Ragnar: Gerum stóra hluti í Garðabænum næsta vetur, ég lofa því Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 21:34 Ragnar Snær Njálsson spilaði lengi með KA og HK og svo erlendis. mynd/stöð 2 Stjarnan er komin í sumarfrí þetta árið eftir tap fyrir Haukum í oddaleik í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla. Stjörnumenn munu koma til baka næsta vetur og gera góða hluti ef marka má Ragnar Snæ Njálsson. „Ég held að það sé rosa auðvelt að svara því, það var hausinn á mönnum,“ sagði Ragnar aðspurður hvað hafi klikkað en Stjarnan tapaði stórt, 30-23, í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. „Við vorum bara andlega fjarverandi í fimmtán, tuttugu mínútur og eiginlega bara í fyrri hálfleik.“ „Hvað veldur bara veit ég engan vegin, mér fannst við rosalega vel stemmdir og ég hafði rosalega góða tilfinningu fyrir leikinn. Menn voru rosalega samheldnir í þessu liði og menn voru allir að gera þetta saman. En eitthvað fór úrskeiðis í dag og við erum bara vægast sagt svekktir með þessa frammistöðu.“ Stjarnan var liðið sem flestir afskrifuðu strax í úrslitakeppninni, enda liðið í áttunda sæti að mæta deildarmeisturunum. Garðbæingar voru þó þeir einu sem náðu í oddaleik. „Þeir sem hafa verið í íþróttum á einhverju alvöru leveli þekkja að þetta var bara olía á eldinn hjá okkur. Allt svona tal. Það býr miklu meira í þessu liði en fólk hefur verið að tala um. Fyrir okkur sem erum í þessu, ef við setjum þessi lið niður á blað hlið við hlið, stöðu fyrir stöðu, þá erum við alveg jafn góðir á okkar degi.“ „En við hittum engan vegin á þann dag í dag.“ „Við bara óskum Haukum til hamingju, þeir eru verðugir sigurvegarar, en við áttum mikið inni og það er sárt að þurfa að fara í sumarfrí á þennan hátt.“ Ragnar kom inn í Stjörnuliðið um miðjan vetur eftir langa pásu frá handbolta, verður hann með næsta vetur? „Bara 100 prósent. Ég er að komast í mitt allra besta form og við erum að plana skemmtilega og spennandi hluti fyrir næsta tímabil.“ „Við ætluðum okkur alla leið núna, ég ætla ekkert að fara neitt leynt með það að við ætluðum okkur miklu lengra og höfðum þvílíka trú á þessu verkefni. Ömurlegt að enda þetta svona en ég verð með allan tímann, það bætast nokkrir góðir við og við erum að fara að gera stóra hluti í Garðabænum, ég get lofað því.“ Stjarnan vann leik í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í 19 ár þegar Garðbæingar unnu leik tvö í einvíginu, nú er ekkert annað í boði en að byggja ofan á það næst. „Við erum alvöru karlar með alvöru pung og okkur finnst við ekki vera að skrifa söguna nema fara áfram. Mér er drullu sama um þetta, ég er ekki að fela mig á bak við eitthvað svona, að þetta sé rosa flottur árangur bara af því við höfum ekki unnið leik í nítján ár.“ „Við ætluðum alla leið og erum ekki í þessu sem einhverjir ræflar.“ „Fyrir mig persónulega er geðveikt að koma inn í þetta, ég er ekki búinn að spila í einhvern áratug hérna heima og ekki í sex, sjö ár handbolta yfir höfuð. Erfiðir tímar í mínu lífi, brjálæðislega gaman að geta komið og fengið útrás með strákunum og kannski sýnt fólkinu hérna heima hvað í mér býr.“ „Gaman að byggja eitthvað flott með strákunum og það verða flottir hlutir í Garðabænum á næsta tímabili,“ sagði Ragnar Snær Njálsson. Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Stjarnan er komin í sumarfrí þetta árið eftir tap fyrir Haukum í oddaleik í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla. Stjörnumenn munu koma til baka næsta vetur og gera góða hluti ef marka má Ragnar Snæ Njálsson. „Ég held að það sé rosa auðvelt að svara því, það var hausinn á mönnum,“ sagði Ragnar aðspurður hvað hafi klikkað en Stjarnan tapaði stórt, 30-23, í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. „Við vorum bara andlega fjarverandi í fimmtán, tuttugu mínútur og eiginlega bara í fyrri hálfleik.“ „Hvað veldur bara veit ég engan vegin, mér fannst við rosalega vel stemmdir og ég hafði rosalega góða tilfinningu fyrir leikinn. Menn voru rosalega samheldnir í þessu liði og menn voru allir að gera þetta saman. En eitthvað fór úrskeiðis í dag og við erum bara vægast sagt svekktir með þessa frammistöðu.“ Stjarnan var liðið sem flestir afskrifuðu strax í úrslitakeppninni, enda liðið í áttunda sæti að mæta deildarmeisturunum. Garðbæingar voru þó þeir einu sem náðu í oddaleik. „Þeir sem hafa verið í íþróttum á einhverju alvöru leveli þekkja að þetta var bara olía á eldinn hjá okkur. Allt svona tal. Það býr miklu meira í þessu liði en fólk hefur verið að tala um. Fyrir okkur sem erum í þessu, ef við setjum þessi lið niður á blað hlið við hlið, stöðu fyrir stöðu, þá erum við alveg jafn góðir á okkar degi.“ „En við hittum engan vegin á þann dag í dag.“ „Við bara óskum Haukum til hamingju, þeir eru verðugir sigurvegarar, en við áttum mikið inni og það er sárt að þurfa að fara í sumarfrí á þennan hátt.“ Ragnar kom inn í Stjörnuliðið um miðjan vetur eftir langa pásu frá handbolta, verður hann með næsta vetur? „Bara 100 prósent. Ég er að komast í mitt allra besta form og við erum að plana skemmtilega og spennandi hluti fyrir næsta tímabil.“ „Við ætluðum okkur alla leið núna, ég ætla ekkert að fara neitt leynt með það að við ætluðum okkur miklu lengra og höfðum þvílíka trú á þessu verkefni. Ömurlegt að enda þetta svona en ég verð með allan tímann, það bætast nokkrir góðir við og við erum að fara að gera stóra hluti í Garðabænum, ég get lofað því.“ Stjarnan vann leik í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í 19 ár þegar Garðbæingar unnu leik tvö í einvíginu, nú er ekkert annað í boði en að byggja ofan á það næst. „Við erum alvöru karlar með alvöru pung og okkur finnst við ekki vera að skrifa söguna nema fara áfram. Mér er drullu sama um þetta, ég er ekki að fela mig á bak við eitthvað svona, að þetta sé rosa flottur árangur bara af því við höfum ekki unnið leik í nítján ár.“ „Við ætluðum alla leið og erum ekki í þessu sem einhverjir ræflar.“ „Fyrir mig persónulega er geðveikt að koma inn í þetta, ég er ekki búinn að spila í einhvern áratug hérna heima og ekki í sex, sjö ár handbolta yfir höfuð. Erfiðir tímar í mínu lífi, brjálæðislega gaman að geta komið og fengið útrás með strákunum og kannski sýnt fólkinu hérna heima hvað í mér býr.“ „Gaman að byggja eitthvað flott með strákunum og það verða flottir hlutir í Garðabænum á næsta tímabili,“ sagði Ragnar Snær Njálsson.
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira