Olíuverð hækkar vegna deilu Bandaríkjanna og Íran Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 13:00 Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti því nýverið yfir að allar undanþágur vegna viðskiptaþvinganna Bandaríkjanna gagnvart Íran yrðu felldar niður þann fyrsta maí. Getty/Kaveh Kazemi Yfirvöld Íran hótuðu á dögunum að loka fyrir skipaumferð um Hormuzsund, innganginn að Persaflóa. Slík lokun hefði miklar afleiðingar þar sem að um fimmtungur allrar olíu í heiminum fer um sundið. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti því nýverið yfir að allar undanþágur vegna viðskiptaþvinganna Bandaríkjanna gagnvart Íran yrðu felldar niður þann fyrsta maí. Það felur í sér að þau ríki sem kaupa olíu af Íran þurfa að hætta því eða sæta refsiaðgerðum. Þau ríki sem kaupa mesta olíu af Íran eru Kína, Suður-Kóreu, Indland, Japan og Tyrkland. OPEC-ríkin segjast auðveldlega geta fyllt upp í það gat á olíuframleiðslu sem stöðvun olíusölu frá Íran myndi leiða til.Olíuverð hefur aukist til muna á undanförnum dögum vegna deilunnar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran í fyrra eftir að Donald Trump forseti rifti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við landið árið 2015. Þvingunum þessum er ætlað að draga verulega úr tekjum Íran. Yfirvöld Bandaríkjanna segja Írani hafa notað fjármuni sína frá olíusölu til þess að grafa undan öðrum ríkjum Mið-Austurlanda og styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum. Sérfræðingar segja þó ólíklegt að Íran muni loka Hormuzsundi, sérstaklega þar sem því hafi verið hótað ítrekað á undanförnum árum. Bandaríkjastjórn sendi þó út yfirlýsingu í dag þar sem yfirvöld Íran voru hvött til að láta af hótunum sínum og virða frjáls flæði orku og vara og virða frjálsar siglingar. Áður en þessar nýjustu aðgerðir Bandaríkjanna voru tilkynntar á mánudaginn hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáð því að efnahagur Íran myndi dragast saman um sex prósent á þessu ári. Samkvæmt BBC hafa íbúar Íran fundið fyrir þvingunum Bandaríkjanna og hefur verðbólga aukist til muna þar í landi.Maximum pressure on the Iranian regime means maximum pressure. That's why the U.S. will not issue any exceptions to Iranian oil importers. The global oil market remains well-supplied. We're confident it will remain stable as jurisdictions transition away from Iranian crude.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) April 22, 2019 Bandaríkin Bensín og olía Íran Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Yfirvöld Íran hótuðu á dögunum að loka fyrir skipaumferð um Hormuzsund, innganginn að Persaflóa. Slík lokun hefði miklar afleiðingar þar sem að um fimmtungur allrar olíu í heiminum fer um sundið. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti því nýverið yfir að allar undanþágur vegna viðskiptaþvinganna Bandaríkjanna gagnvart Íran yrðu felldar niður þann fyrsta maí. Það felur í sér að þau ríki sem kaupa olíu af Íran þurfa að hætta því eða sæta refsiaðgerðum. Þau ríki sem kaupa mesta olíu af Íran eru Kína, Suður-Kóreu, Indland, Japan og Tyrkland. OPEC-ríkin segjast auðveldlega geta fyllt upp í það gat á olíuframleiðslu sem stöðvun olíusölu frá Íran myndi leiða til.Olíuverð hefur aukist til muna á undanförnum dögum vegna deilunnar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran í fyrra eftir að Donald Trump forseti rifti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við landið árið 2015. Þvingunum þessum er ætlað að draga verulega úr tekjum Íran. Yfirvöld Bandaríkjanna segja Írani hafa notað fjármuni sína frá olíusölu til þess að grafa undan öðrum ríkjum Mið-Austurlanda og styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum. Sérfræðingar segja þó ólíklegt að Íran muni loka Hormuzsundi, sérstaklega þar sem því hafi verið hótað ítrekað á undanförnum árum. Bandaríkjastjórn sendi þó út yfirlýsingu í dag þar sem yfirvöld Íran voru hvött til að láta af hótunum sínum og virða frjáls flæði orku og vara og virða frjálsar siglingar. Áður en þessar nýjustu aðgerðir Bandaríkjanna voru tilkynntar á mánudaginn hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáð því að efnahagur Íran myndi dragast saman um sex prósent á þessu ári. Samkvæmt BBC hafa íbúar Íran fundið fyrir þvingunum Bandaríkjanna og hefur verðbólga aukist til muna þar í landi.Maximum pressure on the Iranian regime means maximum pressure. That's why the U.S. will not issue any exceptions to Iranian oil importers. The global oil market remains well-supplied. We're confident it will remain stable as jurisdictions transition away from Iranian crude.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) April 22, 2019
Bandaríkin Bensín og olía Íran Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira