Bjóða 15 prósenta hlut í HS Veitum til sölu Hörður Ægisson skrifar 8. maí 2019 07:15 Áætlaðar tekjur HS Veitna á þessu ári eru rúmlega 7,4 milljarðar. króna Tæplega 42 prósenta hlutur í HSV eignarhaldsfélagi, sem er næststærsti hluthafi HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, hefur verið settur í opið söluferli. Á meðal þeirra fjárfesta sem hyggjast selja eignarhlut sinn eru Akur fjárfestingar og Tryggingamiðstöðin (TM) en auk þess munu lífeyrissjóðir selja hluta af sínum bréfum í félaginu. Samtals er því um að ræða nærri fimmtán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en fyrirtækið, sem er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófst söluferlið formlega í lok síðustu viku en það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með ferlinu. Aðrir hluthafar HS Veitna eru sveitarfélögin Reykjanesbær, sem er stærsti eigandinn með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær, sem á 15,4 prósenta hlut, og þá fer Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut. Í árslok 2018 var tæplega 16 prósenta eignarhlutur TM í HSV eignarhaldsfélagi, en hluturinn er ein stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins, metinn á nærri 1.100 milljónir króna í bókum félagsins. Miðað við það verðmat er markaðsvirði HS Veitna því samtals í kringum 20 milljarðar króna. Í stuttri fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Heat og Markaðurinn hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 sé um 2,9 milljarðar króna og að tekjur muni aukast um liðlega 500 milljónir og verða samtals rúmlega 7,4 milljarðar króna. Árlegur tekjuvöxtur fyrirtækisins á undanförnum fimm árum hefur að meðaltali verið rúmlega sjö prósent. Þá hefur vöxtur í EBITDA-hagnaði yfir sama tímabil verið um 10,6 prósent að meðaltali á ári og sem hlutfall af tekjum hefur EBITDA aukist úr 33 prósentum í 39 prósent. Hreinar vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins námu rúmlega 9,2 milljörðum króna í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall félagsins var 44 prósent. HSV eignarhaldsfélag kom fyrst inn í hluthafahóp HS Veitna árið 2014 þegar hópur fagfjárfesta og lífeyrissjóða, sem var leiddur af fjárfestingafélaginu Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar, keypti rúmlega 34 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir samtals 3.140 milljónir króna. Stærstu hluthafar HSV eignarhaldsfélags eru Gildi lífeyrissjóður, TM, Akur fjárfestingar, Ursus, Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Tæplega 42 prósenta hlutur í HSV eignarhaldsfélagi, sem er næststærsti hluthafi HS Veitna með um 34,4 prósenta hlut, hefur verið settur í opið söluferli. Á meðal þeirra fjárfesta sem hyggjast selja eignarhlut sinn eru Akur fjárfestingar og Tryggingamiðstöðin (TM) en auk þess munu lífeyrissjóðir selja hluta af sínum bréfum í félaginu. Samtals er því um að ræða nærri fimmtán prósenta óbeinan hlut í HS Veitum en fyrirtækið, sem er með dreifikerfi á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Árborg og Vestmannaeyjum, sér um sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni ásamt dreifingu á raforku. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófst söluferlið formlega í lok síðustu viku en það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með ferlinu. Aðrir hluthafar HS Veitna eru sveitarfélögin Reykjanesbær, sem er stærsti eigandinn með 50,01 prósents hlut, Hafnarfjarðarbær, sem á 15,4 prósenta hlut, og þá fer Sandgerðisbær með 0,1 prósents hlut. Í árslok 2018 var tæplega 16 prósenta eignarhlutur TM í HSV eignarhaldsfélagi, en hluturinn er ein stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins, metinn á nærri 1.100 milljónir króna í bókum félagsins. Miðað við það verðmat er markaðsvirði HS Veitna því samtals í kringum 20 milljarðar króna. Í stuttri fjárfestakynningu vegna söluferlisins, sem ber heitið Project Heat og Markaðurinn hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að áætlaður hagnaður HS Veitna fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fyrir árið 2019 sé um 2,9 milljarðar króna og að tekjur muni aukast um liðlega 500 milljónir og verða samtals rúmlega 7,4 milljarðar króna. Árlegur tekjuvöxtur fyrirtækisins á undanförnum fimm árum hefur að meðaltali verið rúmlega sjö prósent. Þá hefur vöxtur í EBITDA-hagnaði yfir sama tímabil verið um 10,6 prósent að meðaltali á ári og sem hlutfall af tekjum hefur EBITDA aukist úr 33 prósentum í 39 prósent. Hreinar vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins námu rúmlega 9,2 milljörðum króna í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall félagsins var 44 prósent. HSV eignarhaldsfélag kom fyrst inn í hluthafahóp HS Veitna árið 2014 þegar hópur fagfjárfesta og lífeyrissjóða, sem var leiddur af fjárfestingafélaginu Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar, keypti rúmlega 34 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir samtals 3.140 milljónir króna. Stærstu hluthafar HSV eignarhaldsfélags eru Gildi lífeyrissjóður, TM, Akur fjárfestingar, Ursus, Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira