Þriggja milljarða króna hjúkrunarheimili byggt á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2019 13:00 Nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi verður hringlaga á tveimur hæðum og staðsett á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Útboð á byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi fer fram í næsta mánuði og fyrsta skóflustungan af heimilinu verður tekin í lok sumars. Sextíu hjúkrunarrými verða á heimilinu og mun byggingin kostar tæpa þrjá milljarða króna. Íbúar í Árnessýslu hafa beðið nokkuð lengi eftir að framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi hefjist en hálfgert neyðarástand skapaðist eftir að dvalar og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri og Blesastöðum á Skeiðum var lokað fyrir nokkrum árum. Biðlisti eru í dag eftir plássi á hjúkrunarheimili í sýslunni. Framkvæmdasýsla ríkisins er með málið í sínum höndum og er þessa dagana að útbúa útboðsgögn. „Hönnun er á lokametrunum og verið að klára útboðsgögnin. Það er búið að vera að rýna ýmsar lausnir með tilliti til rekstrar og endingar, enda er þetta stór og kostnaðarsöm bygging, mikil fjárfesting, þannig að þetta er bara að smella hjá okkur“, segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Hvað gerist þá næst í málinu? „Við erum að horfa á að útboðið fari fram núna í júní og tilboðin verði opnuð í ágúst og framkvæmdir fari þá í gang í byrjun september, þannig að skóflustunga verði í ágúst eða september“, bætir Guðrún við.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem segir að bygging nýja hjúkrunarheimilisins verði boðin út í júní 2019.fjármála- og efnahagsráðuneytiðBygging hússins mun taka eitt og hálft ár sem þýðir að verklok verða í júní 2021. Í upphafi áttu hjúkrunarrýmin að vera fimmtíu en síðan var ákveðið að bæta tíu við. Nýja hjúkrunarheimilið verður staðsett á lóð sjúkrahússins á Selfossi. Húsið verður hringlaga.Hvernig líst Guðrúnu á það? „Okkur líst bara mjög vel á það, þarna myndast mjög skjólgóður og fínn garður í miðjunni og öll dagrými, setustofur og fleira tengjast inn í hringinn og á móti njóta öll hjúkrunarrými útsýnis út á hringinn. Við teljum að þetta verði mjög spennandi og flott viðbót í flóruna á hjúkrunarheimilum hér á landi“. Kostnaður við nýja hjúkrunarheimilið verður 2,8 milljarðar króna en framkvæmdasýslan gefur ekki upp sundurliðun eftir verkþáttum á þessu stigi þar sem útboð hefur ekki farið fram. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Útboð á byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi fer fram í næsta mánuði og fyrsta skóflustungan af heimilinu verður tekin í lok sumars. Sextíu hjúkrunarrými verða á heimilinu og mun byggingin kostar tæpa þrjá milljarða króna. Íbúar í Árnessýslu hafa beðið nokkuð lengi eftir að framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi hefjist en hálfgert neyðarástand skapaðist eftir að dvalar og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri og Blesastöðum á Skeiðum var lokað fyrir nokkrum árum. Biðlisti eru í dag eftir plássi á hjúkrunarheimili í sýslunni. Framkvæmdasýsla ríkisins er með málið í sínum höndum og er þessa dagana að útbúa útboðsgögn. „Hönnun er á lokametrunum og verið að klára útboðsgögnin. Það er búið að vera að rýna ýmsar lausnir með tilliti til rekstrar og endingar, enda er þetta stór og kostnaðarsöm bygging, mikil fjárfesting, þannig að þetta er bara að smella hjá okkur“, segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Hvað gerist þá næst í málinu? „Við erum að horfa á að útboðið fari fram núna í júní og tilboðin verði opnuð í ágúst og framkvæmdir fari þá í gang í byrjun september, þannig að skóflustunga verði í ágúst eða september“, bætir Guðrún við.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem segir að bygging nýja hjúkrunarheimilisins verði boðin út í júní 2019.fjármála- og efnahagsráðuneytiðBygging hússins mun taka eitt og hálft ár sem þýðir að verklok verða í júní 2021. Í upphafi áttu hjúkrunarrýmin að vera fimmtíu en síðan var ákveðið að bæta tíu við. Nýja hjúkrunarheimilið verður staðsett á lóð sjúkrahússins á Selfossi. Húsið verður hringlaga.Hvernig líst Guðrúnu á það? „Okkur líst bara mjög vel á það, þarna myndast mjög skjólgóður og fínn garður í miðjunni og öll dagrými, setustofur og fleira tengjast inn í hringinn og á móti njóta öll hjúkrunarrými útsýnis út á hringinn. Við teljum að þetta verði mjög spennandi og flott viðbót í flóruna á hjúkrunarheimilum hér á landi“. Kostnaður við nýja hjúkrunarheimilið verður 2,8 milljarðar króna en framkvæmdasýslan gefur ekki upp sundurliðun eftir verkþáttum á þessu stigi þar sem útboð hefur ekki farið fram.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira