Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2019 12:55 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision. Vísir/Kolbeinn Tumi Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. Uppátækið sem vakið hefur mikla athygli var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Fararstjórinn segir enn óljóst hvort eða hvaða afleiðingar það muni hafa. Hann telur hljómsveitarmeðlimi þó ekki vera í neinni hættu. Hatari hafnaði í 10. sæti í Eurovision sem haldin var í Tel Aviv í gær. Sú mikla athygli sem íslenska atriðið hefur fengið um alla Evrópu náði hámarki í gærkvöldi þegar liðsmenn hljómsveitarinnar héldu palestínska fánanum á milli sín þegar tilkynnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki. „Þetta var ákvörðun listamannanna en mjög í anda þess sem þau hafa verið að segja og því sem þau hafa verið að halda fram. Þannig það kom kannski ekki stórkostlega á óvart,“ segir Felix. Einar Stefánsson, trommugimp Hatara, birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði, sem virkuðu ákveðnir og ósáttir, taka fánana af þeim. Í myndbandinu heyrist í kvenrödd segja að hún sé hrædd og að hana langi upp á hótel. „Það voru einhverjir meðlimir í listahópnum sem voru skelkaðir þegar öryggisverðirnir koma og taka fánana. Og það veldur ákveðinni skelkun hjá einhverjum,“ segir Felix. Uppátækið var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Samkvæmt fréttamönnum Vísis sem staddir eru í Tel Aviv var það ljóst við komuna á hótelið að einn af dönsurum Hatara hefði ekki vitað af uppátækinu og greinilega ekki sáttur við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifaðViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir uppátækið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þó meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið.Þá hafa erlendir miðlar fjallað um uppátæki Hatara en óljóst er hvort eða hvaða afleiðingar það mun hafa. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Haaretz munu skipuleggjendur Eurovision mögulega refsa Íslandi.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í MadonnuFelix ræddi við framkvæmdastjóra keppninnar strax eftir atvikið í gær. Hann segir enn óljóst hvort einhverjar afleiðingarnar verði. Hann mun ræða aftur við stjórn keppninnar síðar í dag. „það er fjölmargir sem vilja ekki pólitík í Eurovision og það eru reglurnar. Svona uppákomur eru ekki algengar þannig þetta verður rætt alveg pottþétt.“ Felix segir að dagurinn í dag eigi að fara í afslöppun hjá hópnum og telur hann engan vera í hættu vegna uppátækisins. „Hér er ekki verið að ráðast á fólk á götum úti. Tel Aviv er ákaflega örugg og góð borg. Við förum bara að koma okkur heim í fyrramálið.“ Eurovision Ísrael Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. Uppátækið sem vakið hefur mikla athygli var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Fararstjórinn segir enn óljóst hvort eða hvaða afleiðingar það muni hafa. Hann telur hljómsveitarmeðlimi þó ekki vera í neinni hættu. Hatari hafnaði í 10. sæti í Eurovision sem haldin var í Tel Aviv í gær. Sú mikla athygli sem íslenska atriðið hefur fengið um alla Evrópu náði hámarki í gærkvöldi þegar liðsmenn hljómsveitarinnar héldu palestínska fánanum á milli sín þegar tilkynnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki. „Þetta var ákvörðun listamannanna en mjög í anda þess sem þau hafa verið að segja og því sem þau hafa verið að halda fram. Þannig það kom kannski ekki stórkostlega á óvart,“ segir Felix. Einar Stefánsson, trommugimp Hatara, birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði, sem virkuðu ákveðnir og ósáttir, taka fánana af þeim. Í myndbandinu heyrist í kvenrödd segja að hún sé hrædd og að hana langi upp á hótel. „Það voru einhverjir meðlimir í listahópnum sem voru skelkaðir þegar öryggisverðirnir koma og taka fánana. Og það veldur ákveðinni skelkun hjá einhverjum,“ segir Felix. Uppátækið var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Samkvæmt fréttamönnum Vísis sem staddir eru í Tel Aviv var það ljóst við komuna á hótelið að einn af dönsurum Hatara hefði ekki vitað af uppátækinu og greinilega ekki sáttur við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifaðViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir uppátækið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þó meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið.Þá hafa erlendir miðlar fjallað um uppátæki Hatara en óljóst er hvort eða hvaða afleiðingar það mun hafa. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Haaretz munu skipuleggjendur Eurovision mögulega refsa Íslandi.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í MadonnuFelix ræddi við framkvæmdastjóra keppninnar strax eftir atvikið í gær. Hann segir enn óljóst hvort einhverjar afleiðingarnar verði. Hann mun ræða aftur við stjórn keppninnar síðar í dag. „það er fjölmargir sem vilja ekki pólitík í Eurovision og það eru reglurnar. Svona uppákomur eru ekki algengar þannig þetta verður rætt alveg pottþétt.“ Felix segir að dagurinn í dag eigi að fara í afslöppun hjá hópnum og telur hann engan vera í hættu vegna uppátækisins. „Hér er ekki verið að ráðast á fólk á götum úti. Tel Aviv er ákaflega örugg og góð borg. Við förum bara að koma okkur heim í fyrramálið.“
Eurovision Ísrael Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent