Er barnið þitt með raunhæfar kröfur í íþróttum? Helgi Héðinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Margt íþróttafólk dreymir um að ná fullkominni frammistöðu í keppni og uppskera árangur í samræmi við það. Slæmu fréttirnar eru þær að það að reyna að vera fullkominn er oft það versta sem hægt er að hugsa um fyrir og í keppni. Þegar iðkanda finnst hann þurfa að standa sig fullkomlega þá er í raun ekkert svigrúm fyrir mistök og verður hugurinn heltekinn af því að forðast að gera mistök.Afleiðingarnar Kröfuharðar og ósveigjanlegar hugsanir eins og „ég verð að vinna“, og „ég má ekki vera lélegur í dag“ geta haft veruleg áhrif. Fyrir það fyrsta eykur þetta andlegt álag sem birtist í auknum kvíða og streitu. Í öðru lagi getur þetta hæglega stýrt hegðuninni sem kemur í kjölfarið. Þessar hugsanir vekja upp sterka tilhneigingu til að forðast að gera mistök sem leiðir til þess að iðkandi verður of varkár. Dæmi um þetta: Iðkandi í boltaíþrótt sendir bara einfaldar sendingar til hliðar eða til baka, reynir ekki krefjandi sendingar og tekur helst engar áhættur. Í tennis, badminton og blaki byrjar iðkandi að hugsa meira um að verjast frekar en að sækja og sendir boltann/fluguna nær miðjusvæði andstæðingsins í stað þess að senda til hliðanna og gera andstæðingnum erfiðara fyrir. Einnig er sterk tilhneiging til að gefast fyrr upp þegar illa gengur því iðkanda finnst hann búinn að klúðra og betra sé að lágmarka skaðann í stað þess að taka sénsinn á að snúa vörn í sókn. Í þriðja lagi hefur þetta veruleg áhrif á einbeitingu því þessar hugsanir heltaka athyglina. Það gefur auga leið að á sama tíma er minni athygli á þeim afmörkuðu verkefnum sem krefjast einbeitingar svo hægt sé að ná góðri frammistöðu. Þó ber að taka fram að það er gott að vera meðvitaður um mistök svo hægt sé að læra af þeim en þegar þegar hugur iðkanda er orðinn heltekinn af ótta við mistök grefur það undan bæði frammistöðu hans og sjálfstrausti. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir vísbendingum um þetta, eins og þegar iðkandi forðast krefjandi aðstæður t.d. að taka vítaskot þrátt fyrir góða færni eða virðist gefast upp eða verða vonlaus í kjölfar mistaka eða annars konar mótlætis.Hvað er til ráða? Foreldrar geta svo sannarlega rætt við börn sín og spurt út í hugsanir við krefjandi aðstæður og gefið leiðbeiningar um hvernig megi nálgast krefjandi verkefni með uppbyggilegu hugarfari. Iðkandi veit að oft er þörf á „fullkominni“ frammistöðu til að eiga möguleika á árangri eða sigri, og er það því mikil áskorun að hjálpa honum að skilja að þessi krafa um engin mistök er mjög til trafala og leiðir yfirleitt til lakari frammistöðu. Hjálpa þarf iðkanda að endurskilgreina mistök. Til dæmis það að skjóta á markið þrátt fyrir að skora ekki eru ekki mistök. Foreldrar ættu að gefa börnum sínum hrós fyrir að reyna og taka áhættur. Því miður geta foreldrar lent í þeirri gildru að ýta óafvitandi undir óhóflegar kröfur iðkanda til sjálf síns með því að hrósa sérstaklega (jafnvel einungis) fyrir stig og mörk og það sem verra er að gagnrýna allar misheppnaðar tilraunir. Þetta eykur hræðslu við mistök hjá iðkandanum með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar eru mikilvægt bakland fyrir börn sín og geta svo sannarlega hjálpað þeim að tileinka sér uppbyggilega siði og venjur við íþróttaiðkun.Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Héðinsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Margt íþróttafólk dreymir um að ná fullkominni frammistöðu í keppni og uppskera árangur í samræmi við það. Slæmu fréttirnar eru þær að það að reyna að vera fullkominn er oft það versta sem hægt er að hugsa um fyrir og í keppni. Þegar iðkanda finnst hann þurfa að standa sig fullkomlega þá er í raun ekkert svigrúm fyrir mistök og verður hugurinn heltekinn af því að forðast að gera mistök.Afleiðingarnar Kröfuharðar og ósveigjanlegar hugsanir eins og „ég verð að vinna“, og „ég má ekki vera lélegur í dag“ geta haft veruleg áhrif. Fyrir það fyrsta eykur þetta andlegt álag sem birtist í auknum kvíða og streitu. Í öðru lagi getur þetta hæglega stýrt hegðuninni sem kemur í kjölfarið. Þessar hugsanir vekja upp sterka tilhneigingu til að forðast að gera mistök sem leiðir til þess að iðkandi verður of varkár. Dæmi um þetta: Iðkandi í boltaíþrótt sendir bara einfaldar sendingar til hliðar eða til baka, reynir ekki krefjandi sendingar og tekur helst engar áhættur. Í tennis, badminton og blaki byrjar iðkandi að hugsa meira um að verjast frekar en að sækja og sendir boltann/fluguna nær miðjusvæði andstæðingsins í stað þess að senda til hliðanna og gera andstæðingnum erfiðara fyrir. Einnig er sterk tilhneiging til að gefast fyrr upp þegar illa gengur því iðkanda finnst hann búinn að klúðra og betra sé að lágmarka skaðann í stað þess að taka sénsinn á að snúa vörn í sókn. Í þriðja lagi hefur þetta veruleg áhrif á einbeitingu því þessar hugsanir heltaka athyglina. Það gefur auga leið að á sama tíma er minni athygli á þeim afmörkuðu verkefnum sem krefjast einbeitingar svo hægt sé að ná góðri frammistöðu. Þó ber að taka fram að það er gott að vera meðvitaður um mistök svo hægt sé að læra af þeim en þegar þegar hugur iðkanda er orðinn heltekinn af ótta við mistök grefur það undan bæði frammistöðu hans og sjálfstrausti. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir vísbendingum um þetta, eins og þegar iðkandi forðast krefjandi aðstæður t.d. að taka vítaskot þrátt fyrir góða færni eða virðist gefast upp eða verða vonlaus í kjölfar mistaka eða annars konar mótlætis.Hvað er til ráða? Foreldrar geta svo sannarlega rætt við börn sín og spurt út í hugsanir við krefjandi aðstæður og gefið leiðbeiningar um hvernig megi nálgast krefjandi verkefni með uppbyggilegu hugarfari. Iðkandi veit að oft er þörf á „fullkominni“ frammistöðu til að eiga möguleika á árangri eða sigri, og er það því mikil áskorun að hjálpa honum að skilja að þessi krafa um engin mistök er mjög til trafala og leiðir yfirleitt til lakari frammistöðu. Hjálpa þarf iðkanda að endurskilgreina mistök. Til dæmis það að skjóta á markið þrátt fyrir að skora ekki eru ekki mistök. Foreldrar ættu að gefa börnum sínum hrós fyrir að reyna og taka áhættur. Því miður geta foreldrar lent í þeirri gildru að ýta óafvitandi undir óhóflegar kröfur iðkanda til sjálf síns með því að hrósa sérstaklega (jafnvel einungis) fyrir stig og mörk og það sem verra er að gagnrýna allar misheppnaðar tilraunir. Þetta eykur hræðslu við mistök hjá iðkandanum með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar eru mikilvægt bakland fyrir börn sín og geta svo sannarlega hjálpað þeim að tileinka sér uppbyggilega siði og venjur við íþróttaiðkun.Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar