Bið eftir viðbrögðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. apríl 2019 06:15 Julian Assange var borinn út úr sendiráði Ekvador í London fyrir helgi. Hann hefur verið ákærður fyrir meinta netglæpi. Alberto Pezzali/NurPhoto „Þetta tiltekna mál er til meðhöndlunar innan dómskerfis annars ríkis og utanríkisráðherra tjáir sig því ekki um það að svo stöddu,“ segir í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort íslensk stjórnvöld hyggist beita sér í þágu mannréttinda Julian Assange, sem handtekinn var í sendiráði Ekvador í London í síðustu viku. Í viðtali í Silfrinu síðastliðinn sunnudag sagði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, sjálfsagt að mál Julian fengi einhverja skoðun hjá íslenskum stjórnvöldum. Tengsl máls hans við landið og íslenska fjölmiðla væru augljós enda brotin sem hann er ákærður fyrir í raun framin hér á landi. Vísaði hann þar til gagna og myndefnis sem lekið var á síðu Wikileaks um stríðsglæpi bandaríska hersins í Bagdad og fréttastofa RÚV sagði fyrst allra fréttamiðla í heiminum frá þann 5. apríl 2010. Umrædd gögn eru grundvöllur ákærunnar sem krafa bandarískra yfirvalda um framsal Julian Assange byggir á. Hvort íslensk stjórnvöld telji mögulegt að taka mál Julian fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna er ekki skýrt af svari við fyrirspurn blaðsins en í því segir að ráðið fundi að jafnaði aðeins í föstum fundarlotum en þess á milli taki ráðið ekki afstöðu til einstakra mála. Næsta lota ráðsins hefst 24. júní. „Við erum sammála um að það þurfi að bregðast við, en með hvaða hætti kemur í ljós,“ segir Milla Ósk Magnúsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna á RÚV. Aðspurð segir Milla stjórnina þó ekki nálgast málið á þeim grundvelli að það tengist fréttastofunni sérstaklega. „Við leggjum þvert á móti sérstaka áherslu á að bregðast ekki við vegna þess að málið tengist okkur sérstaklega eða að við séum í sérstöðu vegna málsins, heldur vegna grundvallarprinsippa í stéttinni.“ Hún segir stjórnina hafa hist einu sinni vegna málsins og munu funda aftur eftir páska og ákveða þá framhaldið. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að málið verði rætt á stjórnarfundi eftir páska og að þá megi ætla að málið verði bæði rætt á ársþingi Evrópusamtaka blaðamanna í maí og á þingi Alþjóðasambands blaðamanna í júní. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Svíþjóð Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
„Þetta tiltekna mál er til meðhöndlunar innan dómskerfis annars ríkis og utanríkisráðherra tjáir sig því ekki um það að svo stöddu,“ segir í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort íslensk stjórnvöld hyggist beita sér í þágu mannréttinda Julian Assange, sem handtekinn var í sendiráði Ekvador í London í síðustu viku. Í viðtali í Silfrinu síðastliðinn sunnudag sagði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, sjálfsagt að mál Julian fengi einhverja skoðun hjá íslenskum stjórnvöldum. Tengsl máls hans við landið og íslenska fjölmiðla væru augljós enda brotin sem hann er ákærður fyrir í raun framin hér á landi. Vísaði hann þar til gagna og myndefnis sem lekið var á síðu Wikileaks um stríðsglæpi bandaríska hersins í Bagdad og fréttastofa RÚV sagði fyrst allra fréttamiðla í heiminum frá þann 5. apríl 2010. Umrædd gögn eru grundvöllur ákærunnar sem krafa bandarískra yfirvalda um framsal Julian Assange byggir á. Hvort íslensk stjórnvöld telji mögulegt að taka mál Julian fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna er ekki skýrt af svari við fyrirspurn blaðsins en í því segir að ráðið fundi að jafnaði aðeins í föstum fundarlotum en þess á milli taki ráðið ekki afstöðu til einstakra mála. Næsta lota ráðsins hefst 24. júní. „Við erum sammála um að það þurfi að bregðast við, en með hvaða hætti kemur í ljós,“ segir Milla Ósk Magnúsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna á RÚV. Aðspurð segir Milla stjórnina þó ekki nálgast málið á þeim grundvelli að það tengist fréttastofunni sérstaklega. „Við leggjum þvert á móti sérstaka áherslu á að bregðast ekki við vegna þess að málið tengist okkur sérstaklega eða að við séum í sérstöðu vegna málsins, heldur vegna grundvallarprinsippa í stéttinni.“ Hún segir stjórnina hafa hist einu sinni vegna málsins og munu funda aftur eftir páska og ákveða þá framhaldið. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að málið verði rætt á stjórnarfundi eftir páska og að þá megi ætla að málið verði bæði rætt á ársþingi Evrópusamtaka blaðamanna í maí og á þingi Alþjóðasambands blaðamanna í júní.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Svíþjóð Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira