Í bænum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. maí 2019 10:00 Göngugötur eru nauðsynlegur og um leið skemmtilegur þáttur í því að skapa aðlaðandi miðbæ. Á sólríkum dögum í Reykjavík blasir þetta við öllum. Slíkir dagar eru reyndar of fáir en þegar þeir koma ganga íbúar glaðir í bragði út úr húsum sínum og streyma í bæinn um leið og þeir fagna því hversu sjarmerandi, notalegur og skemmtilegur hann er. Þegar sólin bregður birtu yfir bæinn gerir hún hann sjálfkrafa að góðum stað en fleira kemur til, ekki síst göngugötur. Slíkar götur eru nauðsynlegar í öllum borgum og það er engin tilviljun að erlendir ferðamenn leita þær uppi og borgarbúar spóka sig þar. Göngugötur gera verslunarumhverfi meira aðlaðandi en það alla jafna er og eiga stóran þátt í að skapa líflegan miðbæ með iðandi mannlífi, fjarri bílaumferð. Unnendur einkabílsins andvarpa margir mæðulega í hvert sinn sem tilkynnt er um opnun göngugatna í Reykjavík enda takmarka þær óneitanlega möguleika þeirra á því að geta lagt bíl sínum fyrir framan áfangastað sinn. Bílaeigendur eiga ekki að hafa slíka þráhyggjukennda ást á farartæki sínu að þeir flokki það sem svívirðu að þurfa að leggja bílnum og ganga einhvern spöl. Hreyfing er holl, auk þess má margt sjá á göngu og þar mætist fólk og oft verða fagnaðarfundir. Svo er ekki eins og ómögulegt sé að fá bílastæði í miðborginni. Kvartanir bílóðra landsmanna um að þeir komist ekki leiðar sinnar í miðbænum vegna bílastæðaskorts eru einfaldlega ekki byggðar á traustum grunni. Í miðborginni eru 1.144 stæði í bílahúsum bílastæðasjóðs, 250 stæði í bílakjallara Hafnartorgs og í Hörpu eru 545 stæði. Bílaeigendur verða að sætta sig við þann raunveruleika, sem er alls ekki sársaukafullur, að það er pláss fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum en annars staðar á hún ekki erindi. Þá verða bílaeigendur að skilja bíla sína eftir á bílastæðum og af þeim er nóg. Svo geta þeir náttúrlega líka tekið strætó. Allir hafa gott af því að fara einstaka sinnum í strætisvagn. Strætó er miklu betri kostur en margir ætla. Ekki er ýkja langt síðan alltof langt var á milli ferða en það hefur stórlagast. Nú er yfirleitt hægt að komast leiðar sinnar á þægilegan hátt á skömmum tíma. Viðhorfið til strætisvagnaferða hér á landi einkennist þó af furðulegu snobbi, það er eins og ekki þyki fínt að temja sér þann ferðamáta. Hefur einhver séð forstjóra í strætó? Ráðamenn þjóðarinnar, sem bera ábyrgð í mörgum málum, ættu að gera sitt til að breyta þessu viðhorfi. Þeir sem eru með einkabílstjóra ættu að gefa honum frí í eins og eina viku og þau fyrirmenni sem sýna þá hógværð að keyra sjálf ættu að leggja bíl sínum og taka strætó eins og alþýðan. Algjörlega nýr reynsluheimur myndi opnast fyrir fína fólkinu. Í strætó væri skyndilega stétt með stétt. Sannarlega skemmtileg tilbreyting. Síðan má svo vippa sér út úr vagninum, spássera um göngugöturnar og kynnast mannlífinu og fólkinu í borginni. Ráðamenn hafa tekið sér margt vitlausara fyrir hendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Göngugötur eru nauðsynlegur og um leið skemmtilegur þáttur í því að skapa aðlaðandi miðbæ. Á sólríkum dögum í Reykjavík blasir þetta við öllum. Slíkir dagar eru reyndar of fáir en þegar þeir koma ganga íbúar glaðir í bragði út úr húsum sínum og streyma í bæinn um leið og þeir fagna því hversu sjarmerandi, notalegur og skemmtilegur hann er. Þegar sólin bregður birtu yfir bæinn gerir hún hann sjálfkrafa að góðum stað en fleira kemur til, ekki síst göngugötur. Slíkar götur eru nauðsynlegar í öllum borgum og það er engin tilviljun að erlendir ferðamenn leita þær uppi og borgarbúar spóka sig þar. Göngugötur gera verslunarumhverfi meira aðlaðandi en það alla jafna er og eiga stóran þátt í að skapa líflegan miðbæ með iðandi mannlífi, fjarri bílaumferð. Unnendur einkabílsins andvarpa margir mæðulega í hvert sinn sem tilkynnt er um opnun göngugatna í Reykjavík enda takmarka þær óneitanlega möguleika þeirra á því að geta lagt bíl sínum fyrir framan áfangastað sinn. Bílaeigendur eiga ekki að hafa slíka þráhyggjukennda ást á farartæki sínu að þeir flokki það sem svívirðu að þurfa að leggja bílnum og ganga einhvern spöl. Hreyfing er holl, auk þess má margt sjá á göngu og þar mætist fólk og oft verða fagnaðarfundir. Svo er ekki eins og ómögulegt sé að fá bílastæði í miðborginni. Kvartanir bílóðra landsmanna um að þeir komist ekki leiðar sinnar í miðbænum vegna bílastæðaskorts eru einfaldlega ekki byggðar á traustum grunni. Í miðborginni eru 1.144 stæði í bílahúsum bílastæðasjóðs, 250 stæði í bílakjallara Hafnartorgs og í Hörpu eru 545 stæði. Bílaeigendur verða að sætta sig við þann raunveruleika, sem er alls ekki sársaukafullur, að það er pláss fyrir bílaumferð á ákveðnum svæðum en annars staðar á hún ekki erindi. Þá verða bílaeigendur að skilja bíla sína eftir á bílastæðum og af þeim er nóg. Svo geta þeir náttúrlega líka tekið strætó. Allir hafa gott af því að fara einstaka sinnum í strætisvagn. Strætó er miklu betri kostur en margir ætla. Ekki er ýkja langt síðan alltof langt var á milli ferða en það hefur stórlagast. Nú er yfirleitt hægt að komast leiðar sinnar á þægilegan hátt á skömmum tíma. Viðhorfið til strætisvagnaferða hér á landi einkennist þó af furðulegu snobbi, það er eins og ekki þyki fínt að temja sér þann ferðamáta. Hefur einhver séð forstjóra í strætó? Ráðamenn þjóðarinnar, sem bera ábyrgð í mörgum málum, ættu að gera sitt til að breyta þessu viðhorfi. Þeir sem eru með einkabílstjóra ættu að gefa honum frí í eins og eina viku og þau fyrirmenni sem sýna þá hógværð að keyra sjálf ættu að leggja bíl sínum og taka strætó eins og alþýðan. Algjörlega nýr reynsluheimur myndi opnast fyrir fína fólkinu. Í strætó væri skyndilega stétt með stétt. Sannarlega skemmtileg tilbreyting. Síðan má svo vippa sér út úr vagninum, spássera um göngugöturnar og kynnast mannlífinu og fólkinu í borginni. Ráðamenn hafa tekið sér margt vitlausara fyrir hendur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar