Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 12:30 Munnlegur málflutningur verður í málinu á morgun og búist er við úrskurði um kröfu Air Lease Corporation síðdegis á morgun. Vísir/vilhelm Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að Air Lease Corporation beiti dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum í deilu sinni við Isavia um flugvél sem WOW air hafði á leigu. Vélin var kyrrsett við fall flugfélagsins vegna vangoldinna gjalda sem nema um tveimur milljörðum krónum. Þá eru erindrekar bandaríska félagsins sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að þeir verði sóttir persónulega vegna málsins.Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.fréttablaðið/gvaOddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, segir undarlegt að svara fyrir óljósar fréttir um dulbúnar hótanir sem eru hafðar eftir nafnlausum heimildum. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi sagt að allir möguleikar verði skoðaðir, meðal annars með því að leita til stjórnvalda í Bandaríkjunum eða stofnana Evrópusambandsins. „Við höfum sagt í samtölum okkar við lögmenn Isavia og í fjölmiðlum að eitt af því sem við munum kanna í framhaldinu er hvort einhver kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð vegna aðgerða Isavia. Það beinist þá í einhverjum skilningi persónulega að starfsfólki þess fyrirtækis. Ef það eru hinar dulbúnu persónulegu hótanir getum við gengist við þeim. Annað könnumst við nú ekki við,“ segir Oddur.Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmEðlilegt að leita diplómatískra leiða Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað hafi verið með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hér á landi vegna málsins. Oddur segist hvorki geta staðfest það né neitað því. Hann segir að umbjóðendur sínir vinni að málinu á sínum enda líka. Ekkert óeðlilegt sé við það að nýta diplómatískar leiðir. Oddur bendir á að sama leið hafi verið farin í deilu vegna nýs Herjólfs þegar sendiherra Póllands á Íslandi hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar og samgönguráðherra. „Framganga Isavia býr til orðsporsáhættu fyrir íslenskan flugrekstur og þeir verða auðvitað að sitja uppi með það,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að Air Lease Corporation beiti dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum í deilu sinni við Isavia um flugvél sem WOW air hafði á leigu. Vélin var kyrrsett við fall flugfélagsins vegna vangoldinna gjalda sem nema um tveimur milljörðum krónum. Þá eru erindrekar bandaríska félagsins sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að þeir verði sóttir persónulega vegna málsins.Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.fréttablaðið/gvaOddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, segir undarlegt að svara fyrir óljósar fréttir um dulbúnar hótanir sem eru hafðar eftir nafnlausum heimildum. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi sagt að allir möguleikar verði skoðaðir, meðal annars með því að leita til stjórnvalda í Bandaríkjunum eða stofnana Evrópusambandsins. „Við höfum sagt í samtölum okkar við lögmenn Isavia og í fjölmiðlum að eitt af því sem við munum kanna í framhaldinu er hvort einhver kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð vegna aðgerða Isavia. Það beinist þá í einhverjum skilningi persónulega að starfsfólki þess fyrirtækis. Ef það eru hinar dulbúnu persónulegu hótanir getum við gengist við þeim. Annað könnumst við nú ekki við,“ segir Oddur.Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmEðlilegt að leita diplómatískra leiða Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað hafi verið með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hér á landi vegna málsins. Oddur segist hvorki geta staðfest það né neitað því. Hann segir að umbjóðendur sínir vinni að málinu á sínum enda líka. Ekkert óeðlilegt sé við það að nýta diplómatískar leiðir. Oddur bendir á að sama leið hafi verið farin í deilu vegna nýs Herjólfs þegar sendiherra Póllands á Íslandi hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar og samgönguráðherra. „Framganga Isavia býr til orðsporsáhættu fyrir íslenskan flugrekstur og þeir verða auðvitað að sitja uppi með það,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira