Ljón á vegi blómlegrar verslunar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. maí 2019 08:15 Athygli vakti í liðnum mánuði þegar breska verslanakeðjan Debenhams, sem var stofnuð fyrir ríflega 240 árum, fór í greiðslustöðvun og var í kjölfarið tekin yfir af kröfuhöfum sem hyggjast draga verulega úr umsvifum keðjunnar. Á sama tíma greindi ráðgjafarfyrirtækið Coresight frá því að bandarískir smásalar hefðu í hyggju að loka allt að sex þúsundum verslunum í ár sem yrðu þá 2,2 prósent fleiri verslanir en í fyrra. Allt ber að sama brunni. Á sama tíma og netverslun stóreykst berjast rótgrónar verslanakeðjur í bökkum. Gjörbreytt samkeppnisumhverfi – með aukinni netverslun, minna trausti neytenda og breyttri hegðun nýrrar aldamótakynslóðar – hefur leitt til þess að hefðbundnar verslanir hafa þurft að leita leiða til þess að hagræða í rekstri, draga saman seglin og laga sig að breyttum veruleika. Að öðrum kosti blasir gjaldþrot við, eins og eigendur Claire’s, Sears og Toys R Us, svo dæmi séu nefnd, hafa fengið að kenna á. Ris Amazon, eins verðmætasta fyrirtækis heims, er hin hliðin á sama peningi. Íslenskar verslanir hafa vitaskuld ekki farið varhluta af þessari þróun. Stærsta smásölufyrirtæki landsins, sem rak á sínum tíma Topshop, Debenhams, All Saints, Day, Coast og Dorothy Perkins, hefur til að mynda dregið verulega úr fataverslun á umliðnum árum. Verslun víða í miðborginni á jafnframt undir högg að sækja og standa mörg verslunarrými þar á besta stað nú auð. Þessi hraða þróun – sú breyting sem er að verða á verslunarmynstri fólks – er ein helsta áskorunin sem íslenskir verslunareigendur standa frammi fyrir um þessar mundir, fremur en göngugötur og skortur á bílastæðum, eins og stundum mætti halda af umræðunni. Fyrir utan þá staðreynd að nær hvergi í evrópskum miðborgum er eins mikið af niðurgreiddum bílastæðum og miðsvæðis í Reykjavík hefur umferð um miðborgina stóraukist frá því sem áður var. Reykvísk borgaryfirvöld mættu í því sambandi líta til miðborga í evrópskum stórborgum, til dæmis Kaupmannahöfn og Ósló, þar sem markvisst er verið að þrengja að einkabílnum og auka þess í stað rými fyrir gangandi. Um leið mættu reykvískir stjórnmálamenn taka skattastefnu borgarinnar til gagngerrar endurskoðunar en þau himinháu fasteignagjöld sem hún leggur á verslunarhúsnæði í miðborginni eru vafalaust einn helsti þröskuldurinn í vegi þess að verslun þar blómgist og dafni. Engum dylst að miðað við arðsemi fasteignafélaganna eiga þau ekki annarra kosta völ en að velta tugprósenta hækkunum á fasteignagjöldum út í leiguverð – verslunarfyrirtækjum til tjóns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Athygli vakti í liðnum mánuði þegar breska verslanakeðjan Debenhams, sem var stofnuð fyrir ríflega 240 árum, fór í greiðslustöðvun og var í kjölfarið tekin yfir af kröfuhöfum sem hyggjast draga verulega úr umsvifum keðjunnar. Á sama tíma greindi ráðgjafarfyrirtækið Coresight frá því að bandarískir smásalar hefðu í hyggju að loka allt að sex þúsundum verslunum í ár sem yrðu þá 2,2 prósent fleiri verslanir en í fyrra. Allt ber að sama brunni. Á sama tíma og netverslun stóreykst berjast rótgrónar verslanakeðjur í bökkum. Gjörbreytt samkeppnisumhverfi – með aukinni netverslun, minna trausti neytenda og breyttri hegðun nýrrar aldamótakynslóðar – hefur leitt til þess að hefðbundnar verslanir hafa þurft að leita leiða til þess að hagræða í rekstri, draga saman seglin og laga sig að breyttum veruleika. Að öðrum kosti blasir gjaldþrot við, eins og eigendur Claire’s, Sears og Toys R Us, svo dæmi séu nefnd, hafa fengið að kenna á. Ris Amazon, eins verðmætasta fyrirtækis heims, er hin hliðin á sama peningi. Íslenskar verslanir hafa vitaskuld ekki farið varhluta af þessari þróun. Stærsta smásölufyrirtæki landsins, sem rak á sínum tíma Topshop, Debenhams, All Saints, Day, Coast og Dorothy Perkins, hefur til að mynda dregið verulega úr fataverslun á umliðnum árum. Verslun víða í miðborginni á jafnframt undir högg að sækja og standa mörg verslunarrými þar á besta stað nú auð. Þessi hraða þróun – sú breyting sem er að verða á verslunarmynstri fólks – er ein helsta áskorunin sem íslenskir verslunareigendur standa frammi fyrir um þessar mundir, fremur en göngugötur og skortur á bílastæðum, eins og stundum mætti halda af umræðunni. Fyrir utan þá staðreynd að nær hvergi í evrópskum miðborgum er eins mikið af niðurgreiddum bílastæðum og miðsvæðis í Reykjavík hefur umferð um miðborgina stóraukist frá því sem áður var. Reykvísk borgaryfirvöld mættu í því sambandi líta til miðborga í evrópskum stórborgum, til dæmis Kaupmannahöfn og Ósló, þar sem markvisst er verið að þrengja að einkabílnum og auka þess í stað rými fyrir gangandi. Um leið mættu reykvískir stjórnmálamenn taka skattastefnu borgarinnar til gagngerrar endurskoðunar en þau himinháu fasteignagjöld sem hún leggur á verslunarhúsnæði í miðborginni eru vafalaust einn helsti þröskuldurinn í vegi þess að verslun þar blómgist og dafni. Engum dylst að miðað við arðsemi fasteignafélaganna eiga þau ekki annarra kosta völ en að velta tugprósenta hækkunum á fasteignagjöldum út í leiguverð – verslunarfyrirtækjum til tjóns.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun