið að gerast. Ég gat heldur ekki sagt við mína leikmenn að gleyma þessu. Ég sagði þeim að lifa með sársaukanum og nota þessa slæmu tilfinningu til að keyra sig áfram,“ sagði Guardiola. „Við urðum að sætta okkur við þetta. Stundum vinnur þú þegar þú átt það ekki skilið og stundum tapar þú. Svona er lífið. Lífið er ekki auðvelt og það kemur fer að það fer mig þangað sem þú vilt ekki fara,“ sagði Guardiola.In the last two seasons, Pep Guardiola has: -Amassed 198 points from a possible 228 as Man City manager -Become the first #PL manager since Ferguson to win consecutive titles -Recorded the most and second most points in a single #PL season Incredible #MCFCpic.twitter.com/ImqW8HCPZz — William Hill (@WilliamHill) May 12, 2019Guardiola hrósar liði sínu fyrir hvernig þeir tókust á við þetta mikla áfall. Liðið vann Tottenham, Manchester United og Burnley í næstu deildarleikjum og lagði með því grunninn að því að vinna enska meistaratitilinn annað árið í röð.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira