Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 07:38 Frá neðri deild breska þingsins. Vísir/EPA Neðri deild breska þingsins samþykkti tillögu um að skipa Theresu May, forsætisráðherra, að biðja Evrópusambandið um frest á útgöngu Bretlands með eins atkvæðis mun í gærkvöldi. Tillögunni er ætlað að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr sambandinu án samnings. Evrópusambandið hefur þegar framlengt Brexit-ferlið til 12. apríl en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars. Forsvarsmenn sambandsins hafa sagt að frekari skammtímafrestun sé ekki í boði en hafa ekki útilokað að veita frest til lengri tíma. Samkvæmt tillögunni sem Yvette Cooper, þingkona Verkamannaflokksins, lagði fram á May að biðja ESB um frest umfram 12. apríl en það yrði í höndum þingsins að ákveða hversu langan. Lávarðadeildin þarf að samþykkja frumvarpið áður en það verður að lögum. Evrópusambandið þarf að samþykkja að veita frestinn. Ríkisstjórn May reyndi að takmarka áhrif frumvarpsins en breytingartillaga var felld með 180 atkvæða mun. Það er næst stærsti ósigur ríkisstjórnar í neðri deildinni í samtímasögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá stærsti var þegar útgöngusamningur May var felldur í janúar. Frumvarpið segir ríkisstjórnin að bindi hendur May verulega í samningaviðræðum um frestun við Evrópusambandið. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Neðri deild breska þingsins samþykkti tillögu um að skipa Theresu May, forsætisráðherra, að biðja Evrópusambandið um frest á útgöngu Bretlands með eins atkvæðis mun í gærkvöldi. Tillögunni er ætlað að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr sambandinu án samnings. Evrópusambandið hefur þegar framlengt Brexit-ferlið til 12. apríl en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars. Forsvarsmenn sambandsins hafa sagt að frekari skammtímafrestun sé ekki í boði en hafa ekki útilokað að veita frest til lengri tíma. Samkvæmt tillögunni sem Yvette Cooper, þingkona Verkamannaflokksins, lagði fram á May að biðja ESB um frest umfram 12. apríl en það yrði í höndum þingsins að ákveða hversu langan. Lávarðadeildin þarf að samþykkja frumvarpið áður en það verður að lögum. Evrópusambandið þarf að samþykkja að veita frestinn. Ríkisstjórn May reyndi að takmarka áhrif frumvarpsins en breytingartillaga var felld með 180 atkvæða mun. Það er næst stærsti ósigur ríkisstjórnar í neðri deildinni í samtímasögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá stærsti var þegar útgöngusamningur May var felldur í janúar. Frumvarpið segir ríkisstjórnin að bindi hendur May verulega í samningaviðræðum um frestun við Evrópusambandið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09
Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00
May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52