Kirkjan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. apríl 2019 08:15 Meðan Notre Dame dómkirkjan í París brann safnaðist fólk saman í grenndinni og sameinaðist í söng fyrir kirkjuna sína. Víða um borgina mátti sjá fólk á hnjánum biðjandi bænir. Allir báru þá heitu ósk í hjarta að það tækist að bjarga þessari sögufrægu byggingu frá því að verða rústir einar. Það tókst og nú hefst uppbyggingarstarf sem verður afar kostnaðarsamt. Enginn setur það samt sérstaklega fyrir sig. Það koma þeir tímar þegar ekkert annað er í boði en að byggja upp þar sem eyðilegging hefur orðið. Sá tími er nú í París. Frakkar eru sameinaðir í þeirri uppbyggingu og hafa heimsbyggðina með sér í liði og einhverja auðkýfinga. Það verður reyndar að viðurkennast að stundum er ansi erfitt að átta sig á því hvaða gagn auðkýfingar gera í þessum heimi. En ef þeir eru tilbúnir til að leggja einhvern hluta af auðæfum sínum til uppbyggingar á ómetanlegum menningarverðmætum, eins og Notre Dame, þá má vel kinka kolli til þeirra í viðurkenningarskyni. Auðkýfingarnir eru allavega loksins komnir á rétta braut, þótt þeir haldist þar sennilega ekki mjög lengi. Þeir einstaklingar sem andvarpað hafa vegna umhyggju heimsbyggðarinnar fyrir örlögum Notre Dame og sagt að hún sé bara bygging virðast hvorki búa yfir miklu fegurðarskyni né tilfinningu fyrir menningarverðmætum. Þeim virðist hafa fundist það fremur kjánalegt að fólk skyldi bresta í grát vegna þess að aldagömul bygging var hugsanlega að verða eyðileggingu að bráð. Það er hægt að láta sér þykja vænt um margt í þessum heimi, þar á meðal byggingu eins og Notre Dame sem í augum margra er fallegasta tákn Frakklands. Hún er kirkja og hefur verið musteri trúar um aldir og það er nær ómögulegt að líta hana augum án þess að fyllast lotningu. Hinn sjálfhverfi nútímamaður hefur líka afskaplega gott af því að hrífast af einhverju öðru en sjálfum sér. Það er sagt að Notre Dame sé miklu meira en bara bygging og meira en bara kirkja og það er vissulega rétt. En hún er samt kirkja, reist til að minna á dýrð almættisins og geymir mikla dýrgripi. Víða um heim standa voldugar gamlar kirkjur sem reistar voru guði til dýrðar á tímum þar sem ekkert var til sparað þegar kom að skreytingum. Ferðamenn af öllum þjóðernum hafa fyrir sið að fara þar inn og líta dýrðina augum. Þeir geta vart komist hjá því í leiðinni að fyllast lotningu í garð guðdómsins. Svo eru aðrar kirkjur þar sem lítið er um íburð, en altarið og krossinn minna samt á guðdóminn og helgina sem býr í öllum kirkjum. Enda er kirkja guðs hús og verður það hvort sem íburður blasir við eða er lítill sem enginn. Nú berast þær fréttir að til standi að Notre Dame verði endurreist á fimm árum. Það er gott að fá þau tíðindi og sérstaklega nú fyrir páskahátíð þar sem kirkjur gegna stóru og veigamiklu hlutverki og minna mannkynið á stórkostlegan og eilífan boðskap um dauða og upprisu. Landsmönnum öllum skal óskað gleðilegra páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Meðan Notre Dame dómkirkjan í París brann safnaðist fólk saman í grenndinni og sameinaðist í söng fyrir kirkjuna sína. Víða um borgina mátti sjá fólk á hnjánum biðjandi bænir. Allir báru þá heitu ósk í hjarta að það tækist að bjarga þessari sögufrægu byggingu frá því að verða rústir einar. Það tókst og nú hefst uppbyggingarstarf sem verður afar kostnaðarsamt. Enginn setur það samt sérstaklega fyrir sig. Það koma þeir tímar þegar ekkert annað er í boði en að byggja upp þar sem eyðilegging hefur orðið. Sá tími er nú í París. Frakkar eru sameinaðir í þeirri uppbyggingu og hafa heimsbyggðina með sér í liði og einhverja auðkýfinga. Það verður reyndar að viðurkennast að stundum er ansi erfitt að átta sig á því hvaða gagn auðkýfingar gera í þessum heimi. En ef þeir eru tilbúnir til að leggja einhvern hluta af auðæfum sínum til uppbyggingar á ómetanlegum menningarverðmætum, eins og Notre Dame, þá má vel kinka kolli til þeirra í viðurkenningarskyni. Auðkýfingarnir eru allavega loksins komnir á rétta braut, þótt þeir haldist þar sennilega ekki mjög lengi. Þeir einstaklingar sem andvarpað hafa vegna umhyggju heimsbyggðarinnar fyrir örlögum Notre Dame og sagt að hún sé bara bygging virðast hvorki búa yfir miklu fegurðarskyni né tilfinningu fyrir menningarverðmætum. Þeim virðist hafa fundist það fremur kjánalegt að fólk skyldi bresta í grát vegna þess að aldagömul bygging var hugsanlega að verða eyðileggingu að bráð. Það er hægt að láta sér þykja vænt um margt í þessum heimi, þar á meðal byggingu eins og Notre Dame sem í augum margra er fallegasta tákn Frakklands. Hún er kirkja og hefur verið musteri trúar um aldir og það er nær ómögulegt að líta hana augum án þess að fyllast lotningu. Hinn sjálfhverfi nútímamaður hefur líka afskaplega gott af því að hrífast af einhverju öðru en sjálfum sér. Það er sagt að Notre Dame sé miklu meira en bara bygging og meira en bara kirkja og það er vissulega rétt. En hún er samt kirkja, reist til að minna á dýrð almættisins og geymir mikla dýrgripi. Víða um heim standa voldugar gamlar kirkjur sem reistar voru guði til dýrðar á tímum þar sem ekkert var til sparað þegar kom að skreytingum. Ferðamenn af öllum þjóðernum hafa fyrir sið að fara þar inn og líta dýrðina augum. Þeir geta vart komist hjá því í leiðinni að fyllast lotningu í garð guðdómsins. Svo eru aðrar kirkjur þar sem lítið er um íburð, en altarið og krossinn minna samt á guðdóminn og helgina sem býr í öllum kirkjum. Enda er kirkja guðs hús og verður það hvort sem íburður blasir við eða er lítill sem enginn. Nú berast þær fréttir að til standi að Notre Dame verði endurreist á fimm árum. Það er gott að fá þau tíðindi og sérstaklega nú fyrir páskahátíð þar sem kirkjur gegna stóru og veigamiklu hlutverki og minna mannkynið á stórkostlegan og eilífan boðskap um dauða og upprisu. Landsmönnum öllum skal óskað gleðilegra páska.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar