Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2019 19:30 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. Skipasmíðastöðin í Póllandi hafi sent reikning sem ekki er hægt að samþykkja. Líkt og greint hefur verið frá hefur afhending á nýjum Herjólfi dregist en í fyrstu átti að afhenda nýjan Herjólf þann 1. júní í fyrra. „Það hefur dregist úr hömlu af hálfu skipasmíðastöðvarinnar að klára verkið. Við höfum á tímabilinu verið að bæta við verkefnum og breyta. Um öll þau verkefni hefur verið samið sérstaklega við skipasmíðastöðina. Þannig af hálfu Vegagerðarinnar, mati þeirra og sérfræðinga er samningurinn góður og stendur ekkert upp á Vegagerðina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Dagsektir og daggjöld safnast upp, en menn hafa lýst sig reiðubúna til að ræða um sektirnar. „Hins vegar hefur nú á endametrunum komið fram krafa af hálfu skipasmíðastöðvarinnar sem Vegagerðin lítur á sem tilhæfulausan reikning og við munum aldrei greiða hann,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður segir reikninginn hljóða upp á 900 milljónir evra. „Ef að skipasmíðastöðin hefði boðið það í verkið upphaflega hefði hún ekki fengið það,“ sagði Sigurður IngiHerjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinAðspurður hvort skipasmíðastöðin haldi skipinu hjá sér þar til reikningar hafa verið greiddir, segist Sigurður ekki geta sagt til um það. „Já, það er kannski rétt að spyrja þá hvað þeir eru að hugsa með þessu en þeir hefðu átt að vera búnir að afhenda skipið fyrir löngu,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki geta sagt til um afhendingardag að svo stöddu. „Ég vænti þess að skipið sé fullbúið, þá er ekkert að vanbúnaði en að afhenda það. Fá síðustu greiðslurnar og skipið til lands til að nýtast okkur í þessum nauðsynlegu siglingum milli lands og eyja,“ sagði Sigurður Ingi. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Samgönguráðherra segir að aukareikningur pólskrar skipasmíðastöðvar sé tilhæfulaus. 31. mars 2019 11:31 Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. Skipasmíðastöðin í Póllandi hafi sent reikning sem ekki er hægt að samþykkja. Líkt og greint hefur verið frá hefur afhending á nýjum Herjólfi dregist en í fyrstu átti að afhenda nýjan Herjólf þann 1. júní í fyrra. „Það hefur dregist úr hömlu af hálfu skipasmíðastöðvarinnar að klára verkið. Við höfum á tímabilinu verið að bæta við verkefnum og breyta. Um öll þau verkefni hefur verið samið sérstaklega við skipasmíðastöðina. Þannig af hálfu Vegagerðarinnar, mati þeirra og sérfræðinga er samningurinn góður og stendur ekkert upp á Vegagerðina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Dagsektir og daggjöld safnast upp, en menn hafa lýst sig reiðubúna til að ræða um sektirnar. „Hins vegar hefur nú á endametrunum komið fram krafa af hálfu skipasmíðastöðvarinnar sem Vegagerðin lítur á sem tilhæfulausan reikning og við munum aldrei greiða hann,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður segir reikninginn hljóða upp á 900 milljónir evra. „Ef að skipasmíðastöðin hefði boðið það í verkið upphaflega hefði hún ekki fengið það,“ sagði Sigurður IngiHerjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinAðspurður hvort skipasmíðastöðin haldi skipinu hjá sér þar til reikningar hafa verið greiddir, segist Sigurður ekki geta sagt til um það. „Já, það er kannski rétt að spyrja þá hvað þeir eru að hugsa með þessu en þeir hefðu átt að vera búnir að afhenda skipið fyrir löngu,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki geta sagt til um afhendingardag að svo stöddu. „Ég vænti þess að skipið sé fullbúið, þá er ekkert að vanbúnaði en að afhenda það. Fá síðustu greiðslurnar og skipið til lands til að nýtast okkur í þessum nauðsynlegu siglingum milli lands og eyja,“ sagði Sigurður Ingi.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Samgönguráðherra segir að aukareikningur pólskrar skipasmíðastöðvar sé tilhæfulaus. 31. mars 2019 11:31 Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Samgönguráðherra segir að aukareikningur pólskrar skipasmíðastöðvar sé tilhæfulaus. 31. mars 2019 11:31
Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11
Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39
200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45
Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50
Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15