Allar ákærur felldar niður vegna blóðbaðsins í Waco Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 15:56 Alls veru 177 handteknir en enginn hefur verið sakfelldur fyrir glæp. Vísir/Getty Allar kærur vegna skotbardaga við veitingastaðinn Twin Peaks í Waco í Texas árið 2015 hafa verið felldar niður. Níu manns létu lífið í átökunum sem urðu á milli tveggja mótorhjólagengja og tuttugu særðust alvarlega. Alls veru 177 handteknir en enginn hefur verið sakfelldur fyrir glæp. Barry Johnson, nýkjörinn æðsti saksóknari umdæmisins sem skotbardaginn átti sér stað í, sagði í dag að forveri sinn hefði alfarið klúðrað rannsókn málsins og þá sérstaklega með því að láta handtaka svo til gott sem alla sem voru á veitingastaðnum.Lögregluþjónar voru á vettvangi en þeir gátu ekki komið í veg fyrir átökin sem voru á milli meðlima gengjanna Cossacks og Bandidos, og systurgengja þeirra. Ekki liggur fyrir af hverju átökin hófust. Lögreglan segir genin hafa verið að deila um yfirráðasvæði og að meðlimir Bandidos hafi orðið reiðir yfir því að Cossacks væru farnir að nota fána Texas. Meðlimir gengjanna mótmæla því og einhverjir segja átökin hafa hafist á því að keyrt var yfir fót manns. Eins og áður segir voru allir á vettvangi handteknir og voru þeir einnig ákærðir fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Í ljós hefur þó komið að margir þeirra 177 sem voru handteknir voru ekki í gengjunum sem um ræðir og voru einungis að borða. Minnst 130 hafa höfðað mál gegn lögreglunni vegna handtökunnar og vegna þess að þeir hafi verið stimplaðir sem glæpamenn. Johnson sagði að réttast hefði verið að handtaka og ákæra menn í samræmi við gögn málsins. Washington Post bendir á að eftir fjögur ár hafi einungis einn maður verið færður fyrir dómara en málið gegn honum var fellt niður. Johnson sagði ótækt að halda málaferlunum áfram. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Blóðbaðið í Waco: Upptök skothríðarinnar náðust á myndband Upptaka úr öryggismyndavél hefur skotið upp kollinum sem sýnir upphaf átakanna sem varð 9 manns að bana og leiddi til handtöku 192 mótorhjólamanna í Texas fyrr á þessu ári. 31. október 2015 17:39 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Lögregla í Waco óttast að liðsmenn mótorhjólagengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna. 18. maí 2015 13:53 Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga. 19. maí 2015 09:15 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Allar kærur vegna skotbardaga við veitingastaðinn Twin Peaks í Waco í Texas árið 2015 hafa verið felldar niður. Níu manns létu lífið í átökunum sem urðu á milli tveggja mótorhjólagengja og tuttugu særðust alvarlega. Alls veru 177 handteknir en enginn hefur verið sakfelldur fyrir glæp. Barry Johnson, nýkjörinn æðsti saksóknari umdæmisins sem skotbardaginn átti sér stað í, sagði í dag að forveri sinn hefði alfarið klúðrað rannsókn málsins og þá sérstaklega með því að láta handtaka svo til gott sem alla sem voru á veitingastaðnum.Lögregluþjónar voru á vettvangi en þeir gátu ekki komið í veg fyrir átökin sem voru á milli meðlima gengjanna Cossacks og Bandidos, og systurgengja þeirra. Ekki liggur fyrir af hverju átökin hófust. Lögreglan segir genin hafa verið að deila um yfirráðasvæði og að meðlimir Bandidos hafi orðið reiðir yfir því að Cossacks væru farnir að nota fána Texas. Meðlimir gengjanna mótmæla því og einhverjir segja átökin hafa hafist á því að keyrt var yfir fót manns. Eins og áður segir voru allir á vettvangi handteknir og voru þeir einnig ákærðir fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Í ljós hefur þó komið að margir þeirra 177 sem voru handteknir voru ekki í gengjunum sem um ræðir og voru einungis að borða. Minnst 130 hafa höfðað mál gegn lögreglunni vegna handtökunnar og vegna þess að þeir hafi verið stimplaðir sem glæpamenn. Johnson sagði að réttast hefði verið að handtaka og ákæra menn í samræmi við gögn málsins. Washington Post bendir á að eftir fjögur ár hafi einungis einn maður verið færður fyrir dómara en málið gegn honum var fellt niður. Johnson sagði ótækt að halda málaferlunum áfram.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Blóðbaðið í Waco: Upptök skothríðarinnar náðust á myndband Upptaka úr öryggismyndavél hefur skotið upp kollinum sem sýnir upphaf átakanna sem varð 9 manns að bana og leiddi til handtöku 192 mótorhjólamanna í Texas fyrr á þessu ári. 31. október 2015 17:39 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Lögregla í Waco óttast að liðsmenn mótorhjólagengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna. 18. maí 2015 13:53 Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga. 19. maí 2015 09:15 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Blóðbaðið í Waco: Upptök skothríðarinnar náðust á myndband Upptaka úr öryggismyndavél hefur skotið upp kollinum sem sýnir upphaf átakanna sem varð 9 manns að bana og leiddi til handtöku 192 mótorhjólamanna í Texas fyrr á þessu ári. 31. október 2015 17:39
192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50
Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Lögregla í Waco óttast að liðsmenn mótorhjólagengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna. 18. maí 2015 13:53
Veitingastaðurinn í Waco missir leyfið Lögregla ásakar útibú veitingastaðar í Waco um alvarlega vanrækslu í aðdraganda skotbardaga. 19. maí 2015 09:15
Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28