Kasta upp lyfinu og selja áfram Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2019 19:00 Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni. Lyfið suboxone er hægvirkandi ópíumlyf og ætlað sjúklingum í viðhaldsmeðferð við heróín- og morfínfíkn til þess að koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. Lyfið er í töfluformi en á síðustu árum hefur misnotkun þess verið tengd við lyfjaeitranir sé það ekki tekið inn á réttan hátt. Á Litla-Hrauni ávísa læknar lyfinu sem Vogur útvegar. Í dag eru um tuttugu fangar að fá lyfið eða um fimmtungur þeirra sem sitja inni. Lyfið er þó í meiri dreifingu og hefur mælst í föngum sem eiga ekki að fá það. Formaður Afstöðu og fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist innan Litla-Hrauns og að suboxone sé einna algengast. „Árið 2007 fóru fangelsisyfirvöld í stríð gegn vægum fíkniefnum og þá kom þessi vandi upp. Ástandið er miklu verra heldur en það var fyrir áratug síðan. Það er ekki hægt að líkja þessu saman," segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.FBL/EyþórHvernig þá? „Í dag eru lyf og hættulegri efni í umferð. Menn hafa dáið af þeim og verið fluttir á spítala margoft."Hvernig eru menn að komast yfir þetta? „Þetta er fengið frá læknum, þetta er fengið frá SÁA og það er allur gangur á því," segir Guðmundur. Síðasta sumar var suboxone bætt á bannlista Embættis Landlæknis yfir lyf sem ekki má nota í fangelsum nema í neyðartilvikum. Þar segir að lyfið megi einungis nota í undantekningartilvikum, í samvinnu við lækna á sjúkrahúsinu Vogi. Meðferðin eigi að hefjast á síðustu vikum afplánunar, í lægsta mögulega skammti. Um sé að ræða meðferð sem eigi að vera framhaldið á Vogi eftir afplánun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fyrirkomulagið ekki með þessum hætti. Dæmi eru um að fangar kasti upp lyfinu eftir lyfjagjöf og selji áfram á um tíu þúsund krónur. Guðmundur telur að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sjá um lyfjagjöfina. „Fangaverðir dreifa lyfjunum til þeirra sem eiga að fá lyf. Ég veit að þeir eru á móti því og við erum á móti því. Það þarf að þróa aðrar leiðir og það þarf að leyfa viðeigandi lyf og bæta þessa lyfjagjöf," segir Guðmundur. Fangelsismál Lyf Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni. Lyfið suboxone er hægvirkandi ópíumlyf og ætlað sjúklingum í viðhaldsmeðferð við heróín- og morfínfíkn til þess að koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. Lyfið er í töfluformi en á síðustu árum hefur misnotkun þess verið tengd við lyfjaeitranir sé það ekki tekið inn á réttan hátt. Á Litla-Hrauni ávísa læknar lyfinu sem Vogur útvegar. Í dag eru um tuttugu fangar að fá lyfið eða um fimmtungur þeirra sem sitja inni. Lyfið er þó í meiri dreifingu og hefur mælst í föngum sem eiga ekki að fá það. Formaður Afstöðu og fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist innan Litla-Hrauns og að suboxone sé einna algengast. „Árið 2007 fóru fangelsisyfirvöld í stríð gegn vægum fíkniefnum og þá kom þessi vandi upp. Ástandið er miklu verra heldur en það var fyrir áratug síðan. Það er ekki hægt að líkja þessu saman," segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.FBL/EyþórHvernig þá? „Í dag eru lyf og hættulegri efni í umferð. Menn hafa dáið af þeim og verið fluttir á spítala margoft."Hvernig eru menn að komast yfir þetta? „Þetta er fengið frá læknum, þetta er fengið frá SÁA og það er allur gangur á því," segir Guðmundur. Síðasta sumar var suboxone bætt á bannlista Embættis Landlæknis yfir lyf sem ekki má nota í fangelsum nema í neyðartilvikum. Þar segir að lyfið megi einungis nota í undantekningartilvikum, í samvinnu við lækna á sjúkrahúsinu Vogi. Meðferðin eigi að hefjast á síðustu vikum afplánunar, í lægsta mögulega skammti. Um sé að ræða meðferð sem eigi að vera framhaldið á Vogi eftir afplánun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fyrirkomulagið ekki með þessum hætti. Dæmi eru um að fangar kasti upp lyfinu eftir lyfjagjöf og selji áfram á um tíu þúsund krónur. Guðmundur telur að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sjá um lyfjagjöfina. „Fangaverðir dreifa lyfjunum til þeirra sem eiga að fá lyf. Ég veit að þeir eru á móti því og við erum á móti því. Það þarf að þróa aðrar leiðir og það þarf að leyfa viðeigandi lyf og bæta þessa lyfjagjöf," segir Guðmundur.
Fangelsismál Lyf Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira