Engin ummerki um leka til RÚV í tölvupóstum Más Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 19:20 Már Guðmundsson Seðlabankastjóri. fbl/stefán Ekkert í tölvupósthólfum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra eða gögnum í skjalakerfi bankans bendir til þess að bankinn hafi veitt Ríkisútvarpinu trúnaðarupplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja í mars árið 2012. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn forsætisráðherra vegna Samherjamálsins sem birt var á vef ráðuneytisins í dag. Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Í framhaldi af móttöku greinargerðar bankaráðs Seðlabankans um Samherjamálið, sem barst ráðuneytinu í febrúar, óskaði forsætisráðherra eftir nánari upplýsingum, skýringum og gögnum um þrjá þætti málsins, m.a. um meinta upplýsingagjöf starfsmanna Seðlabankans til Ríkisútvarpsins um áðurnefnda húsleit hjá Samherja þann 12. mars 2012. Forsætisráðherra vísar til erindis sem barst frá umboðsmanni Alþingis. Í erindinu segir að umboðsmanni hafi borist upplýsingar um samskipti starfsmanna Seðlabankans og Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar sem gefi tilefni til að kalla eftir því hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmenn RÚV um málið. Í svari Seðlabankans kemur fram að farið hafi verið yfir afrit gagna í tölvupósthólfum seðlabankastjóra, Más Guðjónssonar, og fyrrum aðstoðarseðlabankastjóra á tímabilinu 1.janúar 2012 til 31. mars 2012. Einnig hafi verið farið yfir gögn í skjalakerfi bankans eða eftir atvikum gögn sem geymd voru í skjalageymslu bankans. „Ekkert hefur komið fram í þeirri yfirferð sem styður við að Ríkisútvarpinu hafi verið veittar trúnaðarupplýsingar og að seðlabankastjóri eða aðstoðarseðlabankastjóri hafi haft um það vitneskju og hvað þá heimilað,“ segir jafnframt í svarinu. Forsætisráðuneytið mun á næstu vikum leggja endanlegt mat á efnisatriði málsins og hvort tilefni sé til frekari gagnaöflunar eða viðbragða á grundvelli athugunar ráðuneytisins, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Sjá meira
Ekkert í tölvupósthólfum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra eða gögnum í skjalakerfi bankans bendir til þess að bankinn hafi veitt Ríkisútvarpinu trúnaðarupplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja í mars árið 2012. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn forsætisráðherra vegna Samherjamálsins sem birt var á vef ráðuneytisins í dag. Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Í framhaldi af móttöku greinargerðar bankaráðs Seðlabankans um Samherjamálið, sem barst ráðuneytinu í febrúar, óskaði forsætisráðherra eftir nánari upplýsingum, skýringum og gögnum um þrjá þætti málsins, m.a. um meinta upplýsingagjöf starfsmanna Seðlabankans til Ríkisútvarpsins um áðurnefnda húsleit hjá Samherja þann 12. mars 2012. Forsætisráðherra vísar til erindis sem barst frá umboðsmanni Alþingis. Í erindinu segir að umboðsmanni hafi borist upplýsingar um samskipti starfsmanna Seðlabankans og Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar sem gefi tilefni til að kalla eftir því hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmenn RÚV um málið. Í svari Seðlabankans kemur fram að farið hafi verið yfir afrit gagna í tölvupósthólfum seðlabankastjóra, Más Guðjónssonar, og fyrrum aðstoðarseðlabankastjóra á tímabilinu 1.janúar 2012 til 31. mars 2012. Einnig hafi verið farið yfir gögn í skjalakerfi bankans eða eftir atvikum gögn sem geymd voru í skjalageymslu bankans. „Ekkert hefur komið fram í þeirri yfirferð sem styður við að Ríkisútvarpinu hafi verið veittar trúnaðarupplýsingar og að seðlabankastjóri eða aðstoðarseðlabankastjóri hafi haft um það vitneskju og hvað þá heimilað,“ segir jafnframt í svarinu. Forsætisráðuneytið mun á næstu vikum leggja endanlegt mat á efnisatriði málsins og hvort tilefni sé til frekari gagnaöflunar eða viðbragða á grundvelli athugunar ráðuneytisins, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins.
Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Sjá meira
Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42
Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16
Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15