Olíuverð hækkar vegna deilu Bandaríkjanna og Íran Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 13:00 Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti því nýverið yfir að allar undanþágur vegna viðskiptaþvinganna Bandaríkjanna gagnvart Íran yrðu felldar niður þann fyrsta maí. Getty/Kaveh Kazemi Yfirvöld Íran hótuðu á dögunum að loka fyrir skipaumferð um Hormuzsund, innganginn að Persaflóa. Slík lokun hefði miklar afleiðingar þar sem að um fimmtungur allrar olíu í heiminum fer um sundið. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti því nýverið yfir að allar undanþágur vegna viðskiptaþvinganna Bandaríkjanna gagnvart Íran yrðu felldar niður þann fyrsta maí. Það felur í sér að þau ríki sem kaupa olíu af Íran þurfa að hætta því eða sæta refsiaðgerðum. Þau ríki sem kaupa mesta olíu af Íran eru Kína, Suður-Kóreu, Indland, Japan og Tyrkland. OPEC-ríkin segjast auðveldlega geta fyllt upp í það gat á olíuframleiðslu sem stöðvun olíusölu frá Íran myndi leiða til.Olíuverð hefur aukist til muna á undanförnum dögum vegna deilunnar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran í fyrra eftir að Donald Trump forseti rifti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við landið árið 2015. Þvingunum þessum er ætlað að draga verulega úr tekjum Íran. Yfirvöld Bandaríkjanna segja Írani hafa notað fjármuni sína frá olíusölu til þess að grafa undan öðrum ríkjum Mið-Austurlanda og styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum. Sérfræðingar segja þó ólíklegt að Íran muni loka Hormuzsundi, sérstaklega þar sem því hafi verið hótað ítrekað á undanförnum árum. Bandaríkjastjórn sendi þó út yfirlýsingu í dag þar sem yfirvöld Íran voru hvött til að láta af hótunum sínum og virða frjáls flæði orku og vara og virða frjálsar siglingar. Áður en þessar nýjustu aðgerðir Bandaríkjanna voru tilkynntar á mánudaginn hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáð því að efnahagur Íran myndi dragast saman um sex prósent á þessu ári. Samkvæmt BBC hafa íbúar Íran fundið fyrir þvingunum Bandaríkjanna og hefur verðbólga aukist til muna þar í landi.Maximum pressure on the Iranian regime means maximum pressure. That's why the U.S. will not issue any exceptions to Iranian oil importers. The global oil market remains well-supplied. We're confident it will remain stable as jurisdictions transition away from Iranian crude.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) April 22, 2019 Bandaríkin Bensín og olía Íran Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Yfirvöld Íran hótuðu á dögunum að loka fyrir skipaumferð um Hormuzsund, innganginn að Persaflóa. Slík lokun hefði miklar afleiðingar þar sem að um fimmtungur allrar olíu í heiminum fer um sundið. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti því nýverið yfir að allar undanþágur vegna viðskiptaþvinganna Bandaríkjanna gagnvart Íran yrðu felldar niður þann fyrsta maí. Það felur í sér að þau ríki sem kaupa olíu af Íran þurfa að hætta því eða sæta refsiaðgerðum. Þau ríki sem kaupa mesta olíu af Íran eru Kína, Suður-Kóreu, Indland, Japan og Tyrkland. OPEC-ríkin segjast auðveldlega geta fyllt upp í það gat á olíuframleiðslu sem stöðvun olíusölu frá Íran myndi leiða til.Olíuverð hefur aukist til muna á undanförnum dögum vegna deilunnar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran í fyrra eftir að Donald Trump forseti rifti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við landið árið 2015. Þvingunum þessum er ætlað að draga verulega úr tekjum Íran. Yfirvöld Bandaríkjanna segja Írani hafa notað fjármuni sína frá olíusölu til þess að grafa undan öðrum ríkjum Mið-Austurlanda og styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum. Sérfræðingar segja þó ólíklegt að Íran muni loka Hormuzsundi, sérstaklega þar sem því hafi verið hótað ítrekað á undanförnum árum. Bandaríkjastjórn sendi þó út yfirlýsingu í dag þar sem yfirvöld Íran voru hvött til að láta af hótunum sínum og virða frjáls flæði orku og vara og virða frjálsar siglingar. Áður en þessar nýjustu aðgerðir Bandaríkjanna voru tilkynntar á mánudaginn hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáð því að efnahagur Íran myndi dragast saman um sex prósent á þessu ári. Samkvæmt BBC hafa íbúar Íran fundið fyrir þvingunum Bandaríkjanna og hefur verðbólga aukist til muna þar í landi.Maximum pressure on the Iranian regime means maximum pressure. That's why the U.S. will not issue any exceptions to Iranian oil importers. The global oil market remains well-supplied. We're confident it will remain stable as jurisdictions transition away from Iranian crude.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) April 22, 2019
Bandaríkin Bensín og olía Íran Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent