Suarez og Coutinho stilltu sér upp fyrir framan Liverpool merkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 13:15 Luis Suárez og Philippe Coutinho fagna saman marki hjá Liverpool. Getty/Andrew Powell Luis Suárez og Philippe Coutinho munu í kvöld reyna að gera sitt til að enda Evrópuævintýri Liverpool í Meistaradeildinni þegar þeir mæta sínum gömlu félögum og á sinn gamla heimavöll. Barcelona mætir á Anfield í kvöld með 3-0 forskot frá því í fyrri leiknum og Liverpool þarf því 4-0 sigur til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það verður afar erfitt á móti frábæru fótboltaliðið þótt að Evrópukvöld á Anfield séu náttúrulega engu lík. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Þeir Luis Suárez og Philippe Coutinho eru báðir fyrrum leikmenn Liverpool sem félagið seldi fyrir mikinn pening til spænska liðsins. Kapparnir þekkja vel til á Anfield og hér fyrir neðan má sjá þegar Suarez og Coutinho stilltu sér upp fyrir framan Liverpool merkið. Barcelona birti myndina síðan á samfélagsmiðlum sínum.Anfield@LuisSuarez9 & @Phil_Coutinho Let’s do this! pic.twitter.com/AHdH9Tj8ui — FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019Luis Suárez fór frá Liverpool til Barcelona í júlí 2014 fyrir tæpar 65 milljónir punda og Philippe Coutinho fór sömu leið í janúar 2018 fyrir 105 milljónir punda. Barcelona gæti þó endað á því að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir Coutinho. Luis Suárez skoraði 82 mörk í 133 leikjum fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2011 til 2014 þar af 69 mörk í 110 deildarleikjum. Hann hefur síðan skoraði 177 mörk í 246 leikjum fyrir Barcelona. Philippe Coutinho skoraði 54 mörk í 201 leik fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2013 til 2017 þar af 41 mark í 152 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. hann hefur skorað 21 mark í 73 leikjum með Barcelona liðinu. Hér fyrir neðan má einnig sjá myndir af Barcelona liðinu æfa á Anfield. [INSIDE VIEW] The team's first hours in before tonight's big game! #LFCBarça — FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira
Luis Suárez og Philippe Coutinho munu í kvöld reyna að gera sitt til að enda Evrópuævintýri Liverpool í Meistaradeildinni þegar þeir mæta sínum gömlu félögum og á sinn gamla heimavöll. Barcelona mætir á Anfield í kvöld með 3-0 forskot frá því í fyrri leiknum og Liverpool þarf því 4-0 sigur til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það verður afar erfitt á móti frábæru fótboltaliðið þótt að Evrópukvöld á Anfield séu náttúrulega engu lík. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Þeir Luis Suárez og Philippe Coutinho eru báðir fyrrum leikmenn Liverpool sem félagið seldi fyrir mikinn pening til spænska liðsins. Kapparnir þekkja vel til á Anfield og hér fyrir neðan má sjá þegar Suarez og Coutinho stilltu sér upp fyrir framan Liverpool merkið. Barcelona birti myndina síðan á samfélagsmiðlum sínum.Anfield@LuisSuarez9 & @Phil_Coutinho Let’s do this! pic.twitter.com/AHdH9Tj8ui — FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019Luis Suárez fór frá Liverpool til Barcelona í júlí 2014 fyrir tæpar 65 milljónir punda og Philippe Coutinho fór sömu leið í janúar 2018 fyrir 105 milljónir punda. Barcelona gæti þó endað á því að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir Coutinho. Luis Suárez skoraði 82 mörk í 133 leikjum fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2011 til 2014 þar af 69 mörk í 110 deildarleikjum. Hann hefur síðan skoraði 177 mörk í 246 leikjum fyrir Barcelona. Philippe Coutinho skoraði 54 mörk í 201 leik fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2013 til 2017 þar af 41 mark í 152 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. hann hefur skorað 21 mark í 73 leikjum með Barcelona liðinu. Hér fyrir neðan má einnig sjá myndir af Barcelona liðinu æfa á Anfield. [INSIDE VIEW] The team's first hours in before tonight's big game! #LFCBarça — FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira