Íþrótt? Haukur Örn Birgisson skrifar 2. apríl 2019 09:00 Ég get verið soddan klaufi. Alltaf tekst mér að móðga einhvern. Það er reyndar orðið mjög erfitt að komast hjá því, ef maður ætlar á annað borð að tjá sig um menn og málefni. Ég skrifaði pistil einhvern tímann á síðasta ári um það hversu móðgað fólk getur verið, svona almennt séð. Hneykslunargjarnt. Nokkrir móðguðust við skrifin. Í síðasta pistli mínum hér í blaðinu gerðist ég sekur um að draga í efa að ein íþróttagrein væri í raun og veru íþróttagrein. Margir urðu ósáttir. Meira að segja einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnunum. Það þótti mér leitt. Þótt ég hafi stundað íþróttir allt mitt líf, mun ég seint teljast íþróttamaður. Fyrir það er ég orðinn of gamall og þungur. Í dag er golfið mín eftirlætis íþrótt (sem tengist þó hvorki aldri mínum né þyngd). Sumum finnst golf ekki vera íþrótt og ég heyri nánast vikulega að golf sé bara fyrir „gamalt fólk og aumingja“. Eflaust gæti einhver móðgast yfir slíkri yfirlýsingu. Fólk hefur nú móðgast fyrir hönd annarra af minna tilefni. En þetta er auðvitað algjör vitleysa! Golf er móðir allra íþrótta. Þetta vita allir og þetta ætti í raun að standa í nýju stjórnarskránni. Hreyfingin, útiveran, félagsskapurinn og einbeitingin sem þarf á 18 holu golfhring er bæði krefjandi og skemmtileg. Það þekkja allir sem hafa prófað. Svo er golfið líka grjóthart. Ég fullyrði að hvergi finnst sú íþrótt önnur, sem leikin er á keppnisvelli þar sem búa morðóðar kríur, krókódílar og höggormar, þar sem leikið er innan um þrumur og eldingar – í stöðugri lífshættu. Maður þarf eiginlega að vera ofurhugi til að hætta sér á völlinn – sannkallaður áhættufíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get verið soddan klaufi. Alltaf tekst mér að móðga einhvern. Það er reyndar orðið mjög erfitt að komast hjá því, ef maður ætlar á annað borð að tjá sig um menn og málefni. Ég skrifaði pistil einhvern tímann á síðasta ári um það hversu móðgað fólk getur verið, svona almennt séð. Hneykslunargjarnt. Nokkrir móðguðust við skrifin. Í síðasta pistli mínum hér í blaðinu gerðist ég sekur um að draga í efa að ein íþróttagrein væri í raun og veru íþróttagrein. Margir urðu ósáttir. Meira að segja einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnunum. Það þótti mér leitt. Þótt ég hafi stundað íþróttir allt mitt líf, mun ég seint teljast íþróttamaður. Fyrir það er ég orðinn of gamall og þungur. Í dag er golfið mín eftirlætis íþrótt (sem tengist þó hvorki aldri mínum né þyngd). Sumum finnst golf ekki vera íþrótt og ég heyri nánast vikulega að golf sé bara fyrir „gamalt fólk og aumingja“. Eflaust gæti einhver móðgast yfir slíkri yfirlýsingu. Fólk hefur nú móðgast fyrir hönd annarra af minna tilefni. En þetta er auðvitað algjör vitleysa! Golf er móðir allra íþrótta. Þetta vita allir og þetta ætti í raun að standa í nýju stjórnarskránni. Hreyfingin, útiveran, félagsskapurinn og einbeitingin sem þarf á 18 holu golfhring er bæði krefjandi og skemmtileg. Það þekkja allir sem hafa prófað. Svo er golfið líka grjóthart. Ég fullyrði að hvergi finnst sú íþrótt önnur, sem leikin er á keppnisvelli þar sem búa morðóðar kríur, krókódílar og höggormar, þar sem leikið er innan um þrumur og eldingar – í stöðugri lífshættu. Maður þarf eiginlega að vera ofurhugi til að hætta sér á völlinn – sannkallaður áhættufíkill.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar