Verulegur samdráttur hagnaðar hjá Arion vegna WOW air og Wikileaksdóms Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2019 20:42 Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka. Vísir/Arion Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 1,0 milljarður króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 1,9 milljarðar. Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka, segir að gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins.Stefán segir óreglulega liði gera það að verkum að afkoman á ársfjórðungnum valdi vonbrigðum. Regluleg starfsemi bankans hafi þó farið batnandi og helstu tekjuliðir eins og vaxta- og þóknanatekjur og tekjur af tryggingastarfsemi hafi vaxið á milli ára. Arion banki greiddi tíu milljarða króna í arð á ársfjórðungnum og samsvarar það fimm krónum á hlut. Heildareignir voru 1.223 milljarðar í lok mars en þær voru 1.164 milljarðar í lok síðasta árs. Þá nam eigið fé 193 milljörðum í lok mars, samanborið við 201 milljarð í lok 2018. „Hvað óreglulega liði varðar þá eru það einkum gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Valitor sem hafa neikvæð áhrif á afkomuna en sala bankans á hlut sínum í Farice vegur upp á móti. Einnig hefur hægt á í hagkerfinu sem dregur úr tekjuvexti og eykur almennar niðurfærslur, en þær taka mið af væntingum um þróun efnahagslífsins,“ er haft eftir Stefáni í yfirlýsingu Arion banka vegna uppgjörsins. Yfirlýsinguna, uppgjörið og frekari upplýsingar má finna hér á vef Arion.Þar er einnig haft eftir Stefáni að fjárhagsstaða bankans sé afar sterk. Mikilvæg skref hafi verið tekin á tímabilinu til að ná fram hagstæðari fjármagnsskipan. „Aðalfundur samþykkti lækkun á hlutafé til jöfnunar á eigin hlutum bankans, sem átti um 9,3% hlutafjár, og arðgreiðslu sem samsvarar 5 krónum á hlut eða rúmum 9 milljörðum króna. Þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar og eru mikilvægur liður í bankinn nái fjárhagslegum markmiðum sínum til næstu 3-5 ára.“Funda með væntanlegum kaupendum á næstu vikum Stefán nefnir söluferli Valitor, dótturfélags Arion banka, og segir að til standi að selja félagið að hluta eða fullu. Þar að auki segir hann að gert sé ráð fyrir fyrstu fundum með væntanlegum kaupendum á næstu vikum. „Væntum við þess að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári. Nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem félagið var dæmt til að greiða 1,2 milljarða króna í skaðabætur, hefur ekki áhrif á söluferli félagsins.“ Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 1,0 milljarður króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 1,9 milljarðar. Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka, segir að gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins.Stefán segir óreglulega liði gera það að verkum að afkoman á ársfjórðungnum valdi vonbrigðum. Regluleg starfsemi bankans hafi þó farið batnandi og helstu tekjuliðir eins og vaxta- og þóknanatekjur og tekjur af tryggingastarfsemi hafi vaxið á milli ára. Arion banki greiddi tíu milljarða króna í arð á ársfjórðungnum og samsvarar það fimm krónum á hlut. Heildareignir voru 1.223 milljarðar í lok mars en þær voru 1.164 milljarðar í lok síðasta árs. Þá nam eigið fé 193 milljörðum í lok mars, samanborið við 201 milljarð í lok 2018. „Hvað óreglulega liði varðar þá eru það einkum gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Valitor sem hafa neikvæð áhrif á afkomuna en sala bankans á hlut sínum í Farice vegur upp á móti. Einnig hefur hægt á í hagkerfinu sem dregur úr tekjuvexti og eykur almennar niðurfærslur, en þær taka mið af væntingum um þróun efnahagslífsins,“ er haft eftir Stefáni í yfirlýsingu Arion banka vegna uppgjörsins. Yfirlýsinguna, uppgjörið og frekari upplýsingar má finna hér á vef Arion.Þar er einnig haft eftir Stefáni að fjárhagsstaða bankans sé afar sterk. Mikilvæg skref hafi verið tekin á tímabilinu til að ná fram hagstæðari fjármagnsskipan. „Aðalfundur samþykkti lækkun á hlutafé til jöfnunar á eigin hlutum bankans, sem átti um 9,3% hlutafjár, og arðgreiðslu sem samsvarar 5 krónum á hlut eða rúmum 9 milljörðum króna. Þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar og eru mikilvægur liður í bankinn nái fjárhagslegum markmiðum sínum til næstu 3-5 ára.“Funda með væntanlegum kaupendum á næstu vikum Stefán nefnir söluferli Valitor, dótturfélags Arion banka, og segir að til standi að selja félagið að hluta eða fullu. Þar að auki segir hann að gert sé ráð fyrir fyrstu fundum með væntanlegum kaupendum á næstu vikum. „Væntum við þess að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári. Nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem félagið var dæmt til að greiða 1,2 milljarða króna í skaðabætur, hefur ekki áhrif á söluferli félagsins.“
Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira