Hver á ákvörðunarréttinn? Lovísa Líf Jónsdóttir skrifar 9. maí 2019 14:00 Það frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi, að heimila fóstureyðingar upp að 22. vikum, fer gegn öllu því sem siðferði og mannúð heitir. Þroski fósturs á 22. viku er slíkur að það er með gildum rökum orðið að barni og með læknavísindum nútímans vænlegt til lífs utan móðurkviðar. Þá má einnig benda á siðareglur lækna þar sem í 1. gr. um almenn ákvæði og góða læknishætti kemur fram að; „Lækni ber að virða mannslíf og mannhelgi. Læknir skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varðveita heilsu þeirra og sjúkum til að öðlast heilbrigði að nýju.“ Þegar við tölum um sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og frelsi, er almennt viðurkennt að frelsið nær aðeins svo langt að það skerði ekki frelsi annarra. Mannlegt líf er heilagt og enginn á rétt á að spilla því. Ég er því fullkomlega sammála því að allir, menn og konur, eiga að hafa ákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í þessu tilfelli snýst málið þó ekki eingöngu um konuna og sjálfsákvörðunarrétt hennar heldur lífið sjálft í móðurkviði. Í 1. mgr. 2. gr laga nr. 56/2005 kemur fram að „Réttur hvers manns til lífs skal verndaður með lögum. Engan mann skal af ásettu ráði svipta lífi, nema sök sé sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glæp sem dauðarefsingu varðar að lögum.“Þá má einnig velta því fyrir sér hvar fólk dregur línuna um réttindi til lífs og almennra mannréttinda. Ef rökin fyrir því að deyða megi einstakling eru að sé hann ósjálfbjarga eða ómeðvitaður um umhverfi sitt, hljótum við að spyrja á móti hvers vegna það sé ekki réttlætanlegt að deyða t.d. kornabarn, sofandi einstakling eða einstakling í dái.Ef tekið er dæmi um einstakling í dái, myndi hann að öllum líkindum vilja að barist væri fyrir lífi sínu í stað þess að aðstandandi einstaklingsins tæki ákvörðun um hans líf, þó sjálfur væri sjúklingurinn ófær um að segja það upphátt á þeim tímapunkti. Það er í raun fáránlegt að útskýra þurfi fyrir fullorðnu fólki orsök og afleiðingu. Orsök einhvers sem við tökum sjálfstæða ákvörðun um fylgir afleiðing sem getur haft þau áhrif að sjálfsákvörðunarrétturinn skerðist. Óski fólk sér hins vegar að eignast ekki börn er greið leið að ýmsum getnaðarvörnum sem stendur því til boða. Í umræðunni er þó ómögulegt að komast hjá því að ræða einstök tilfelli eins og ef kona verður fyrir nauðgun. Þá er um glæpsamlegt athæfi að ræða og hvorki hægt að kenna konunni né barninu um það. Vandinn byrjar og endar þar. Auk þess eru afar litlar líkur á því að fyrst kæmist upp um verknaðinn á rúmlega hálfri meðgöngu. Þunguðum konum stendur til boða að fara í skimun á 20. viku þar sem ákveðnir kvillar geta komið í ljós. Að deyða barn af þeim ástæðum, stangast einnig á við lög um bann við mismunum og réttindi og frelsi án manngreinarálits. Það má því velta fyrir sér hvaða siðferðislegu rök raunverulega liggja að baki því að rýmka lög um fóstureyðingar svona óhóflega. Að því gefnu að frumvarpið verði að lögum með tilliti til ofangreindra álitaefna, þarf í það minnsta að svara þeirri siðfræðilegu spurningu hvenær líf telst líf og hver á ákvörðunarréttinn.Höfundur er námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þungunarrof Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi, að heimila fóstureyðingar upp að 22. vikum, fer gegn öllu því sem siðferði og mannúð heitir. Þroski fósturs á 22. viku er slíkur að það er með gildum rökum orðið að barni og með læknavísindum nútímans vænlegt til lífs utan móðurkviðar. Þá má einnig benda á siðareglur lækna þar sem í 1. gr. um almenn ákvæði og góða læknishætti kemur fram að; „Lækni ber að virða mannslíf og mannhelgi. Læknir skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varðveita heilsu þeirra og sjúkum til að öðlast heilbrigði að nýju.“ Þegar við tölum um sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og frelsi, er almennt viðurkennt að frelsið nær aðeins svo langt að það skerði ekki frelsi annarra. Mannlegt líf er heilagt og enginn á rétt á að spilla því. Ég er því fullkomlega sammála því að allir, menn og konur, eiga að hafa ákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í þessu tilfelli snýst málið þó ekki eingöngu um konuna og sjálfsákvörðunarrétt hennar heldur lífið sjálft í móðurkviði. Í 1. mgr. 2. gr laga nr. 56/2005 kemur fram að „Réttur hvers manns til lífs skal verndaður með lögum. Engan mann skal af ásettu ráði svipta lífi, nema sök sé sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glæp sem dauðarefsingu varðar að lögum.“Þá má einnig velta því fyrir sér hvar fólk dregur línuna um réttindi til lífs og almennra mannréttinda. Ef rökin fyrir því að deyða megi einstakling eru að sé hann ósjálfbjarga eða ómeðvitaður um umhverfi sitt, hljótum við að spyrja á móti hvers vegna það sé ekki réttlætanlegt að deyða t.d. kornabarn, sofandi einstakling eða einstakling í dái.Ef tekið er dæmi um einstakling í dái, myndi hann að öllum líkindum vilja að barist væri fyrir lífi sínu í stað þess að aðstandandi einstaklingsins tæki ákvörðun um hans líf, þó sjálfur væri sjúklingurinn ófær um að segja það upphátt á þeim tímapunkti. Það er í raun fáránlegt að útskýra þurfi fyrir fullorðnu fólki orsök og afleiðingu. Orsök einhvers sem við tökum sjálfstæða ákvörðun um fylgir afleiðing sem getur haft þau áhrif að sjálfsákvörðunarrétturinn skerðist. Óski fólk sér hins vegar að eignast ekki börn er greið leið að ýmsum getnaðarvörnum sem stendur því til boða. Í umræðunni er þó ómögulegt að komast hjá því að ræða einstök tilfelli eins og ef kona verður fyrir nauðgun. Þá er um glæpsamlegt athæfi að ræða og hvorki hægt að kenna konunni né barninu um það. Vandinn byrjar og endar þar. Auk þess eru afar litlar líkur á því að fyrst kæmist upp um verknaðinn á rúmlega hálfri meðgöngu. Þunguðum konum stendur til boða að fara í skimun á 20. viku þar sem ákveðnir kvillar geta komið í ljós. Að deyða barn af þeim ástæðum, stangast einnig á við lög um bann við mismunum og réttindi og frelsi án manngreinarálits. Það má því velta fyrir sér hvaða siðferðislegu rök raunverulega liggja að baki því að rýmka lög um fóstureyðingar svona óhóflega. Að því gefnu að frumvarpið verði að lögum með tilliti til ofangreindra álitaefna, þarf í það minnsta að svara þeirri siðfræðilegu spurningu hvenær líf telst líf og hver á ákvörðunarréttinn.Höfundur er námsmaður.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun