Segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó Sighvatur Jónsson skrifar 24. apríl 2019 12:45 Dýpkunarskip í Landeyjahöfn. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur bæjarráð Vestmannaeyja haft samband við belgíska fyrirtækið Jan De Nul og danska fyrirtækið Rohde Nielsen. Bæði fyrirtækin buðu í dýpkun Landeyjahafnar en samið var við Björgun sem bauð lægst. Vegagerðin áætlaði að dýpkun hafnarinnar kostaði rúmar 800 milljónir króna næstu þrjú árin. Björgun bauð tvo hundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Jan De Nul bauð um tvöfalt hærri upphæð í verkið en Björgun gerði, tæpar 1200 milljónir króna. Rohde Nielsen bauð tæplega 1,4 milljarða króna.Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.Vísir/Stöð 2Ítrekuð gagnrýni vegna dýpkunarBæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gagnrýndu strax í nóvember þegar samið var við Björgun að afkastageta fyrirtækisins væri ekki nóg en belgíska fyrirtækið hafði áður dýpkað höfnina með skipinu Galilei 2000. Þá sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri að Björgun gæti ekki dýpkað höfnina nógu hratt. Vegagerðin taldi tækjabúnað erlendu fyrirtækjanna betri en sagði Björgun geta dýpkað við erfiðari aðstæður en aðrir. Landeyjahöfn er enn lokuð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, segir stöðuna óviðunandi. „Núna þegar það er að koma sumar, á morgun, þá er það óboðlegt að höfnin sé enn lokuð vegna þess að afkastageta núverandi dýpkunaraðila sé ekki með þeim hætti að þeir hreinlega ráði við verkið.“Galilei 2000, eitt af dýpkunarskipum Jan De Nul.Mynd/Jan De NulKrafist erlendrar aðstoðar Bæjarráð kom saman til aukafundar í gær og ræddi símleiðis við vegamálastjóra. Krafan er að leitað verði eftir hjálp erlendis frá til að opna Landeyjahöfn. Njáll Ragnarsson kallar langvarandi lokun Landeyjahafnar fíaskó. „Við viljum ekki að það geti komið aftur fyrir að höfnin sé lokuð svona langt fram á vorið og núna fram á sumarið. Við viljum eðlilega að það sé hægt að sigla upp í Landeyjar á vorin og koma í veg fyrir það að þessi staða endurtaki sig,“ segir Njáll. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu í morgun. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að velta við öllum steinum í samráði við bæjaryfirvöld í Eyjum. Eitt af því sem komi til greina sé að hafa samband við erlendu dýpkunarfyrirtækin. Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur bæjarráð Vestmannaeyja haft samband við belgíska fyrirtækið Jan De Nul og danska fyrirtækið Rohde Nielsen. Bæði fyrirtækin buðu í dýpkun Landeyjahafnar en samið var við Björgun sem bauð lægst. Vegagerðin áætlaði að dýpkun hafnarinnar kostaði rúmar 800 milljónir króna næstu þrjú árin. Björgun bauð tvo hundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Jan De Nul bauð um tvöfalt hærri upphæð í verkið en Björgun gerði, tæpar 1200 milljónir króna. Rohde Nielsen bauð tæplega 1,4 milljarða króna.Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.Vísir/Stöð 2Ítrekuð gagnrýni vegna dýpkunarBæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gagnrýndu strax í nóvember þegar samið var við Björgun að afkastageta fyrirtækisins væri ekki nóg en belgíska fyrirtækið hafði áður dýpkað höfnina með skipinu Galilei 2000. Þá sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri að Björgun gæti ekki dýpkað höfnina nógu hratt. Vegagerðin taldi tækjabúnað erlendu fyrirtækjanna betri en sagði Björgun geta dýpkað við erfiðari aðstæður en aðrir. Landeyjahöfn er enn lokuð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, segir stöðuna óviðunandi. „Núna þegar það er að koma sumar, á morgun, þá er það óboðlegt að höfnin sé enn lokuð vegna þess að afkastageta núverandi dýpkunaraðila sé ekki með þeim hætti að þeir hreinlega ráði við verkið.“Galilei 2000, eitt af dýpkunarskipum Jan De Nul.Mynd/Jan De NulKrafist erlendrar aðstoðar Bæjarráð kom saman til aukafundar í gær og ræddi símleiðis við vegamálastjóra. Krafan er að leitað verði eftir hjálp erlendis frá til að opna Landeyjahöfn. Njáll Ragnarsson kallar langvarandi lokun Landeyjahafnar fíaskó. „Við viljum ekki að það geti komið aftur fyrir að höfnin sé lokuð svona langt fram á vorið og núna fram á sumarið. Við viljum eðlilega að það sé hægt að sigla upp í Landeyjar á vorin og koma í veg fyrir það að þessi staða endurtaki sig,“ segir Njáll. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu í morgun. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að velta við öllum steinum í samráði við bæjaryfirvöld í Eyjum. Eitt af því sem komi til greina sé að hafa samband við erlendu dýpkunarfyrirtækin.
Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira