Mannauður kennara Katrín Atladóttir skrifar 8. maí 2019 07:00 Menntamálaráðherra leggur til að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum í stað þriggja samkvæmt núgildandi lögum. Þetta myndi opna á möguleika fyrir kennara að kenna með full réttindi á fleiri skólastigum en núverandi kerfi heimilar. Verði frumvarpið að lögum gætu falist í því fjölmörg tækifæri fyrir Reykjavíkurborg. Með bindingu leyfisbréfa við tiltekið skólastig er æskilegt flæði kennara milli skólastiga hindrað. Með breytingunni eykst sveigjanleiki í starfi kennara verulega. Líklegt er að frumvarpið verði til þess að auka á svigrúm í skólastarfi, bæði hvað varðar starfsþróun kennara og þróun á fagstarfi. Skólastjórnendur munu hafa úr stærri potti að velja þegar kemur að ráðningum og meiri möguleika á að fá inn kennara með þá sérhæfingu sem vantar. Breytingin skapar tækifæri fyrir skólastjórnendur í Reykjavík til að ráða inn kennara með reynslu á ólíkum stigum. Aukin réttindi og tækifæri til starfsþróunar ættu að styrkja stéttina og gera kennarastarfið meira aðlaðandi. Einnig mun starfsöryggi kennara aukast, en þeir sem ráða sig til kennslu milli skólastiga eru núna ráðnir inn sem leiðbeinendur og störf þeirra auglýst árlega. Þannig má með frumvarpinu vonast eftir aukinni aðsókn í kennaranám og að lærðir kennarar sem ekki starfa við kennslu snúi sér að kennslu. Í ljósi skorts á fagmenntuðum kennurum í leik- og grunnskólum ber að fagna hugmyndum sem kunna að fjölga í stéttinni. Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar, þegar ný störf verða til, munu skólabörn dagsins í dag þurfa að tileinka sér annars konar færni en fyrri kynslóðir. Þannig munu samskipti, samstarf, tilfinningagreind, sköpun og lausnamiðuð hugsun fá aukið vægi. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á lestur, stærðfræði, tækni og vísindi. Það er því ljóst að þeir sem græða mest á því að kennarar séu með ólíkan bakgrunn og þekkingu eru nemendur. Með frumvarpinu fá kennarar fjölbreyttari tækifæri til að þróa sig í starfi og gæði skólastarfsins munu aukast. Þegar öllu er á botninn hvolft er fyrst og fremst um hagsmunamál nemenda að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra leggur til að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum í stað þriggja samkvæmt núgildandi lögum. Þetta myndi opna á möguleika fyrir kennara að kenna með full réttindi á fleiri skólastigum en núverandi kerfi heimilar. Verði frumvarpið að lögum gætu falist í því fjölmörg tækifæri fyrir Reykjavíkurborg. Með bindingu leyfisbréfa við tiltekið skólastig er æskilegt flæði kennara milli skólastiga hindrað. Með breytingunni eykst sveigjanleiki í starfi kennara verulega. Líklegt er að frumvarpið verði til þess að auka á svigrúm í skólastarfi, bæði hvað varðar starfsþróun kennara og þróun á fagstarfi. Skólastjórnendur munu hafa úr stærri potti að velja þegar kemur að ráðningum og meiri möguleika á að fá inn kennara með þá sérhæfingu sem vantar. Breytingin skapar tækifæri fyrir skólastjórnendur í Reykjavík til að ráða inn kennara með reynslu á ólíkum stigum. Aukin réttindi og tækifæri til starfsþróunar ættu að styrkja stéttina og gera kennarastarfið meira aðlaðandi. Einnig mun starfsöryggi kennara aukast, en þeir sem ráða sig til kennslu milli skólastiga eru núna ráðnir inn sem leiðbeinendur og störf þeirra auglýst árlega. Þannig má með frumvarpinu vonast eftir aukinni aðsókn í kennaranám og að lærðir kennarar sem ekki starfa við kennslu snúi sér að kennslu. Í ljósi skorts á fagmenntuðum kennurum í leik- og grunnskólum ber að fagna hugmyndum sem kunna að fjölga í stéttinni. Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar, þegar ný störf verða til, munu skólabörn dagsins í dag þurfa að tileinka sér annars konar færni en fyrri kynslóðir. Þannig munu samskipti, samstarf, tilfinningagreind, sköpun og lausnamiðuð hugsun fá aukið vægi. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á lestur, stærðfræði, tækni og vísindi. Það er því ljóst að þeir sem græða mest á því að kennarar séu með ólíkan bakgrunn og þekkingu eru nemendur. Með frumvarpinu fá kennarar fjölbreyttari tækifæri til að þróa sig í starfi og gæði skólastarfsins munu aukast. Þegar öllu er á botninn hvolft er fyrst og fremst um hagsmunamál nemenda að ræða.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar