Ilhan Omar sögð hata Bandaríkin eftir ummæli um 11. september sem hún segir slitin úr samhengi Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 15:03 Ilhan Omar hefur verið gagnrýnd af andstæðingum sínum en studd af samflokksmönnum Getty/Bloomberg/NewYorkPost Ilhan Omar, þingkona demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota, segir að ekki verði þaggað niður í henni. Þingkonan hefur verið harðlega gagnrýnd af stuðningsmönnum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og samflokksmönnum hans í Repúblikanaflokknum. Gagnrýnin kemur til vegna ummæla sem andstæðingar hennar telja að hafi gert lítið úr hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnanna í New York, 11. september 2011. BBC greinir frá. Einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001 Donald Trump deildi á dögunum myndbandi með fylgjendum sínum á Twitter, á myndbandinu, sem nú hefur verið fest (e. Pinned), sést Omar í pontu á fjórða árlega málsverði stofnunarinnar CAIR (Council on American-Islamic Relations) í Kalíforníu. Myndbandinu fylgdi textinn VIÐ MUNUM ALDREI GLEYMA (WE WILL NEVER FORGET). Þar segir hún að CAIR hafi verið stofnað eftir að einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001, og vísar þar til hryðjuverkaárásarinnar. Myndskeiðið sem Trump birtir inniheldur þennan ræðubút og er hann klipptur á milli fréttamynda frá deginum örlagaríka í New York. WE WILL NEVER FORGET! pic.twitter.com/VxrGFRFeJM — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2019 Repúblikanar hafa gagnrýnt þingkonuna ungu fyrir þessi ummæli og segja hana gera lítið úr hryðjuverkaárásunum með þeim. Samflokksmenn Omar í Demókrataflokknum hafa varið hana og segja ummælin tekin úr samhengi en ummælin voru hluti 20 mínútna langrar ræðu sem Omar hélt 23. mars síðastliðinn. Ummælin hluti af tuttugu mínútna langri ræðu„Ummælin í heild sinni voru eitthvað á þessa leið: „Hér er sannleikurinn. Í allt of langan tíma höfum við [múslimar] þurft að lifa sem annars flokks borgarar og í hreinskilni sagt er ég þreytt á því, hver einasti múslimi í þessu landi ætti að vera orðinn þreyttur á því,“ segir Omar áður en kemur að ummælin sem birtast í myndbandi Trump. „CAIR var stofnað eftir 11.september af því að þau áttuðu sig á því að einhverjir gerðu eitthvað og við öll misstum réttindi okkar í kjölfarið,“ sagði Omar.Omar sem sagði í ræðunni að CAIR hafi verið stofnað 2001 leiðrétti það seinna meir eftir að Washington Post hafði bent á að samtökin voru stofnuð 1994. Omar sagði að það sem hún hefði viljað sagt hafa væri að fjöldi félagsmanna hefði meira en tvöfaldast eftir árásirnar.Ræðubrotið komst í umræðuna vestanhafs 9. Apríl síðastliðinn og gagnrýndu fjöldi repúblikana þingkonuna harðlega og sögðu hana vera bæði stunda gyðingahatur og hatur á Bandaríkjunum sjálfum (anti-semitic and anti-american). Það voru þó ekki bara Repúblikanar á Twitter sem tóku ummælum Ilhan Omar illla. Dagblaðið New York Post birti mynd af tvíburaturnunum á forsíðu blaðsins með orðunum „Hér er eitthvað – 2.977 látnir vegna hryðjuverka.“ Forsíðan var gagnrýnd af stuðningsmönnum Omar en stuðningsmenn Trump fögnuðu henni mjög. Daginn eftir birti Trump myndbandið fræga á Twitter síðu sinni. Stuðningsmenn Omar tóku aftur til varnar og þar á meðal voru fjöldi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Stuðningsmenn hennar sögðu forsetann vera að hvetja til ofbeldis með framferði sínu.Í gærkvöldi þakkaði þingkonan, sem er önnur konan sem aðhyllist múslimatrú sem kjörin er á þing og sú fyrsta sem klæðist hijab höfuðklæði, fyrir veittan stuðning í baráttunni gegn ríkisstjórn sem byggði framboð sitt á því að banna múslimum inngöngu til Bandaríkjanna, og í baráttunni fyrir Bandaríkjunum sem allir ættu skilið. Bandaríkin Donald Trump Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Ilhan Omar, þingkona demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota, segir að ekki verði þaggað niður í henni. Þingkonan hefur verið harðlega gagnrýnd af stuðningsmönnum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og samflokksmönnum hans í Repúblikanaflokknum. Gagnrýnin kemur til vegna ummæla sem andstæðingar hennar telja að hafi gert lítið úr hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnanna í New York, 11. september 2011. BBC greinir frá. Einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001 Donald Trump deildi á dögunum myndbandi með fylgjendum sínum á Twitter, á myndbandinu, sem nú hefur verið fest (e. Pinned), sést Omar í pontu á fjórða árlega málsverði stofnunarinnar CAIR (Council on American-Islamic Relations) í Kalíforníu. Myndbandinu fylgdi textinn VIÐ MUNUM ALDREI GLEYMA (WE WILL NEVER FORGET). Þar segir hún að CAIR hafi verið stofnað eftir að einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001, og vísar þar til hryðjuverkaárásarinnar. Myndskeiðið sem Trump birtir inniheldur þennan ræðubút og er hann klipptur á milli fréttamynda frá deginum örlagaríka í New York. WE WILL NEVER FORGET! pic.twitter.com/VxrGFRFeJM — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2019 Repúblikanar hafa gagnrýnt þingkonuna ungu fyrir þessi ummæli og segja hana gera lítið úr hryðjuverkaárásunum með þeim. Samflokksmenn Omar í Demókrataflokknum hafa varið hana og segja ummælin tekin úr samhengi en ummælin voru hluti 20 mínútna langrar ræðu sem Omar hélt 23. mars síðastliðinn. Ummælin hluti af tuttugu mínútna langri ræðu„Ummælin í heild sinni voru eitthvað á þessa leið: „Hér er sannleikurinn. Í allt of langan tíma höfum við [múslimar] þurft að lifa sem annars flokks borgarar og í hreinskilni sagt er ég þreytt á því, hver einasti múslimi í þessu landi ætti að vera orðinn þreyttur á því,“ segir Omar áður en kemur að ummælin sem birtast í myndbandi Trump. „CAIR var stofnað eftir 11.september af því að þau áttuðu sig á því að einhverjir gerðu eitthvað og við öll misstum réttindi okkar í kjölfarið,“ sagði Omar.Omar sem sagði í ræðunni að CAIR hafi verið stofnað 2001 leiðrétti það seinna meir eftir að Washington Post hafði bent á að samtökin voru stofnuð 1994. Omar sagði að það sem hún hefði viljað sagt hafa væri að fjöldi félagsmanna hefði meira en tvöfaldast eftir árásirnar.Ræðubrotið komst í umræðuna vestanhafs 9. Apríl síðastliðinn og gagnrýndu fjöldi repúblikana þingkonuna harðlega og sögðu hana vera bæði stunda gyðingahatur og hatur á Bandaríkjunum sjálfum (anti-semitic and anti-american). Það voru þó ekki bara Repúblikanar á Twitter sem tóku ummælum Ilhan Omar illla. Dagblaðið New York Post birti mynd af tvíburaturnunum á forsíðu blaðsins með orðunum „Hér er eitthvað – 2.977 látnir vegna hryðjuverka.“ Forsíðan var gagnrýnd af stuðningsmönnum Omar en stuðningsmenn Trump fögnuðu henni mjög. Daginn eftir birti Trump myndbandið fræga á Twitter síðu sinni. Stuðningsmenn Omar tóku aftur til varnar og þar á meðal voru fjöldi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Stuðningsmenn hennar sögðu forsetann vera að hvetja til ofbeldis með framferði sínu.Í gærkvöldi þakkaði þingkonan, sem er önnur konan sem aðhyllist múslimatrú sem kjörin er á þing og sú fyrsta sem klæðist hijab höfuðklæði, fyrir veittan stuðning í baráttunni gegn ríkisstjórn sem byggði framboð sitt á því að banna múslimum inngöngu til Bandaríkjanna, og í baráttunni fyrir Bandaríkjunum sem allir ættu skilið.
Bandaríkin Donald Trump Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira