Stefnt að opnun Landeyjahafnar á fimmtudag Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2019 14:30 Landeyjahöfn hefur verið lokuð frá því um miðjan desember. Stefnt er að því að Herjólfur sigli þangað í fyrsta sinn á árinu á fimmtudag klukkan 7. Vísir/Óskar P. Friðriksson Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag. Þegar fréttastofa náði tali af Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., var hann að gera upp fyrsta mánuð nýs rekstrarfélags Eyjamanna sem tekið hefur við rekstri ferjunnar. „Fyrsti mánuðurinn gekk ágætlega miðað við aðstæður. Við gerðum ráð fyrir því að vera á öðru skipi og með aðra höfn í gangi.“ Landeyjahöfn hefur verið dýpkuð með hléum undanfarið þar sem veður og sjólag hafa ekki alltaf verið innan viðmiðunarmarka. Um hádegi var dýpkun ekki hafin en Vegagerðin telur að hægt verði að opna Landeyjahöfn á fimmtudag ef spár um veður og sjólag ganga eftir í dag.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Landeyjahöfn nógu djúp fyrir nýjan Herjólf Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákveðið hafi verið að stefna að siglingum um Landeyjahöfn á fimmtudag eftir að staðan var metin með skipstjórum. „Við tókum þessa ákvörðun að gefa þetta út, við þurfum ákveðinn tíma bæði út af bókunum og öðru að koma þessu til. En þetta er allt með þessum fyrirvara og óvissu sem er búin að vera ríkjandi.“ Landeyjahöfn er orðin nógu djúp fyrir nýjan Herjólfur sem enn er fastur í Póllandi vegna deilu skipasmíðastöðvarinnar og Vegagerðarinnar um lokagreiðslu.Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna nýsmíðinnar. Talsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar segir að bankaábyrgðir hafi verið framlengdar um 30 daga sem ætti að gefa svigrúm til samninga. Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, bíður vongóður eftir nýja skipinu. Hann segir meginmarkmiðið vera að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja, óháð skipi. Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag. Þegar fréttastofa náði tali af Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., var hann að gera upp fyrsta mánuð nýs rekstrarfélags Eyjamanna sem tekið hefur við rekstri ferjunnar. „Fyrsti mánuðurinn gekk ágætlega miðað við aðstæður. Við gerðum ráð fyrir því að vera á öðru skipi og með aðra höfn í gangi.“ Landeyjahöfn hefur verið dýpkuð með hléum undanfarið þar sem veður og sjólag hafa ekki alltaf verið innan viðmiðunarmarka. Um hádegi var dýpkun ekki hafin en Vegagerðin telur að hægt verði að opna Landeyjahöfn á fimmtudag ef spár um veður og sjólag ganga eftir í dag.Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.Landeyjahöfn nógu djúp fyrir nýjan Herjólf Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákveðið hafi verið að stefna að siglingum um Landeyjahöfn á fimmtudag eftir að staðan var metin með skipstjórum. „Við tókum þessa ákvörðun að gefa þetta út, við þurfum ákveðinn tíma bæði út af bókunum og öðru að koma þessu til. En þetta er allt með þessum fyrirvara og óvissu sem er búin að vera ríkjandi.“ Landeyjahöfn er orðin nógu djúp fyrir nýjan Herjólfur sem enn er fastur í Póllandi vegna deilu skipasmíðastöðvarinnar og Vegagerðarinnar um lokagreiðslu.Vegagerðin hefur innkallað bankaábyrgðir vegna nýsmíðinnar. Talsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar segir að bankaábyrgðir hafi verið framlengdar um 30 daga sem ætti að gefa svigrúm til samninga. Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, bíður vongóður eftir nýja skipinu. Hann segir meginmarkmiðið vera að sigla sjö ferðir á dag milli Vestmannaeyja og Landeyja, óháð skipi.
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira