Aukin velsæld á traustum grunni Katrín Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2019 07:00 Ríkisstjórnin kynnti yfirlýsingu sína til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins nú í vikunni. Aðgerðirnar sem stjórnvöld munu ráðast í byggjast í fyrsta lagi á miklu samráði á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins undanfarna mánuði og í öðru lagi á umfangsmikilli greiningarvinnu sem þetta samráð hefur leitt af sér. Hluti af greiningarvinnunni hefur fjallað um þróun lífskjara ólíkra hópa undanfarin ár. Þar hefur komið í ljós að til að mynda hafa tekjulægri barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar ekki notið kaupmáttaraukningar til jafns við aðra hópa. Þess vegna leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á bætt kjör barnafjölskyldna. Það gerum við með skattkerfisbreytingum og nýju lágtekjuþrepi sem lækkar skattbyrði hinna tekjulægri og hækkun barnabóta. Hvort tveggja er mikið réttlætismál og lífskjarabót. Fjölskylda með tvö börn mun þannig hafa allt að 411 þúsund krónum meira úr að spila á ári vegna samanlagðra breytinga sem ríkisstjórnin gerir, þ.e. lækkun á tekjuskatti og hækkun barnabóta. Hvort heldur sem við köllum þetta þrettánda mánuðinn eða eitthvað annað er ljóst að þessi upphæð mun skipta máli í daglegu lífi fólks. Við lengjum líka fæðingarorlofið upp í 12 mánuði sem er gríðarlega mikilvægt skref. Áður höfðum við hækkað hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi úr 500 í 600 þúsund sem gerir fleirum fært að fullnýta sér rétt sinn í orlofinu. Lengingin er stórt skref í að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en það er ekki síður mikilvægt að tryggja foreldrum og börnum meiri tíma saman. Fleiri aðgerðir ríkistjórnarinnar munu skipta þennan hóp máli og almenning allan, t.d. uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis en samkvæmt greiningum getur húsnæðiskostnaður verið verulega íþyngjandi, ekki síst fyrir tekjulægri hópa. Réttarstaða leigjenda verður bætt og auknum framlögum varið í uppbyggingu almennra íbúða. Markviss skref eru stigin til að draga úr vægi verðtryggingar en um leið eru tryggðar mótvægisaðgerðir þannig að óverðtryggð lán verði valkostur fyrir lægri tekjuhópa með heimild til að nota lífeyrisiðgjald til að lækka afborganir. Þá eru í dag kynntar aðgerðir til að styðja við fyrstu kaup á fasteignamarkaði. Ég tel að aðgerðir stjórnvalda og þeir samningar sem nú hafa náðst á vinnumarkaði geti verið grundvöllur víðtækrar sáttar og skapað forsendur fyrir bæði félagslegan og efnahagslegan stöðugleika til langs tíma. Af hálfu stjórnvalda er um að ræða mikilvægar samfélagslegar umbætur, hvort sem um er að ræða réttlátara skattkerfi, uppbyggingu á félagslegu húsnæðiskerfi eða lengingu fæðingarorlofs; allt mun þetta styðja við aukna velsæld alls almennings og aukinn jöfnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti yfirlýsingu sína til stuðnings lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins nú í vikunni. Aðgerðirnar sem stjórnvöld munu ráðast í byggjast í fyrsta lagi á miklu samráði á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins undanfarna mánuði og í öðru lagi á umfangsmikilli greiningarvinnu sem þetta samráð hefur leitt af sér. Hluti af greiningarvinnunni hefur fjallað um þróun lífskjara ólíkra hópa undanfarin ár. Þar hefur komið í ljós að til að mynda hafa tekjulægri barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar ekki notið kaupmáttaraukningar til jafns við aðra hópa. Þess vegna leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á bætt kjör barnafjölskyldna. Það gerum við með skattkerfisbreytingum og nýju lágtekjuþrepi sem lækkar skattbyrði hinna tekjulægri og hækkun barnabóta. Hvort tveggja er mikið réttlætismál og lífskjarabót. Fjölskylda með tvö börn mun þannig hafa allt að 411 þúsund krónum meira úr að spila á ári vegna samanlagðra breytinga sem ríkisstjórnin gerir, þ.e. lækkun á tekjuskatti og hækkun barnabóta. Hvort heldur sem við köllum þetta þrettánda mánuðinn eða eitthvað annað er ljóst að þessi upphæð mun skipta máli í daglegu lífi fólks. Við lengjum líka fæðingarorlofið upp í 12 mánuði sem er gríðarlega mikilvægt skref. Áður höfðum við hækkað hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi úr 500 í 600 þúsund sem gerir fleirum fært að fullnýta sér rétt sinn í orlofinu. Lengingin er stórt skref í að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en það er ekki síður mikilvægt að tryggja foreldrum og börnum meiri tíma saman. Fleiri aðgerðir ríkistjórnarinnar munu skipta þennan hóp máli og almenning allan, t.d. uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis en samkvæmt greiningum getur húsnæðiskostnaður verið verulega íþyngjandi, ekki síst fyrir tekjulægri hópa. Réttarstaða leigjenda verður bætt og auknum framlögum varið í uppbyggingu almennra íbúða. Markviss skref eru stigin til að draga úr vægi verðtryggingar en um leið eru tryggðar mótvægisaðgerðir þannig að óverðtryggð lán verði valkostur fyrir lægri tekjuhópa með heimild til að nota lífeyrisiðgjald til að lækka afborganir. Þá eru í dag kynntar aðgerðir til að styðja við fyrstu kaup á fasteignamarkaði. Ég tel að aðgerðir stjórnvalda og þeir samningar sem nú hafa náðst á vinnumarkaði geti verið grundvöllur víðtækrar sáttar og skapað forsendur fyrir bæði félagslegan og efnahagslegan stöðugleika til langs tíma. Af hálfu stjórnvalda er um að ræða mikilvægar samfélagslegar umbætur, hvort sem um er að ræða réttlátara skattkerfi, uppbyggingu á félagslegu húsnæðiskerfi eða lengingu fæðingarorlofs; allt mun þetta styðja við aukna velsæld alls almennings og aukinn jöfnuð.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar