Engin klisja að vinna í sjálfum sér Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. apríl 2019 10:00 Kolbrún Pálína vinnur að þáttum að skilnaði ásamt Kristborgu Bóel. fréttablaðið/vilhelm Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel ákváðu að leiða saman hesta sína og gera þætti um skilnaði. Hugmynd þeirra á rætur sínar að rekja í persónulega reynslu þeirra beggja en Kristborg skrifaði bókina 261 dagur sem byggð er á dagbók hennar eftir skilnað. „Sjálf hef ég alla tíð verið meðvituð um það að vinna í sjálfri mér og iðkað hina ýmsu andlegu vinnu til að stækka og þroskast. Þegar svo kom að þessari reynslu, að skilja, áttaði ég mig á því að ég kunni það ekki og átti engin verkfæri til. Ekki frekar en nokkur annar þegar ég fór að tala við fólk í sömu sporum. Enda hefur engum verið kennt að skilja,“ segir Kolbrún Pálína. Hún segir þættina í raun svar við þeirri þörf að skilja hvað það raunverulega er að skilja og að fá samþykki fyrir öllum þeim tilfinningaskala sem fólk fer í gegnum í ferlinu, bæði andlega og líkamlega. „Þættirnir hafa hins vegar tekið á sig stærri mynd því áður en maður skilur þarf víst ástarsamband eða hjónaband til. Við skoðum því mjög vel nútímasambönd, helstu álagsþætti þess og helstu orsök skilnaða í dag og hvort kröfur fólks til sambanda séu orðnar óraunhæfar.“ Kolbrún segir þær stöllur hafa fengið mikla innsýn í ferli skilnaðar og að ákveðinn rauður þráður hafi myndast við vinnslu þáttanna. Sá snúi alfarið að einstaklingnum sjálfum. „Fagfólk er almennt sammála um það að því betur sem þú þekkir sjálfa/n þig og þínar þarfir því betur ertu í stakk búinn fyrir gott samband. Því ef þú veist ekki sjálf/ur fyrir hvað þú stendur eða þekkir ekki langanir þínar og skoðanir nægilega vel geturðu ómögulega sett þá kröfu á aðra manneskju, eða sett það í hendurnar á öðrum að gera þig hamingjusama/n,“ segir Kolbrún. „Þannig að það er engin klisja að fólk þurfi að vinna í sjálfu sér. Það er einfaldlega algjör nauðsyn. Sérstaklega eftir sambandsslit. Þá þarf fólk að staldra við og uppfæra sig og finna út úr sér áður en það heldur í næsta samband. Það sem hefur svo kannski komið hvað skemmtilegast á óvart er að finna hvað fólk tekur ofboðslega vel í að taka þátt í verkefninu svo það virðist vera mikil þörf fyrir það að ræða opinskátt um þessi mál. Loksins!“ Þættirnir eru sjö talsins og fara í sýningu á Sjónvarpi Símans í september en Kolbrún og Kristborg unnu þá í samvinnu við Sagafilm. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Sjá meira
Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel ákváðu að leiða saman hesta sína og gera þætti um skilnaði. Hugmynd þeirra á rætur sínar að rekja í persónulega reynslu þeirra beggja en Kristborg skrifaði bókina 261 dagur sem byggð er á dagbók hennar eftir skilnað. „Sjálf hef ég alla tíð verið meðvituð um það að vinna í sjálfri mér og iðkað hina ýmsu andlegu vinnu til að stækka og þroskast. Þegar svo kom að þessari reynslu, að skilja, áttaði ég mig á því að ég kunni það ekki og átti engin verkfæri til. Ekki frekar en nokkur annar þegar ég fór að tala við fólk í sömu sporum. Enda hefur engum verið kennt að skilja,“ segir Kolbrún Pálína. Hún segir þættina í raun svar við þeirri þörf að skilja hvað það raunverulega er að skilja og að fá samþykki fyrir öllum þeim tilfinningaskala sem fólk fer í gegnum í ferlinu, bæði andlega og líkamlega. „Þættirnir hafa hins vegar tekið á sig stærri mynd því áður en maður skilur þarf víst ástarsamband eða hjónaband til. Við skoðum því mjög vel nútímasambönd, helstu álagsþætti þess og helstu orsök skilnaða í dag og hvort kröfur fólks til sambanda séu orðnar óraunhæfar.“ Kolbrún segir þær stöllur hafa fengið mikla innsýn í ferli skilnaðar og að ákveðinn rauður þráður hafi myndast við vinnslu þáttanna. Sá snúi alfarið að einstaklingnum sjálfum. „Fagfólk er almennt sammála um það að því betur sem þú þekkir sjálfa/n þig og þínar þarfir því betur ertu í stakk búinn fyrir gott samband. Því ef þú veist ekki sjálf/ur fyrir hvað þú stendur eða þekkir ekki langanir þínar og skoðanir nægilega vel geturðu ómögulega sett þá kröfu á aðra manneskju, eða sett það í hendurnar á öðrum að gera þig hamingjusama/n,“ segir Kolbrún. „Þannig að það er engin klisja að fólk þurfi að vinna í sjálfu sér. Það er einfaldlega algjör nauðsyn. Sérstaklega eftir sambandsslit. Þá þarf fólk að staldra við og uppfæra sig og finna út úr sér áður en það heldur í næsta samband. Það sem hefur svo kannski komið hvað skemmtilegast á óvart er að finna hvað fólk tekur ofboðslega vel í að taka þátt í verkefninu svo það virðist vera mikil þörf fyrir það að ræða opinskátt um þessi mál. Loksins!“ Þættirnir eru sjö talsins og fara í sýningu á Sjónvarpi Símans í september en Kolbrún og Kristborg unnu þá í samvinnu við Sagafilm.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Sjá meira