Gayle King prýðir forsíðu Time-tímaritsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2019 14:16 Bandaríska tímaritið Time birti í dag árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamesta fólk heims. Að þessu sinni prýðir bandaríska fréttakonan Gayle King eina útgáfu forsíðunnar en hún er á meðal áhrifafólks sem tímaritið valdi. Bandaríska tímaritið Time birti í dag árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamesta fólk heims. Að þessu sinni er bandaríska fréttakonan Gayle King meðal þeirra sem prýða forsíðuna en hún er í hópi áhrifafólksins sem tímaritið valdi. King stýrir sjónvarpsþættinum „CBS This Morning“ en í byrjun mars tók hún eftirminnilegt viðtal við tónlistarmanninn R. Kelly þar sem hún ræddi við hann um ásakanir á hendur honum. R. Kelly brást ókvæða við og tók æðiskast í miðju viðtali. Viðbrögð King við skapofsa söngvarans og frammistaða hennar í erfiðum aðstæðum vakti ekki síst athygli. Hún náði að halda ró sinni og lét framferði R. Kellys ekki slá sig út af laginu. „Ertu alveg viss?“ Þegar King var sagt frá því að hún ætti að prýða forsíðuna tímaritsins sem ein af áhrifamestu manneskjum heims var hún efins í fyrstu og spurði: „Ertu alveg viss?“ Á áhrifalista Time birtist stutt umfjöllun um hvern og einn, oft skrifa heimsþekktir einstaklingar um kynni sín af viðkomandi og fjalla stuttlega um hinn áhrifamikla einstakling. Í þessu tilfelli skrifaði kvikmyndagerðakonan Ava DuVernay um King. DuVernay sagði að King væri ein albesta fjölmiðlakona allra tíma og að hún byggi yfir einstakri viðtalstækni sem væri einungi á færi hinna allra bestu í bransanum. King sagðist vera djúpt snortin.Hér fyrir neðan má horfa á viðtal King við R. Kelly úr CBS This Morning.„Ég þurfi að lesa þetta tvisvar. Þessi texti fékk mig bara til að hugsa um hvað ég elska þetta starf mikið og hversu heitt ég elska fólkið sem ég vinn með,“ sagði Gayle King og sagði viðurkenninguna hafa mikla þýðingu fyrir sig.Sjá nánar: Umfjöllun Time um hundrað áhrifamestu einstaklinga í heimiAlls eru sex útgáfur af forsíðu Time þar sem listinn yfir 100 áhrifamestu einstaklingana er valinn. Hinar forsíðurnar prýða Taylor Swift, Dwayne Johnson, Sandra Oh, Nancy Pelosi og Mohamed Salah. MeToo Mál R. Kelly Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time birti í dag árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamesta fólk heims. Að þessu sinni er bandaríska fréttakonan Gayle King meðal þeirra sem prýða forsíðuna en hún er í hópi áhrifafólksins sem tímaritið valdi. King stýrir sjónvarpsþættinum „CBS This Morning“ en í byrjun mars tók hún eftirminnilegt viðtal við tónlistarmanninn R. Kelly þar sem hún ræddi við hann um ásakanir á hendur honum. R. Kelly brást ókvæða við og tók æðiskast í miðju viðtali. Viðbrögð King við skapofsa söngvarans og frammistaða hennar í erfiðum aðstæðum vakti ekki síst athygli. Hún náði að halda ró sinni og lét framferði R. Kellys ekki slá sig út af laginu. „Ertu alveg viss?“ Þegar King var sagt frá því að hún ætti að prýða forsíðuna tímaritsins sem ein af áhrifamestu manneskjum heims var hún efins í fyrstu og spurði: „Ertu alveg viss?“ Á áhrifalista Time birtist stutt umfjöllun um hvern og einn, oft skrifa heimsþekktir einstaklingar um kynni sín af viðkomandi og fjalla stuttlega um hinn áhrifamikla einstakling. Í þessu tilfelli skrifaði kvikmyndagerðakonan Ava DuVernay um King. DuVernay sagði að King væri ein albesta fjölmiðlakona allra tíma og að hún byggi yfir einstakri viðtalstækni sem væri einungi á færi hinna allra bestu í bransanum. King sagðist vera djúpt snortin.Hér fyrir neðan má horfa á viðtal King við R. Kelly úr CBS This Morning.„Ég þurfi að lesa þetta tvisvar. Þessi texti fékk mig bara til að hugsa um hvað ég elska þetta starf mikið og hversu heitt ég elska fólkið sem ég vinn með,“ sagði Gayle King og sagði viðurkenninguna hafa mikla þýðingu fyrir sig.Sjá nánar: Umfjöllun Time um hundrað áhrifamestu einstaklinga í heimiAlls eru sex útgáfur af forsíðu Time þar sem listinn yfir 100 áhrifamestu einstaklingana er valinn. Hinar forsíðurnar prýða Taylor Swift, Dwayne Johnson, Sandra Oh, Nancy Pelosi og Mohamed Salah.
MeToo Mál R. Kelly Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30