Forseti NRA segir sér bolað burt Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2019 22:15 Oliver North er í miklum metum hjá íhaldsmönnum í Bandaríkjunum. Getty/Daniel Acker Fyrrverandi undirofurstinn Oliver North segist neyddur til að draga framboð sitt til áframhaldandi forsetastarfa fyrir bandarísku skotvopnasamtökin, NRA, til baka. Verið sé að bola honum burt vegna ásakana hans um að aðrir forkólfar NRA hafi farið glæpsamlega með fjármuni samtakanna. North greindi frá ákvörðun sinni í bréfi sem lesið var upp á aðalþingi samtakanna í Indianapolis í dag. Í bréfinu, sem einn stjórnarmanna NRA er sagður hafa kynnt fyrir viðstöddum, segist North hafa vonast til að geta boðið sig fram til endurkjörs, en kjörtímabili hans lýkur á mánudag. „Mér hefur við tjáð að af því verði hins vegar ekki,“ skrifar North. Mikil ólga hefur verið í framvarðasveit NRA á síðustu dögum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Wayne LaPierre, sendi bréf til stjórnarmanna NRA á fimmtudag þar sem hann sakaði fyrrnefndan North um að reyna að setja sig af. Framkvæmdastjóri NRA, Wayne LaPierre, horfir hér í átt að auðu sæti forsetans á aðalþingi NRA.Getty/Daniel AckerÞað hafi forsetinn ætlað sér að gera með því að opinbera miður fallegar upplýsingar um framkvæmdastjórann, sem væru til þess fallnar að niðurlægja LaPierre og kasta rýrð á samtökin. Það, að mati LaPierre, myndi aðeins grafa undan baráttunni fyrir öðru stjórnarskrárákvæðinu, sem kveður á um rétt Bandaríkjamanna til þess að bera vopn. North svaraði skrifum framkvæmdastjórans í gær. Í bréfi sem hann sendi til sömu stjórnarmanna ver hann ákvarðanir sínar og segir þær til þess fallnar að styrkja ímynd NRA. Þá ætli hann sér að stofna nefnd sem muni taka fjármál samtakanna til skoðunar. Ekki virðist vera vanþörf á ef marka má fréttaflutning bandarískra miðla. Þannig á ríkissaksóknari New York-ríkis að hafa hafið rannsókn á undanþágum NRA frá skatti og krafist gagna sem varpa ljósi á fjárhagsstöðu samtakanna. Meðlimir bandarísku skotvopnasamtakanna eru rúmlega 5 milljón talsins og eru þau án efa öflugustu talsmenn síns málstaðar vestanhafs. Samtökin hafa unnið náið með þingmönnum á síðustu áratugum og eru þau talin hafa leikið lykilhlutverk í baráttunni gegn strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratugnum vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. 7. maí 2018 22:58 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Fyrrverandi undirofurstinn Oliver North segist neyddur til að draga framboð sitt til áframhaldandi forsetastarfa fyrir bandarísku skotvopnasamtökin, NRA, til baka. Verið sé að bola honum burt vegna ásakana hans um að aðrir forkólfar NRA hafi farið glæpsamlega með fjármuni samtakanna. North greindi frá ákvörðun sinni í bréfi sem lesið var upp á aðalþingi samtakanna í Indianapolis í dag. Í bréfinu, sem einn stjórnarmanna NRA er sagður hafa kynnt fyrir viðstöddum, segist North hafa vonast til að geta boðið sig fram til endurkjörs, en kjörtímabili hans lýkur á mánudag. „Mér hefur við tjáð að af því verði hins vegar ekki,“ skrifar North. Mikil ólga hefur verið í framvarðasveit NRA á síðustu dögum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Wayne LaPierre, sendi bréf til stjórnarmanna NRA á fimmtudag þar sem hann sakaði fyrrnefndan North um að reyna að setja sig af. Framkvæmdastjóri NRA, Wayne LaPierre, horfir hér í átt að auðu sæti forsetans á aðalþingi NRA.Getty/Daniel AckerÞað hafi forsetinn ætlað sér að gera með því að opinbera miður fallegar upplýsingar um framkvæmdastjórann, sem væru til þess fallnar að niðurlægja LaPierre og kasta rýrð á samtökin. Það, að mati LaPierre, myndi aðeins grafa undan baráttunni fyrir öðru stjórnarskrárákvæðinu, sem kveður á um rétt Bandaríkjamanna til þess að bera vopn. North svaraði skrifum framkvæmdastjórans í gær. Í bréfi sem hann sendi til sömu stjórnarmanna ver hann ákvarðanir sínar og segir þær til þess fallnar að styrkja ímynd NRA. Þá ætli hann sér að stofna nefnd sem muni taka fjármál samtakanna til skoðunar. Ekki virðist vera vanþörf á ef marka má fréttaflutning bandarískra miðla. Þannig á ríkissaksóknari New York-ríkis að hafa hafið rannsókn á undanþágum NRA frá skatti og krafist gagna sem varpa ljósi á fjárhagsstöðu samtakanna. Meðlimir bandarísku skotvopnasamtakanna eru rúmlega 5 milljón talsins og eru þau án efa öflugustu talsmenn síns málstaðar vestanhafs. Samtökin hafa unnið náið með þingmönnum á síðustu áratugum og eru þau talin hafa leikið lykilhlutverk í baráttunni gegn strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratugnum vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. 7. maí 2018 22:58 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratugnum vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. 7. maí 2018 22:58