Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi Ásgeir Böðvarsson skrifar 30. apríl 2019 08:00 Mottumars – átak Krabbameinsfélags Íslands hefur nú eins og fyrr leitt til umræðu um skimun fyrir krabbameini – þar með talið ristil- og endaþarmskrabbameini. Nú hefur hópskimun á landsvísu fyrir þessu krabbameini staðið til lengi en ekki enn hafist, þrátt fyrir undirbúning af hendi Krabbameinsfélagsins og heilbrigðisyfirvalda. Ekki er ljóst hvað tefur, en því hefur verið haldið fram í umræðum síðustu vikna að engin skipulögð skimun fyrir þessum krabbameinum hafi átt sér stað á Íslandi. Það er því kærkomið tækifæri til að upplýsa að slík skimun hefur reyndar verið í gangi á Norðurlandi. Skimun þessi er lýðheilsuverkefni og hófst fyrir rúmum 7 árum í Þingeyjarsýslum og þremur árum seinna í Skagafirði. Skimunin fer þannig fram að fólki, búsettu í fyrrnefndum héruðum, er boðin ristilspeglun – sér að kostnaðarlausu – á því ári sem það verður 55 ára. Þetta er samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Lionsklúbbs Húsavíkur og Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki. Þessi síðarnefndu hjálpar- og stuðningssamtök hafa að markmiði sínu að vinna að mannúðarmálum og leggja sínum sveitarfélögum lið og þau greiða hlut þátttakenda við skimunina en heilbrigðisstofnunin annan kostnað. Fyrirkomulag er þannig að fréttabréf eru send á öll heimili í upphafi árs og þeim einstaklingum sem verða 55 ára á því ári boðið að taka þátt í skimuninni og hafa samband við heilbrigðisstofnunina í sinni heimabyggð. Allar kröfur um persónuvernd eru uppfylltar. Vel hefur gengið, þátttaka hefur verið 60-80% af árgangi hvers árs eða alls um 500 manns á skimunartímanum Megintilgangurinn er að koma í veg fyrir myndun ristil- og endaþarmskrabbameins og aðferðin er ristilspeglun en með henni má finna og fjarlægja svokallaða ristilsepa sem eru taldir aðal áhættuþættir fyrir myndun krabbameinsins. Slíkir separ finnast einungis í litlum hluta fólks við 55 ára aldur en tíðnin er þó ekki þekkt hérlendis. Gerð þessara sepa er mismunandi og það fer eftir niðurstöðum meinafræðirannsókna í kjölfar speglunarinnar, hverjir teljast í áhættu og hvort ástæða sé til þess að fylgja viðkomandi einstaklingum frekar eftir eða ekki. Til þess að fylgjast með gæðum, framkvæmd og árangri skimunarinnar, þá hafa frá upphafi – með fullu leyfi þátttakanda – upplýsingar verið skráðar skipulega. Um þessar mundir stendur yfir rannsókn á árangri skimunarinnar, þar með talið er tíðni, gerð og staðsetning ristilsepa athuguð, auk þess sem gæði speglunarinnar eru metin. Gert er ráð fyrir að fyrstu niðurstöður verði kynntar í maí. Ef þær niðurstöður lofa góðu þá er fullur hugur í aðstandendum þessa verkefnis að þróa það frekar og halda skimuninni áfram.Höfundur er meltingarlæknir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mottumars – átak Krabbameinsfélags Íslands hefur nú eins og fyrr leitt til umræðu um skimun fyrir krabbameini – þar með talið ristil- og endaþarmskrabbameini. Nú hefur hópskimun á landsvísu fyrir þessu krabbameini staðið til lengi en ekki enn hafist, þrátt fyrir undirbúning af hendi Krabbameinsfélagsins og heilbrigðisyfirvalda. Ekki er ljóst hvað tefur, en því hefur verið haldið fram í umræðum síðustu vikna að engin skipulögð skimun fyrir þessum krabbameinum hafi átt sér stað á Íslandi. Það er því kærkomið tækifæri til að upplýsa að slík skimun hefur reyndar verið í gangi á Norðurlandi. Skimun þessi er lýðheilsuverkefni og hófst fyrir rúmum 7 árum í Þingeyjarsýslum og þremur árum seinna í Skagafirði. Skimunin fer þannig fram að fólki, búsettu í fyrrnefndum héruðum, er boðin ristilspeglun – sér að kostnaðarlausu – á því ári sem það verður 55 ára. Þetta er samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Lionsklúbbs Húsavíkur og Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki. Þessi síðarnefndu hjálpar- og stuðningssamtök hafa að markmiði sínu að vinna að mannúðarmálum og leggja sínum sveitarfélögum lið og þau greiða hlut þátttakenda við skimunina en heilbrigðisstofnunin annan kostnað. Fyrirkomulag er þannig að fréttabréf eru send á öll heimili í upphafi árs og þeim einstaklingum sem verða 55 ára á því ári boðið að taka þátt í skimuninni og hafa samband við heilbrigðisstofnunina í sinni heimabyggð. Allar kröfur um persónuvernd eru uppfylltar. Vel hefur gengið, þátttaka hefur verið 60-80% af árgangi hvers árs eða alls um 500 manns á skimunartímanum Megintilgangurinn er að koma í veg fyrir myndun ristil- og endaþarmskrabbameins og aðferðin er ristilspeglun en með henni má finna og fjarlægja svokallaða ristilsepa sem eru taldir aðal áhættuþættir fyrir myndun krabbameinsins. Slíkir separ finnast einungis í litlum hluta fólks við 55 ára aldur en tíðnin er þó ekki þekkt hérlendis. Gerð þessara sepa er mismunandi og það fer eftir niðurstöðum meinafræðirannsókna í kjölfar speglunarinnar, hverjir teljast í áhættu og hvort ástæða sé til þess að fylgja viðkomandi einstaklingum frekar eftir eða ekki. Til þess að fylgjast með gæðum, framkvæmd og árangri skimunarinnar, þá hafa frá upphafi – með fullu leyfi þátttakanda – upplýsingar verið skráðar skipulega. Um þessar mundir stendur yfir rannsókn á árangri skimunarinnar, þar með talið er tíðni, gerð og staðsetning ristilsepa athuguð, auk þess sem gæði speglunarinnar eru metin. Gert er ráð fyrir að fyrstu niðurstöður verði kynntar í maí. Ef þær niðurstöður lofa góðu þá er fullur hugur í aðstandendum þessa verkefnis að þróa það frekar og halda skimuninni áfram.Höfundur er meltingarlæknir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar