Olíuverð hækkar vegna deilu Bandaríkjanna og Íran Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 13:00 Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti því nýverið yfir að allar undanþágur vegna viðskiptaþvinganna Bandaríkjanna gagnvart Íran yrðu felldar niður þann fyrsta maí. Getty/Kaveh Kazemi Yfirvöld Íran hótuðu á dögunum að loka fyrir skipaumferð um Hormuzsund, innganginn að Persaflóa. Slík lokun hefði miklar afleiðingar þar sem að um fimmtungur allrar olíu í heiminum fer um sundið. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti því nýverið yfir að allar undanþágur vegna viðskiptaþvinganna Bandaríkjanna gagnvart Íran yrðu felldar niður þann fyrsta maí. Það felur í sér að þau ríki sem kaupa olíu af Íran þurfa að hætta því eða sæta refsiaðgerðum. Þau ríki sem kaupa mesta olíu af Íran eru Kína, Suður-Kóreu, Indland, Japan og Tyrkland. OPEC-ríkin segjast auðveldlega geta fyllt upp í það gat á olíuframleiðslu sem stöðvun olíusölu frá Íran myndi leiða til.Olíuverð hefur aukist til muna á undanförnum dögum vegna deilunnar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran í fyrra eftir að Donald Trump forseti rifti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við landið árið 2015. Þvingunum þessum er ætlað að draga verulega úr tekjum Íran. Yfirvöld Bandaríkjanna segja Írani hafa notað fjármuni sína frá olíusölu til þess að grafa undan öðrum ríkjum Mið-Austurlanda og styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum. Sérfræðingar segja þó ólíklegt að Íran muni loka Hormuzsundi, sérstaklega þar sem því hafi verið hótað ítrekað á undanförnum árum. Bandaríkjastjórn sendi þó út yfirlýsingu í dag þar sem yfirvöld Íran voru hvött til að láta af hótunum sínum og virða frjáls flæði orku og vara og virða frjálsar siglingar. Áður en þessar nýjustu aðgerðir Bandaríkjanna voru tilkynntar á mánudaginn hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáð því að efnahagur Íran myndi dragast saman um sex prósent á þessu ári. Samkvæmt BBC hafa íbúar Íran fundið fyrir þvingunum Bandaríkjanna og hefur verðbólga aukist til muna þar í landi.Maximum pressure on the Iranian regime means maximum pressure. That's why the U.S. will not issue any exceptions to Iranian oil importers. The global oil market remains well-supplied. We're confident it will remain stable as jurisdictions transition away from Iranian crude.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) April 22, 2019 Bandaríkin Bensín og olía Íran Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Yfirvöld Íran hótuðu á dögunum að loka fyrir skipaumferð um Hormuzsund, innganginn að Persaflóa. Slík lokun hefði miklar afleiðingar þar sem að um fimmtungur allrar olíu í heiminum fer um sundið. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti því nýverið yfir að allar undanþágur vegna viðskiptaþvinganna Bandaríkjanna gagnvart Íran yrðu felldar niður þann fyrsta maí. Það felur í sér að þau ríki sem kaupa olíu af Íran þurfa að hætta því eða sæta refsiaðgerðum. Þau ríki sem kaupa mesta olíu af Íran eru Kína, Suður-Kóreu, Indland, Japan og Tyrkland. OPEC-ríkin segjast auðveldlega geta fyllt upp í það gat á olíuframleiðslu sem stöðvun olíusölu frá Íran myndi leiða til.Olíuverð hefur aukist til muna á undanförnum dögum vegna deilunnar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran í fyrra eftir að Donald Trump forseti rifti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við landið árið 2015. Þvingunum þessum er ætlað að draga verulega úr tekjum Íran. Yfirvöld Bandaríkjanna segja Írani hafa notað fjármuni sína frá olíusölu til þess að grafa undan öðrum ríkjum Mið-Austurlanda og styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum. Sérfræðingar segja þó ólíklegt að Íran muni loka Hormuzsundi, sérstaklega þar sem því hafi verið hótað ítrekað á undanförnum árum. Bandaríkjastjórn sendi þó út yfirlýsingu í dag þar sem yfirvöld Íran voru hvött til að láta af hótunum sínum og virða frjáls flæði orku og vara og virða frjálsar siglingar. Áður en þessar nýjustu aðgerðir Bandaríkjanna voru tilkynntar á mánudaginn hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáð því að efnahagur Íran myndi dragast saman um sex prósent á þessu ári. Samkvæmt BBC hafa íbúar Íran fundið fyrir þvingunum Bandaríkjanna og hefur verðbólga aukist til muna þar í landi.Maximum pressure on the Iranian regime means maximum pressure. That's why the U.S. will not issue any exceptions to Iranian oil importers. The global oil market remains well-supplied. We're confident it will remain stable as jurisdictions transition away from Iranian crude.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) April 22, 2019
Bandaríkin Bensín og olía Íran Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira