Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 20:33 Frá kynningu á Lífskjarasamningnum sem var boðuð í Ráðherrabústaðnum. Vísir/Sigurjón Allt kapp verður lagt á að klára samninga í kvöld eða nótt. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði þetta í kvöldfréttum RÚV og bætti við að staðan væri farin að skýrast. Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði að verið væri að hnýta lausa enda á samningagerð en þeim fari ört fækkandi. Bjóst Halldór Benjamín einnig við að fundað yrði inn í kvöldið og jafnvel inn í nóttina. Fyrr í dag, eða klukkan 18:11, barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem boðað var til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 18:30. Þar stóð til að aðilar vinnumarkaðarins myndu kynna svokallaðan lífskjarasamning og ætlaði ríkisstjórnin samhliða því að kynna sínar aðgerðir í tengslum við lífskjarasamninginn. Fjölmiðlamenn hópuðust í Ráðherrabústaðinn þar sem blasti við þeim auglýsingaspjald sem hafði verið útbúið til fyrir blaðamannafundinn þar sem kynna átti Lífskjarasamninginn sem gilda á til ársins 2022. Átján mínútum eftir að tilkynningin barst frá forsætisráðuneytinu barst fjölmiðlamönnum önnur tilkynning þar sem blaðamannafundinum hafði verið frestað. Barst sú tilkynning klukkan 18:29 en sem fyrr segir átti fundurinn að hefjast klukkan 18:30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti hins vegar Heimi Má Péturssyni viðtal í forsætisráðuneytinu þar sem hún sagði að verkalýðshreyfingin hefði óskað eftir því að fundinum yrði frestað því verkalýðshreyfingin vildi meiri tíma til að komast lengra í kjarasamningagerðinni áður en samningsdrögin yrðu kynnt og aðgerðir ríkisstjórnar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í kvöldfréttum RÚV að ekkert sérstakt tefði viðræður, samningsaðilar þyrftu einfaldlega meiri tíma. Ragnar sagði stöðuna ekki viðkvæma, hún sé frekar farin að skýrast og styttist í að samningar yrðu kláraðir. Halldór Benjamín sagði ferlið flókið en samningsgerðin hefði gengið vel í dag. Kjaramál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira
Allt kapp verður lagt á að klára samninga í kvöld eða nótt. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði þetta í kvöldfréttum RÚV og bætti við að staðan væri farin að skýrast. Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði að verið væri að hnýta lausa enda á samningagerð en þeim fari ört fækkandi. Bjóst Halldór Benjamín einnig við að fundað yrði inn í kvöldið og jafnvel inn í nóttina. Fyrr í dag, eða klukkan 18:11, barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem boðað var til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 18:30. Þar stóð til að aðilar vinnumarkaðarins myndu kynna svokallaðan lífskjarasamning og ætlaði ríkisstjórnin samhliða því að kynna sínar aðgerðir í tengslum við lífskjarasamninginn. Fjölmiðlamenn hópuðust í Ráðherrabústaðinn þar sem blasti við þeim auglýsingaspjald sem hafði verið útbúið til fyrir blaðamannafundinn þar sem kynna átti Lífskjarasamninginn sem gilda á til ársins 2022. Átján mínútum eftir að tilkynningin barst frá forsætisráðuneytinu barst fjölmiðlamönnum önnur tilkynning þar sem blaðamannafundinum hafði verið frestað. Barst sú tilkynning klukkan 18:29 en sem fyrr segir átti fundurinn að hefjast klukkan 18:30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti hins vegar Heimi Má Péturssyni viðtal í forsætisráðuneytinu þar sem hún sagði að verkalýðshreyfingin hefði óskað eftir því að fundinum yrði frestað því verkalýðshreyfingin vildi meiri tíma til að komast lengra í kjarasamningagerðinni áður en samningsdrögin yrðu kynnt og aðgerðir ríkisstjórnar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í kvöldfréttum RÚV að ekkert sérstakt tefði viðræður, samningsaðilar þyrftu einfaldlega meiri tíma. Ragnar sagði stöðuna ekki viðkvæma, hún sé frekar farin að skýrast og styttist í að samningar yrðu kláraðir. Halldór Benjamín sagði ferlið flókið en samningsgerðin hefði gengið vel í dag.
Kjaramál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira