Áhættan í þínu viðskiptasafni Kári Finnsson skrifar 1. maí 2019 07:30 Vísbendingar eru um að útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja sé að aukast og því skiptir töluverðu máli fyrir fyrirtæki að fylgjast með því hvernig áhættan í þeirra viðskiptasafni er að þróast. Fyrirtæki sem eru meðvituð um sína stöðu eru betur í stakk búin til að grípa til aðgerða þegar áhættan á töpuðum kröfum eykst. Til þess að geta lagt mat á stöðuna er nauðsynlegt að hafa áreiðanleg gögn innan handar. Samkvæmt nýlegri greiningu Creditinfo á vanskilum fyrirtækja er nýskráningum á vanskilaskrá farið að fjölga eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Rúm 3% íslenskra fyrirtækja komu ný inn á skrá á síðustu sex mánuðum en það er hærra hlutfall en hefur mælst á sambærilegu tímabili á síðustu tveimur árum. Alls eru 12,3% allra einkahlutafélaga og hlutafélaga á Íslandi á vanskilaskrá samkvæmt nýjustu mælingum. Þegar vanskil eru greind þá er ekki nóg að skoða aðeins fjölda fyrirtækja á vanskilaskrá heldur þarf einnig að líta til nýskráninga. Lögaðilar geta verið mislengi á skrá og því gefa nýskráningar betri mynd af því hver þróunin er hverju sinni. Sjá má aukningu á nýskráningum í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Meðfylgjandi mynd sýnir að mesta aukningin á sér stað í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hjá fyrirtækjum í heild- og smásöluverslun. Þá komu 4,62% fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð ný inn á vanskilaskrá á síðustu sex mánuðum og 3,62% fyrirtækja í heild- og smásöluverslun. Aukin umsvif – aukin áhætta Því stærra sem viðskiptasafn fyrirtækja er því erfiðara getur verið að halda utan um mögulega áhættu í því safni. Örar breytingar á viðskiptavinum gera þessa vinnu enn erfiðari og þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki temji sér skilvirkar vinnureglur til að halda utan um viðskiptin. Eins skiptir miklu máli að fylgja eftir breytingum í viðskiptasafninu til að takmarka líkurnar á vanefndum viðskiptavina. Þegar ákvarðanir um reikningsviðskipti eru teknar þurfa þær ákvarðanir að vera byggðar á gögnum frekar en huglægu mati hverju sinni. Sérfræðiþekking skiptir miklu máli við ákvarðanatöku en hún nýtist illa ef hún er ekki tekin á traustum grundvelli áreiðanlegra gagna. Einnig eru auknar kröfur gerðar til fyrirtækja um hraða og nákvæmni í viðskiptum. Það er ljóst að þessum kröfum verður ekki mætt einungis með mannshöndinni. Kostir við sjálfvirkar ákvarðanir Sérstaða Creditinfo er fólgin í öflun nauðsynlegra upplýsinga til að styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Við höfum fundið fyrir því að fyrirtæki kalla í auknum mæli eftir sjálfvirkum lausnum til að vinna úr lánshæfisgögnum og til að taka ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti. Þess vegna höfum við unnið með fjölda fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis við að útbúa viðskiptareglur – lausn sem vinnur samhliða með gögn fyrirtækja og gögn frá Creditinfo til að taka mikilvægar ákvarðanir á svipstundu. Töluverður vinnu- og tímasparnaður er fólginn í því að gera endurteknar ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti sjálfvirkar. Um leið og slíkir ferlar eru til staðar hjá fyrirtækjum verða ákvarðanir einnig nákvæmari vegna þess að þeir draga úr hættunni á mannlegum mistökum. Kostnaðurinn við slík mistök er oft hulinn og er fyrirferðarmeiri í rekstri fyrirtækja en marga myndi gruna. Ef það er eitthvað sem tölvur geta leyst vel af hólmi þá eru það margar endurteknar ákvarðanir. Fyrirtæki nýta starfsfólk sitt mun betur ef þeim tekst að draga úr slíkum verkefnum og þau geta í auknum mæli fært starfsfólk til krefjandi verkefna sem kalla á inntaksrík mannleg samskipti og skapandi hugsun. Þar sem útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja er að aukast skiptir máli fyrir fyrirtæki að vera meðvituð um stöðu viðskiptavina sinna með tilliti til lánshæfis. Fyrirtæki sem vakta áhættuna í sínu viðskiptasafni hafa verðmæta yfirsýn yfir reksturinn sem veitir þeim skýrt samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem hafa sjálfvirka og vel skilgreinda ferla utan um viðskipti sín ganga skrefinu lengra og skapa grundvöll til að stunda stöðugan og traustan rekstur til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Finnsson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Vísbendingar eru um að útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja sé að aukast og því skiptir töluverðu máli fyrir fyrirtæki að fylgjast með því hvernig áhættan í þeirra viðskiptasafni er að þróast. Fyrirtæki sem eru meðvituð um sína stöðu eru betur í stakk búin til að grípa til aðgerða þegar áhættan á töpuðum kröfum eykst. Til þess að geta lagt mat á stöðuna er nauðsynlegt að hafa áreiðanleg gögn innan handar. Samkvæmt nýlegri greiningu Creditinfo á vanskilum fyrirtækja er nýskráningum á vanskilaskrá farið að fjölga eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Rúm 3% íslenskra fyrirtækja komu ný inn á skrá á síðustu sex mánuðum en það er hærra hlutfall en hefur mælst á sambærilegu tímabili á síðustu tveimur árum. Alls eru 12,3% allra einkahlutafélaga og hlutafélaga á Íslandi á vanskilaskrá samkvæmt nýjustu mælingum. Þegar vanskil eru greind þá er ekki nóg að skoða aðeins fjölda fyrirtækja á vanskilaskrá heldur þarf einnig að líta til nýskráninga. Lögaðilar geta verið mislengi á skrá og því gefa nýskráningar betri mynd af því hver þróunin er hverju sinni. Sjá má aukningu á nýskráningum í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Meðfylgjandi mynd sýnir að mesta aukningin á sér stað í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hjá fyrirtækjum í heild- og smásöluverslun. Þá komu 4,62% fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð ný inn á vanskilaskrá á síðustu sex mánuðum og 3,62% fyrirtækja í heild- og smásöluverslun. Aukin umsvif – aukin áhætta Því stærra sem viðskiptasafn fyrirtækja er því erfiðara getur verið að halda utan um mögulega áhættu í því safni. Örar breytingar á viðskiptavinum gera þessa vinnu enn erfiðari og þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki temji sér skilvirkar vinnureglur til að halda utan um viðskiptin. Eins skiptir miklu máli að fylgja eftir breytingum í viðskiptasafninu til að takmarka líkurnar á vanefndum viðskiptavina. Þegar ákvarðanir um reikningsviðskipti eru teknar þurfa þær ákvarðanir að vera byggðar á gögnum frekar en huglægu mati hverju sinni. Sérfræðiþekking skiptir miklu máli við ákvarðanatöku en hún nýtist illa ef hún er ekki tekin á traustum grundvelli áreiðanlegra gagna. Einnig eru auknar kröfur gerðar til fyrirtækja um hraða og nákvæmni í viðskiptum. Það er ljóst að þessum kröfum verður ekki mætt einungis með mannshöndinni. Kostir við sjálfvirkar ákvarðanir Sérstaða Creditinfo er fólgin í öflun nauðsynlegra upplýsinga til að styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Við höfum fundið fyrir því að fyrirtæki kalla í auknum mæli eftir sjálfvirkum lausnum til að vinna úr lánshæfisgögnum og til að taka ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti. Þess vegna höfum við unnið með fjölda fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis við að útbúa viðskiptareglur – lausn sem vinnur samhliða með gögn fyrirtækja og gögn frá Creditinfo til að taka mikilvægar ákvarðanir á svipstundu. Töluverður vinnu- og tímasparnaður er fólginn í því að gera endurteknar ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti sjálfvirkar. Um leið og slíkir ferlar eru til staðar hjá fyrirtækjum verða ákvarðanir einnig nákvæmari vegna þess að þeir draga úr hættunni á mannlegum mistökum. Kostnaðurinn við slík mistök er oft hulinn og er fyrirferðarmeiri í rekstri fyrirtækja en marga myndi gruna. Ef það er eitthvað sem tölvur geta leyst vel af hólmi þá eru það margar endurteknar ákvarðanir. Fyrirtæki nýta starfsfólk sitt mun betur ef þeim tekst að draga úr slíkum verkefnum og þau geta í auknum mæli fært starfsfólk til krefjandi verkefna sem kalla á inntaksrík mannleg samskipti og skapandi hugsun. Þar sem útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja er að aukast skiptir máli fyrir fyrirtæki að vera meðvituð um stöðu viðskiptavina sinna með tilliti til lánshæfis. Fyrirtæki sem vakta áhættuna í sínu viðskiptasafni hafa verðmæta yfirsýn yfir reksturinn sem veitir þeim skýrt samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem hafa sjálfvirka og vel skilgreinda ferla utan um viðskipti sín ganga skrefinu lengra og skapa grundvöll til að stunda stöðugan og traustan rekstur til framtíðar.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar