Hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók: „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. apríl 2019 19:30 Ronja Björk. Við ættum öll að hugsa meira um náttúruna að sögn tólf ára rithöfundar sem nýlega hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók, sem hefur einmitt þann boðskap. Hún segist hvergi nærri vera hætt að skrifa og stefnir jafnvel á að skrifa hrollvekjur í framtíðinni. Hugmyndin að bókinni Nýr heimur, Ævintýri Esju í borginni, varð til á nokkrum kvöldsögustundum hjá þeim Ronju Björk og afa hennar Sverri Björnssyni. Sagan fjallar um unga stúlku sem býr með fjallafólkinu uppi á Bláfjalli. Þar er stranglega bannað að fara niður í borgina og refsingin við því er útlegð. Eftir óvænta atburði lendir Esja niðri í borginni þar sem hún þarf að takast á við nýtt líf, fordóma og einelti. „Þar hittir hún strák sem heitir Máni og þau tvö verða bestu vinir. Svo opnar pabbi hans Mána rennibrautagarð og þá varð stórt umhverfisslys í fjallinu,“ segir Ronja Björk. Hún bætir við að saman takist þau Esja og Máni á við þá miklu umhverfisvá sem ógnar öllu lífi á Bláfjalli. Boðskapurinn sé skýr. „Við ættum að hugsa meira um náttúruna,“ segir Ronja Björk en henni er annt um þetta málefni. Hún hefur tekið þátt í loftlagsverkfalli nemenda að undanförnu, ásamt tugþúsundum ungmenna víða um heim. Sverrir segir að aðalsögupersónan, Esja, sé byggð á persónuleika Ronju. „Þetta samstarf var mjög þægilegt, verandi með sögupersónuna með sér að skrifa,“ segir Sverrir. „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur. Mér þykir frekar gaman að skrifa hrollvekjur því þegar ég var yngri þá horfðum við pabbi alltaf á Lord of the rings eða þannig myndir þannig ég er eiginlega vanari því,“ segir Ronja Björk. Bókmenntir Krakkar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Við ættum öll að hugsa meira um náttúruna að sögn tólf ára rithöfundar sem nýlega hjálpaði afa sínum að skrifa barnabók, sem hefur einmitt þann boðskap. Hún segist hvergi nærri vera hætt að skrifa og stefnir jafnvel á að skrifa hrollvekjur í framtíðinni. Hugmyndin að bókinni Nýr heimur, Ævintýri Esju í borginni, varð til á nokkrum kvöldsögustundum hjá þeim Ronju Björk og afa hennar Sverri Björnssyni. Sagan fjallar um unga stúlku sem býr með fjallafólkinu uppi á Bláfjalli. Þar er stranglega bannað að fara niður í borgina og refsingin við því er útlegð. Eftir óvænta atburði lendir Esja niðri í borginni þar sem hún þarf að takast á við nýtt líf, fordóma og einelti. „Þar hittir hún strák sem heitir Máni og þau tvö verða bestu vinir. Svo opnar pabbi hans Mána rennibrautagarð og þá varð stórt umhverfisslys í fjallinu,“ segir Ronja Björk. Hún bætir við að saman takist þau Esja og Máni á við þá miklu umhverfisvá sem ógnar öllu lífi á Bláfjalli. Boðskapurinn sé skýr. „Við ættum að hugsa meira um náttúruna,“ segir Ronja Björk en henni er annt um þetta málefni. Hún hefur tekið þátt í loftlagsverkfalli nemenda að undanförnu, ásamt tugþúsundum ungmenna víða um heim. Sverrir segir að aðalsögupersónan, Esja, sé byggð á persónuleika Ronju. „Þetta samstarf var mjög þægilegt, verandi með sögupersónuna með sér að skrifa,“ segir Sverrir. „Í framtíðinni langar mig að verða rithöfundur. Mér þykir frekar gaman að skrifa hrollvekjur því þegar ég var yngri þá horfðum við pabbi alltaf á Lord of the rings eða þannig myndir þannig ég er eiginlega vanari því,“ segir Ronja Björk.
Bókmenntir Krakkar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira