Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 07:38 Frá neðri deild breska þingsins. Vísir/EPA Neðri deild breska þingsins samþykkti tillögu um að skipa Theresu May, forsætisráðherra, að biðja Evrópusambandið um frest á útgöngu Bretlands með eins atkvæðis mun í gærkvöldi. Tillögunni er ætlað að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr sambandinu án samnings. Evrópusambandið hefur þegar framlengt Brexit-ferlið til 12. apríl en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars. Forsvarsmenn sambandsins hafa sagt að frekari skammtímafrestun sé ekki í boði en hafa ekki útilokað að veita frest til lengri tíma. Samkvæmt tillögunni sem Yvette Cooper, þingkona Verkamannaflokksins, lagði fram á May að biðja ESB um frest umfram 12. apríl en það yrði í höndum þingsins að ákveða hversu langan. Lávarðadeildin þarf að samþykkja frumvarpið áður en það verður að lögum. Evrópusambandið þarf að samþykkja að veita frestinn. Ríkisstjórn May reyndi að takmarka áhrif frumvarpsins en breytingartillaga var felld með 180 atkvæða mun. Það er næst stærsti ósigur ríkisstjórnar í neðri deildinni í samtímasögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá stærsti var þegar útgöngusamningur May var felldur í janúar. Frumvarpið segir ríkisstjórnin að bindi hendur May verulega í samningaviðræðum um frestun við Evrópusambandið. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Neðri deild breska þingsins samþykkti tillögu um að skipa Theresu May, forsætisráðherra, að biðja Evrópusambandið um frest á útgöngu Bretlands með eins atkvæðis mun í gærkvöldi. Tillögunni er ætlað að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr sambandinu án samnings. Evrópusambandið hefur þegar framlengt Brexit-ferlið til 12. apríl en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars. Forsvarsmenn sambandsins hafa sagt að frekari skammtímafrestun sé ekki í boði en hafa ekki útilokað að veita frest til lengri tíma. Samkvæmt tillögunni sem Yvette Cooper, þingkona Verkamannaflokksins, lagði fram á May að biðja ESB um frest umfram 12. apríl en það yrði í höndum þingsins að ákveða hversu langan. Lávarðadeildin þarf að samþykkja frumvarpið áður en það verður að lögum. Evrópusambandið þarf að samþykkja að veita frestinn. Ríkisstjórn May reyndi að takmarka áhrif frumvarpsins en breytingartillaga var felld með 180 atkvæða mun. Það er næst stærsti ósigur ríkisstjórnar í neðri deildinni í samtímasögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá stærsti var þegar útgöngusamningur May var felldur í janúar. Frumvarpið segir ríkisstjórnin að bindi hendur May verulega í samningaviðræðum um frestun við Evrópusambandið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Forsætisráðherra Bretlands ræðir við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag um leiðir út úr Brexit-öngstrætinu sem bresk stjórnmál hafa ratað í. 3. apríl 2019 14:09
Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00
May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52