Höfðu nánast daglegt eftirlit með stöðu WOW í marga mánuði Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2019 11:36 Áhyggjur af stöðu WOW air vöknuðu strax á haustmánuðum í fyrra. Vísir/vilhelm Samgöngustofa hafði nánast daglegt eftirlit með rekstri flugfélagsins WOW air frá haustmánuðum og þar til félagið fór í þrot í lok mars. Þetta kemur fram í samantekt stjórnarráðsins á viðbrögðum stjórnvalda við falli WOW air sem birt var á vef ráðuneyta í dag. Eftirlit Samgöngustofu laut fyrst og fremst að því hvort öryggiskröfum og fjárhagskröfum væri fullnægt. Þá hafa fundir fulltrúa Samgöngustofu og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á tímabilinu einnig verið reglulegir, a.m.k. vikulegir. Í aðdraganda falls WOW var Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, innt eftir því hvernig eftirliti stofnunarinnar með félaginu væri háttað. Hún sagðist þá ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga en sagði eftirlit með fjárhag og flugöryggi slíkra félaga geta verið mjög ítarlegt hverju sinni. Þá hafði Björgólfur Jóhannsson fyrrverandi forstjóri Icelandair Group gagnrýnt eftirlitsaðila í ljósi stöðu WOW air og sagði Samgöngustofu m.a. hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart félaginu. Á meðal annarra viðbragða stjórnvalda við falli WOW air er aukið fjármagn til Vinnumálastofnunar og heilbrigðisstofnana vegna atvinnuleysis, úrræði fyrir námsmenn sem misst hafa vinnuna, fundir ráðherra með fulltrúum sveitarfélaga, mennta- og heilbrigðisstofnana og viðbúnaðarhópur sem komið var á fót vegna heimflutnings farþega WOW air. Þá verður einnig komið til móts við þarfir samfélagsins á Suðurnesjum og viðbragðsaðilar hinna ýmsu stofnana virkjaðar. Heildarsamantekt stjórnvalda og aðgerðir hvers ráðherra fyrir sig má nálgast hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. 9. apríl 2019 12:15 Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air í fyrra Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar. 10. apríl 2019 06:15 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Samgöngustofa hafði nánast daglegt eftirlit með rekstri flugfélagsins WOW air frá haustmánuðum og þar til félagið fór í þrot í lok mars. Þetta kemur fram í samantekt stjórnarráðsins á viðbrögðum stjórnvalda við falli WOW air sem birt var á vef ráðuneyta í dag. Eftirlit Samgöngustofu laut fyrst og fremst að því hvort öryggiskröfum og fjárhagskröfum væri fullnægt. Þá hafa fundir fulltrúa Samgöngustofu og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á tímabilinu einnig verið reglulegir, a.m.k. vikulegir. Í aðdraganda falls WOW var Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, innt eftir því hvernig eftirliti stofnunarinnar með félaginu væri háttað. Hún sagðist þá ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga en sagði eftirlit með fjárhag og flugöryggi slíkra félaga geta verið mjög ítarlegt hverju sinni. Þá hafði Björgólfur Jóhannsson fyrrverandi forstjóri Icelandair Group gagnrýnt eftirlitsaðila í ljósi stöðu WOW air og sagði Samgöngustofu m.a. hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni gagnvart félaginu. Á meðal annarra viðbragða stjórnvalda við falli WOW air er aukið fjármagn til Vinnumálastofnunar og heilbrigðisstofnana vegna atvinnuleysis, úrræði fyrir námsmenn sem misst hafa vinnuna, fundir ráðherra með fulltrúum sveitarfélaga, mennta- og heilbrigðisstofnana og viðbúnaðarhópur sem komið var á fót vegna heimflutnings farþega WOW air. Þá verður einnig komið til móts við þarfir samfélagsins á Suðurnesjum og viðbragðsaðilar hinna ýmsu stofnana virkjaðar. Heildarsamantekt stjórnvalda og aðgerðir hvers ráðherra fyrir sig má nálgast hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. 9. apríl 2019 12:15 Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air í fyrra Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar. 10. apríl 2019 06:15 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. 9. apríl 2019 12:15
Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air í fyrra Einskiptiskostnaður upp á nærri tíu milljarða króna féll á WOW air á síðasta ári vegna meðal annars uppsagna á leigusamningum um farþegavélar. 10. apríl 2019 06:15
Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15