Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2019 08:34 May og Tusk þegar þau funduðu í Egyptalandi í febrúar. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Tusk er sagður ætla að bjóða Bretum tólf mánaða frestun.Reuters-fréttastofan segir að í bréfinu leggi May einnig áherslu á að útgöngunni verði flýtt verði samningur hennar samþykktur tímanlega. Þannig vilji hún komast hjá því að Bretar þurfi að taka þátt í Evrópuþingskosningum í vor sé þess nokkur kostur. Ríkisstjórn hennar undirbúi kosningarnar engu að síður ef aðrir möguleikar verða ekki í stöðunni. Evrópusambandið hefur þegar framlengt frest til að ganga frá Brexit einu sinni en hann á að renna út 12. apríl. Fulltrúar þess hafa sagt að engir frekari skammtímafrestir séu í boði. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir heimildarmönnum í dag að Tusk hafi lagt til tólf mánaða „sveigjanlegan“ frest á útgöngunni. Bretar gætu þannig gengið fyrr út ef breska þingið samþykkir útgöngusamning. Þingmenn felldu útgöngusamning May í þriðja skipti fyrir viku. Í kjölfarið óskaði May eftir að útgöngunni yrði frestað tímabundið en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Breska þingið fær að ráða hversu langur fresturinn verður samkvæmt frumvarpi sem neðri deildin samþykkti í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar í gær. 4. apríl 2019 07:38 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Tusk er sagður ætla að bjóða Bretum tólf mánaða frestun.Reuters-fréttastofan segir að í bréfinu leggi May einnig áherslu á að útgöngunni verði flýtt verði samningur hennar samþykktur tímanlega. Þannig vilji hún komast hjá því að Bretar þurfi að taka þátt í Evrópuþingskosningum í vor sé þess nokkur kostur. Ríkisstjórn hennar undirbúi kosningarnar engu að síður ef aðrir möguleikar verða ekki í stöðunni. Evrópusambandið hefur þegar framlengt frest til að ganga frá Brexit einu sinni en hann á að renna út 12. apríl. Fulltrúar þess hafa sagt að engir frekari skammtímafrestir séu í boði. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir heimildarmönnum í dag að Tusk hafi lagt til tólf mánaða „sveigjanlegan“ frest á útgöngunni. Bretar gætu þannig gengið fyrr út ef breska þingið samþykkir útgöngusamning. Þingmenn felldu útgöngusamning May í þriðja skipti fyrir viku. Í kjölfarið óskaði May eftir að útgöngunni yrði frestað tímabundið en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Breska þingið fær að ráða hversu langur fresturinn verður samkvæmt frumvarpi sem neðri deildin samþykkti í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar í gær. 4. apríl 2019 07:38 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11
Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49
Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Breska þingið fær að ráða hversu langur fresturinn verður samkvæmt frumvarpi sem neðri deildin samþykkti í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar í gær. 4. apríl 2019 07:38