Mannauður kennara Katrín Atladóttir skrifar 8. maí 2019 07:00 Menntamálaráðherra leggur til að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum í stað þriggja samkvæmt núgildandi lögum. Þetta myndi opna á möguleika fyrir kennara að kenna með full réttindi á fleiri skólastigum en núverandi kerfi heimilar. Verði frumvarpið að lögum gætu falist í því fjölmörg tækifæri fyrir Reykjavíkurborg. Með bindingu leyfisbréfa við tiltekið skólastig er æskilegt flæði kennara milli skólastiga hindrað. Með breytingunni eykst sveigjanleiki í starfi kennara verulega. Líklegt er að frumvarpið verði til þess að auka á svigrúm í skólastarfi, bæði hvað varðar starfsþróun kennara og þróun á fagstarfi. Skólastjórnendur munu hafa úr stærri potti að velja þegar kemur að ráðningum og meiri möguleika á að fá inn kennara með þá sérhæfingu sem vantar. Breytingin skapar tækifæri fyrir skólastjórnendur í Reykjavík til að ráða inn kennara með reynslu á ólíkum stigum. Aukin réttindi og tækifæri til starfsþróunar ættu að styrkja stéttina og gera kennarastarfið meira aðlaðandi. Einnig mun starfsöryggi kennara aukast, en þeir sem ráða sig til kennslu milli skólastiga eru núna ráðnir inn sem leiðbeinendur og störf þeirra auglýst árlega. Þannig má með frumvarpinu vonast eftir aukinni aðsókn í kennaranám og að lærðir kennarar sem ekki starfa við kennslu snúi sér að kennslu. Í ljósi skorts á fagmenntuðum kennurum í leik- og grunnskólum ber að fagna hugmyndum sem kunna að fjölga í stéttinni. Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar, þegar ný störf verða til, munu skólabörn dagsins í dag þurfa að tileinka sér annars konar færni en fyrri kynslóðir. Þannig munu samskipti, samstarf, tilfinningagreind, sköpun og lausnamiðuð hugsun fá aukið vægi. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á lestur, stærðfræði, tækni og vísindi. Það er því ljóst að þeir sem græða mest á því að kennarar séu með ólíkan bakgrunn og þekkingu eru nemendur. Með frumvarpinu fá kennarar fjölbreyttari tækifæri til að þróa sig í starfi og gæði skólastarfsins munu aukast. Þegar öllu er á botninn hvolft er fyrst og fremst um hagsmunamál nemenda að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra leggur til að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum í stað þriggja samkvæmt núgildandi lögum. Þetta myndi opna á möguleika fyrir kennara að kenna með full réttindi á fleiri skólastigum en núverandi kerfi heimilar. Verði frumvarpið að lögum gætu falist í því fjölmörg tækifæri fyrir Reykjavíkurborg. Með bindingu leyfisbréfa við tiltekið skólastig er æskilegt flæði kennara milli skólastiga hindrað. Með breytingunni eykst sveigjanleiki í starfi kennara verulega. Líklegt er að frumvarpið verði til þess að auka á svigrúm í skólastarfi, bæði hvað varðar starfsþróun kennara og þróun á fagstarfi. Skólastjórnendur munu hafa úr stærri potti að velja þegar kemur að ráðningum og meiri möguleika á að fá inn kennara með þá sérhæfingu sem vantar. Breytingin skapar tækifæri fyrir skólastjórnendur í Reykjavík til að ráða inn kennara með reynslu á ólíkum stigum. Aukin réttindi og tækifæri til starfsþróunar ættu að styrkja stéttina og gera kennarastarfið meira aðlaðandi. Einnig mun starfsöryggi kennara aukast, en þeir sem ráða sig til kennslu milli skólastiga eru núna ráðnir inn sem leiðbeinendur og störf þeirra auglýst árlega. Þannig má með frumvarpinu vonast eftir aukinni aðsókn í kennaranám og að lærðir kennarar sem ekki starfa við kennslu snúi sér að kennslu. Í ljósi skorts á fagmenntuðum kennurum í leik- og grunnskólum ber að fagna hugmyndum sem kunna að fjölga í stéttinni. Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar, þegar ný störf verða til, munu skólabörn dagsins í dag þurfa að tileinka sér annars konar færni en fyrri kynslóðir. Þannig munu samskipti, samstarf, tilfinningagreind, sköpun og lausnamiðuð hugsun fá aukið vægi. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á lestur, stærðfræði, tækni og vísindi. Það er því ljóst að þeir sem græða mest á því að kennarar séu með ólíkan bakgrunn og þekkingu eru nemendur. Með frumvarpinu fá kennarar fjölbreyttari tækifæri til að þróa sig í starfi og gæði skólastarfsins munu aukast. Þegar öllu er á botninn hvolft er fyrst og fremst um hagsmunamál nemenda að ræða.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar