Spáir stöðugleika framundan á Spáni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. apríl 2019 20:00 Leiðtogar fjögurra stærstu stjórnmálaflokkanna á spænska þinginu. AP/Raul Tejedor Óhætt er að segja að óstöðugleiki hefur einkennt spænsk stjórnmál og efnahag undanfarin ár. Spánn fór illa úr fjármálakrísunni og aðskilnaðartilburðir í Katalóníu hafa valdið miklum titringi. Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd segir að í áratugi hafi verið sterkt tveggja flokka kerfi á Spáni þar sem öflugir vinstri og hægri flokkar skiptust á völdum. Það sé hinsvegar liðin tíð. hann telur að spænskir stjórnmálamenn séu búnir að sætta sig við það að samsteypustjórn taki við eftir kosningar. Molina segir að það í bland við efnahagslegan uppgang þýði meiri stöðugleiki á komandi árum. „Þegar ný ríkisstjórn tekur við, og efnahagurinn gengur vel, er hægt að glíma á uppbyggilegari hátt við vandamálin í tengslum við katalóníu og þá gæti komist á meiri stöðugleiki næstu fjögur árin,“ segir hann.Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd telur að áhrif popúlista verði takmörkuð eftir kosningar.Mynd/BaldurSósíalistaflokkurinn, flokkur forsætisráðherrans Pedro Sanchez, mælist sterkastur í skoðanakönnunum með um fjórðungsfylgi. Þjóðarflokkurinn sem er hinn hefðbundni hægriflokkur mælist með um tuttugu prósent og frjálslyndi borgaraflokkurinn með um fimmtán. Vinstripopúlistaflokkurinn Podemos og hægripopúlistaflokkurinn VOX mælast báðir rétt yfir 12 prósentum. Molina telur þá ólíkega til að rugga bátnum eftir kosningar ólíkt popúlístaflokkum í mörgum öðrum Evrópuríkjum. „Ég tel að þessir tveir flokkar verði ekki nægilega sterkir til að koma stjórnmálakerfinu úr skorðum,“ segir hann og bendir á að Podemos og VOX séu til dæmis ekki harðlínuflokkar þegar kemur að málefnum Evrópusambandsins. „Þessir flokkar, þó þeir séu popúlistaflokkar, eru ekki á móti Evrópusambandinu sem er áhugavert í samanburði við vinstri- og hægripopúlista í Evrópu sem telja ESb slæman hlut. Jafnvel róttæku flokkarnir á Spáni eru hlynntari auknu evrópsku samstarfi.“ Spánn Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Óhætt er að segja að óstöðugleiki hefur einkennt spænsk stjórnmál og efnahag undanfarin ár. Spánn fór illa úr fjármálakrísunni og aðskilnaðartilburðir í Katalóníu hafa valdið miklum titringi. Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd segir að í áratugi hafi verið sterkt tveggja flokka kerfi á Spáni þar sem öflugir vinstri og hægri flokkar skiptust á völdum. Það sé hinsvegar liðin tíð. hann telur að spænskir stjórnmálamenn séu búnir að sætta sig við það að samsteypustjórn taki við eftir kosningar. Molina segir að það í bland við efnahagslegan uppgang þýði meiri stöðugleiki á komandi árum. „Þegar ný ríkisstjórn tekur við, og efnahagurinn gengur vel, er hægt að glíma á uppbyggilegari hátt við vandamálin í tengslum við katalóníu og þá gæti komist á meiri stöðugleiki næstu fjögur árin,“ segir hann.Ignacio Molina prófessor í stjórnmálafræði við Elcano Royal Institute í Madríd telur að áhrif popúlista verði takmörkuð eftir kosningar.Mynd/BaldurSósíalistaflokkurinn, flokkur forsætisráðherrans Pedro Sanchez, mælist sterkastur í skoðanakönnunum með um fjórðungsfylgi. Þjóðarflokkurinn sem er hinn hefðbundni hægriflokkur mælist með um tuttugu prósent og frjálslyndi borgaraflokkurinn með um fimmtán. Vinstripopúlistaflokkurinn Podemos og hægripopúlistaflokkurinn VOX mælast báðir rétt yfir 12 prósentum. Molina telur þá ólíkega til að rugga bátnum eftir kosningar ólíkt popúlístaflokkum í mörgum öðrum Evrópuríkjum. „Ég tel að þessir tveir flokkar verði ekki nægilega sterkir til að koma stjórnmálakerfinu úr skorðum,“ segir hann og bendir á að Podemos og VOX séu til dæmis ekki harðlínuflokkar þegar kemur að málefnum Evrópusambandsins. „Þessir flokkar, þó þeir séu popúlistaflokkar, eru ekki á móti Evrópusambandinu sem er áhugavert í samanburði við vinstri- og hægripopúlista í Evrópu sem telja ESb slæman hlut. Jafnvel róttæku flokkarnir á Spáni eru hlynntari auknu evrópsku samstarfi.“
Spánn Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15