Bætt þjónusta við eldri borgara í Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 23. apríl 2019 11:09 Reykjavíkurborg veitir eldri borgurum margvíslega þjónustu. Markmiðið með þjónustunni er að borgarbúar á öllum aldri geti blómstrað og fengið þá aðstoð sem þeir þurfa til að lifa innihaldsríku lífi. Til að samræma og gera þjónustu borgarinnar við eldri borgara markvissari var ákveðið móta heildstæða stefnu í málaflokknum. Ný stefnumótum, Aldursvæn og heilsueflandi borg, var samþykkt í borgarstjórn vorið 2018 og var sú vinna unnin undir forystu Vinstri grænna. Í stefnunni er lögð áhersla á aukin lífsgæði eldri borgara. Í nýrri aðgerðaráætlun með stefnunni, sem nú hefur litið dagsins ljós, er lögð áhersla á á fimm meginaðgerðir, félagsauð, matarþjónustu, sérhæfða aðstoð vegna heilabilunar, sérhæfð teymi um heimaþjónustu og mannauð. Í aðgerðaráætluninni er þjónusta samræmd og upplýsingagjöf aukin til eldri borgara í Reykjavík m.a með sérhæfðum þjónustufulltrúa, aukinni miðlun og útgáfu. Einnig er lögð áhersla á að hvetja þá sem eldri eru til þátttöku í félagsstarfi, útvist, menningu og heilsueflingu. Lögð er áhersla á betri næringu til eldri borgara og sú nýbreytni tekin upp að notast er við ráðgjöf næringarfræðings, og reglulegar skimanir gerðar til að kanna næringarástand eldra fólks í borginni. Auk þess verður sett á laggirnar sérstakt þverfaglegt teymi til að bæta þjónustu við heilabilaða í heimahúsum. Stefnt er að fjölgun dagdvalarrýma og auka félagslegan stuðning heima og meiri sérhæfð þjónusta verður veitt á heimilum eldra fólks. Stefnan og aðgerðaráætlunin var unnin í góðu samráði við hagsmunasamtök eldra fólks, bæði Félags eldri borgara, Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og fleiri aðila. Framkvæmd aðgerða verður áfram unnin í samvinnu við notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra. Aðgerðaáætlunin nær til þriggja ára og er metnaðarfull. Það er merki um gott samfélag að allir geti notið þátttöku í samfélaginu, óháð aldri og heilsufari, á sínum forsendum, eins lengi og kostur er. Að lokum er mikilvægt að gott og farsælt samstarf sé milli ríkis og Reykjavíkurborgar þegar kemur að þjónustu við aldraða og fjölmörg brýn verkefni eru í farvatninu, m.a fjölgun hjúkrunarrýma, dagdvalarrýma og efling heimahjúkrunar. Mikilvægt er að halda ótrauð áfram að bæta þjónustu við eldra fólk í Reykjavík.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg veitir eldri borgurum margvíslega þjónustu. Markmiðið með þjónustunni er að borgarbúar á öllum aldri geti blómstrað og fengið þá aðstoð sem þeir þurfa til að lifa innihaldsríku lífi. Til að samræma og gera þjónustu borgarinnar við eldri borgara markvissari var ákveðið móta heildstæða stefnu í málaflokknum. Ný stefnumótum, Aldursvæn og heilsueflandi borg, var samþykkt í borgarstjórn vorið 2018 og var sú vinna unnin undir forystu Vinstri grænna. Í stefnunni er lögð áhersla á aukin lífsgæði eldri borgara. Í nýrri aðgerðaráætlun með stefnunni, sem nú hefur litið dagsins ljós, er lögð áhersla á á fimm meginaðgerðir, félagsauð, matarþjónustu, sérhæfða aðstoð vegna heilabilunar, sérhæfð teymi um heimaþjónustu og mannauð. Í aðgerðaráætluninni er þjónusta samræmd og upplýsingagjöf aukin til eldri borgara í Reykjavík m.a með sérhæfðum þjónustufulltrúa, aukinni miðlun og útgáfu. Einnig er lögð áhersla á að hvetja þá sem eldri eru til þátttöku í félagsstarfi, útvist, menningu og heilsueflingu. Lögð er áhersla á betri næringu til eldri borgara og sú nýbreytni tekin upp að notast er við ráðgjöf næringarfræðings, og reglulegar skimanir gerðar til að kanna næringarástand eldra fólks í borginni. Auk þess verður sett á laggirnar sérstakt þverfaglegt teymi til að bæta þjónustu við heilabilaða í heimahúsum. Stefnt er að fjölgun dagdvalarrýma og auka félagslegan stuðning heima og meiri sérhæfð þjónusta verður veitt á heimilum eldra fólks. Stefnan og aðgerðaráætlunin var unnin í góðu samráði við hagsmunasamtök eldra fólks, bæði Félags eldri borgara, Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og fleiri aðila. Framkvæmd aðgerða verður áfram unnin í samvinnu við notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra. Aðgerðaáætlunin nær til þriggja ára og er metnaðarfull. Það er merki um gott samfélag að allir geti notið þátttöku í samfélaginu, óháð aldri og heilsufari, á sínum forsendum, eins lengi og kostur er. Að lokum er mikilvægt að gott og farsælt samstarf sé milli ríkis og Reykjavíkurborgar þegar kemur að þjónustu við aldraða og fjölmörg brýn verkefni eru í farvatninu, m.a fjölgun hjúkrunarrýma, dagdvalarrýma og efling heimahjúkrunar. Mikilvægt er að halda ótrauð áfram að bæta þjónustu við eldra fólk í Reykjavík.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar