Viðhafnarsprenging í Dýrafirði á morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2019 17:15 Byrjað var að grafa frá jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar í júlí 2017. Fjær sést í Mjólkárvirkjun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Boðað hefur verið til mannfagnaðar í Dýrafirði á morgun í tilefni þess að þá verður slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum. Áformað er að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra rjúfi síðasta haftið með sérstakri viðhafnarsprengingu klukkan 14.30. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð á Íslandi gengið jafn vel og þessi. Fyrsta sprenging var þann 14. september 2017 og tók því aðeins nítján mánuði að bora þessa 5.300 metra. Engar alvarlegar tafir hafa orðið á verktíma og hvorki vatnsæðar né erfitt berg truflað verkið. Þá var sett Íslandsmet í gangnagreftri í byrjun ársins þegar bormönnum tókst að grafa 111 metra á einni viku.Frá Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöng leysa af þennan erfiða fjallveg.Vísir/Egill.Verktakarnir Suðurverk og Metrostav bjóða til hátíðarhaldanna og er áhugasömum bent á að mæta á bílastæði við Kjaranstaði innan við Dýrafjarðarbrú klukkan 12.45. Stór rúta mun ferja fólk þaðan inn á vinnusvæðið. Einnig munu tvær rútur flytja fólk frá Ísafirði inn að göngum og aftur til baka, að því er fram kemur á Þingeyrarvefnum. Fólki er bent á að taka mið af aðstæðum við val á skóbúnaði og fatnaði. Tekið er fram að ekki sé stætt á því að hleypa undir 18 ára inn á vinnusvæðið. Formleg dagskrá hefst klukkan 14 með ávörpum. Karlakórinn Ernir flytur 2-3 lög áður en ráðherra sprengir. Síðan verður gestum boðið á að fara með smárútum inn í jarðgöngin að gegnumbrotinu en þar verða kaffiveitingar í útskoti. Þar gefst fólki jafnframt kostur á að næla sér í skrautsteina úr göngunum. Gert er ráð fyrir að smárútur ferji fólk út úr göngum klukkan 15.30 og í stærri rútur og klukkan 17 verður síðasti útmokstur verktaka. Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Boðað hefur verið til mannfagnaðar í Dýrafirði á morgun í tilefni þess að þá verður slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum. Áformað er að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra rjúfi síðasta haftið með sérstakri viðhafnarsprengingu klukkan 14.30. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð á Íslandi gengið jafn vel og þessi. Fyrsta sprenging var þann 14. september 2017 og tók því aðeins nítján mánuði að bora þessa 5.300 metra. Engar alvarlegar tafir hafa orðið á verktíma og hvorki vatnsæðar né erfitt berg truflað verkið. Þá var sett Íslandsmet í gangnagreftri í byrjun ársins þegar bormönnum tókst að grafa 111 metra á einni viku.Frá Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöng leysa af þennan erfiða fjallveg.Vísir/Egill.Verktakarnir Suðurverk og Metrostav bjóða til hátíðarhaldanna og er áhugasömum bent á að mæta á bílastæði við Kjaranstaði innan við Dýrafjarðarbrú klukkan 12.45. Stór rúta mun ferja fólk þaðan inn á vinnusvæðið. Einnig munu tvær rútur flytja fólk frá Ísafirði inn að göngum og aftur til baka, að því er fram kemur á Þingeyrarvefnum. Fólki er bent á að taka mið af aðstæðum við val á skóbúnaði og fatnaði. Tekið er fram að ekki sé stætt á því að hleypa undir 18 ára inn á vinnusvæðið. Formleg dagskrá hefst klukkan 14 með ávörpum. Karlakórinn Ernir flytur 2-3 lög áður en ráðherra sprengir. Síðan verður gestum boðið á að fara með smárútum inn í jarðgöngin að gegnumbrotinu en þar verða kaffiveitingar í útskoti. Þar gefst fólki jafnframt kostur á að næla sér í skrautsteina úr göngunum. Gert er ráð fyrir að smárútur ferji fólk út úr göngum klukkan 15.30 og í stærri rútur og klukkan 17 verður síðasti útmokstur verktaka.
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30
Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45