Tæplega þrjú hundruð manns handteknir á loftslagsmótmælum Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2019 22:26 Mótmæli Útrýmingarbyltingarinnar hófust í gær og eiga að standa til 29. apríl. Vísir/EPA Breska lögreglan handtók 290 mótmælendur fyrir að loka götum í miðborg London. Mótmælendurnir krefjast aðgerða í loftslagsmálum og hafa hótað því að „loka“ London í tvær vikur. Aðgerðir mótmælendanna hafa valdið miklum röskunum á umferð í London í dag. Lögreglan segir að um hálf milljón manna hafa orðið fyrir áhrifum af því að breyta þurfti 55 strætisvagnaleiðum í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hluti mótmælendanna ætli að verja nóttinni í tjöldum í miðborginni. Mótmælin ganga undir yfirskriftinni Útrýmingarbyltingin en hreyfingin sem stendur að henni hóf aðgerðir í fyrra. Félagar í henni hafa meðal annars lokað brúm, hellt gerviblóði á stéttina fyrir utan Downing-stræti, mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar BBC og hálfnaktir á þingpöllum. Hreyfingin er sögð krefjast þess að stjórnvöld „segi satt“ um loftslagsbreytingar, losun gróðurhúsalofttegunda verði hætt fyrir árið 2025 og stofnað verði borgararáð til að koma á breytingum. Sadiq Khan, borgarstjóri London, segist deila ástríðu mótmælendanna en að hann hafi miklar áhyggjur af áformum þeirra um að trufla neðanjarðarlestarferðir á morgun. Nauðsynlegt sé að fólk geti nýtt sér almenningssamgöngur til að taka á loftslagsbreytingum. „Að beina spjótum að almenningssamgöngum með þessum hætti myndu aðeins skaða málstað okkar allra sem viljum taka á loftslagsbreytingum auk þess að stefna öryggir Londonarbúa í hættu og ég biðla til hvers þess sem íhugar að gera það um að hugsa sig tvisvar um,“ segir Khan. Bretland Loftslagsmál Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Breska lögreglan handtók 290 mótmælendur fyrir að loka götum í miðborg London. Mótmælendurnir krefjast aðgerða í loftslagsmálum og hafa hótað því að „loka“ London í tvær vikur. Aðgerðir mótmælendanna hafa valdið miklum röskunum á umferð í London í dag. Lögreglan segir að um hálf milljón manna hafa orðið fyrir áhrifum af því að breyta þurfti 55 strætisvagnaleiðum í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hluti mótmælendanna ætli að verja nóttinni í tjöldum í miðborginni. Mótmælin ganga undir yfirskriftinni Útrýmingarbyltingin en hreyfingin sem stendur að henni hóf aðgerðir í fyrra. Félagar í henni hafa meðal annars lokað brúm, hellt gerviblóði á stéttina fyrir utan Downing-stræti, mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar BBC og hálfnaktir á þingpöllum. Hreyfingin er sögð krefjast þess að stjórnvöld „segi satt“ um loftslagsbreytingar, losun gróðurhúsalofttegunda verði hætt fyrir árið 2025 og stofnað verði borgararáð til að koma á breytingum. Sadiq Khan, borgarstjóri London, segist deila ástríðu mótmælendanna en að hann hafi miklar áhyggjur af áformum þeirra um að trufla neðanjarðarlestarferðir á morgun. Nauðsynlegt sé að fólk geti nýtt sér almenningssamgöngur til að taka á loftslagsbreytingum. „Að beina spjótum að almenningssamgöngum með þessum hætti myndu aðeins skaða málstað okkar allra sem viljum taka á loftslagsbreytingum auk þess að stefna öryggir Londonarbúa í hættu og ég biðla til hvers þess sem íhugar að gera það um að hugsa sig tvisvar um,“ segir Khan.
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira