Segir Skota þurfa að taka völdin á ný Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. apríl 2019 09:00 Nicola Sturgeon, leiðtogi SNP. Fréttablaðið/Ernir Breskt þingræði er í lamasessi og því þurfa Skotar sjálfir að taka ákvörðun um framtíð þjóðarinnar. Þetta sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins (SNP) og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, á landsfundi flokksins í gær. „Atburðarás síðustu þriggja ára hefur leitt það í ljós, og það er hafið yfir allan vafa, að í augum Skotlands er Westminster-kerfið ekki að virka,“ hafði Reuters eftir Sturgeon. Skoski leiðtoginn bætti því svo við að nú væri það undir SNP komið að afla meiri stuðnings fyrir sjálfstæði. „Og að tryggja það að stjórnvöld í Westminster geti ekki staðið í vegi fyrir rétti Skota til þess að taka þessa ákvörðun.“ Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýrri könnun YouGov. Alls segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. 51 prósent er andvígt sjálfstæði og munurinn því afar lítill. Ef litið er til könnunar YouGov frá því í júní í fyrra má sjá að staðan hefur breyst nokkuð. Þá sögðust 45 prósent fylgjandi sjálfstæði en 55 prósent sögðu nei. Greinendur YouGov vilja meina að hægt sé að rekja þessa þróun til sívaxandi óánægju Skota með gang mála í útgöngumálum, en meirihluti Skota lagðist gegn útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Breskt þingræði er í lamasessi og því þurfa Skotar sjálfir að taka ákvörðun um framtíð þjóðarinnar. Þetta sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins (SNP) og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, á landsfundi flokksins í gær. „Atburðarás síðustu þriggja ára hefur leitt það í ljós, og það er hafið yfir allan vafa, að í augum Skotlands er Westminster-kerfið ekki að virka,“ hafði Reuters eftir Sturgeon. Skoski leiðtoginn bætti því svo við að nú væri það undir SNP komið að afla meiri stuðnings fyrir sjálfstæði. „Og að tryggja það að stjórnvöld í Westminster geti ekki staðið í vegi fyrir rétti Skota til þess að taka þessa ákvörðun.“ Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýrri könnun YouGov. Alls segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. 51 prósent er andvígt sjálfstæði og munurinn því afar lítill. Ef litið er til könnunar YouGov frá því í júní í fyrra má sjá að staðan hefur breyst nokkuð. Þá sögðust 45 prósent fylgjandi sjálfstæði en 55 prósent sögðu nei. Greinendur YouGov vilja meina að hægt sé að rekja þessa þróun til sívaxandi óánægju Skota með gang mála í útgöngumálum, en meirihluti Skota lagðist gegn útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira