Ofbeldi borgaryfirvalda í Grafarvogi Jón Ragnar Ríkharðsson skrifar 7. apríl 2019 22:15 Stjórnlyndir stjórnmálamenn telja sig vita betur en hinn almenni borgari jafnvel þótt ekkert styðji það. Líklega eru fáir kjósendur sem stjórna sínum málum eins illa og meirihlutinn hefur stýrt borginni sl. ár. Jafnvel þótt meirihlutinn að eigin sögn standi sig afskaplega vel þá virðist það ekki almenn skoðun íbúanna. Nú stendur til að loka Kelduskóla Korpu vegna þess að borgaryfirvöld eru sannfærð um að það bæti kennslu og auki félagaval barnanna. Það mætti spyrja borgaryfirvöld hvort þau telji sig vita betur hvað er börnunum fyrir bestu en þau sjálf og foreldrarnir. Komið hefur fram að foreldrarnir eru ekki að óska eftir þessum róttæku breytingum heldur ætlar meirihlutinn í borginn að þvinga þær fram. Sporin hræða og við erum margir foreldrarnir í Grafarvogi sem munum sameiningarnar árið 2012. Við hjónin keyptum íbúð í Dalhúsum vegna nálægðar við Húsaskóla. Börnin okkar þurftu að ganga nokkur skref til að komast í skólann og sluppu við slysahættuna sem felst í að ganga yfir umferðargötur. Við gátum verið örugg um börnin okkar á morgnanna og maður gat fylgst með þeim rölta alla leið í skólann út um eldhúsgluggann. En árið 2012 ákvað meirihlutinn í borginni að synir okkar hjóna skyldu fara í Foldaskóla. Það þýddi að þeir þurftu að labba lengri leið og á leiðinni voru bílar á ferð. Í verstu vetrarveðrum þurfti að skutla þeim í skólann og sækja þegar skóladegi lauk. Sú hagræðing sem sameiningin átti að skila var ekki eins og stefnt var að. Þessi aðgerð borgaryfirvalda gerði lítið annað en flækja lífið hjá foreldrum og börnum. En það stöðvar ekki stjórnlyndið í borginni – dæmisagan um sporðdrekann og froskinn sannast oft þegar horft er til meirihlutans í borginni. Það er lofað samráði við íbúa borgarinnar og farið fram með fögur fyrirheit. En eins og sporðdrekinn getur ekki annað en stungið þá geta vinstri flokkarnir ekki annað en sýnt stjórnlyndið í verki. Og stjórnlyndi birtist þolendum þess sem ofbeldi. Intellecta var fengið til að gera úttekt á sameiningunni árið 2012 og hafði Hallur Símonarson hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar umsjón með verkinu. Gefin var út skýrsla um verkefnið árið 2014 og hún gefur borginni ekki góða einkunn í því sem mestu máli skiptir. Í skýrslunni kemur m.a. fram að samráð við hagsmunaaðila hafi verið ágætt í fyrstu en þegar á leið stirðnuðu samskiptin. Stjórnlyndir stjórnmálamenn eru gjarna viljugir til samráðs ef þeir skynja meðbyr. En þeir kunna ekki að meta þá sem eru á öndverðum meiði og það sést glöggt í skýrslunni. Þegar stjórnmálamenn vilja gera róttækar breytingar er nauðsynlegt að þeir vinni að breiðum stuðning um verkefnin. Það var ekki gert árið 2012 og þótti löstur að mati höfunda skýrslunnar. Þegar borgaryfirvöld tala um samráð virðist það vera leið til að leita álita sem þóknast þeirra hugmyndum. Það heitir að sjálfsögðu ekki samráð og íbúar borgarinnar verða að láta sínar raddir heyrast. Við Grafarvogsbúar vitum best hvað er okkar börnum fyrir bestu og við eigum ekki að láta kontórista eða stjórnmálamenn taka ákvarðanir sem varða hagsmuni þeirra. Nú reynir á okkur að standa gegn stjórnlyndinu því við vitum best hvað er okkur fyrir bestu. Borgaryfirvöld síðustu ára hafa sýnt að þau vita alls ekki betur en við. Höfnum fyrirhugaðri lokun Kelduskóla-Korpu vegna þess að hún getur skaðað framtíðina. Við gerum ráð fyrir endurnýjun í hverfinu og líklegt að ungt fólk með börn komi til með að flytja til okkar til að njóta þess að búa í besta hverfi landsins. Það er nefnilega gott að ala upp börn í Grafarvogi og sameina kosti höfuðborgar og landsbyggðar.Höfundur er sjómaður og formaður verkalýðsráðs SjálfstæðisflokksinsJón Ragnar Ríkharðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Stjórnlyndir stjórnmálamenn telja sig vita betur en hinn almenni borgari jafnvel þótt ekkert styðji það. Líklega eru fáir kjósendur sem stjórna sínum málum eins illa og meirihlutinn hefur stýrt borginni sl. ár. Jafnvel þótt meirihlutinn að eigin sögn standi sig afskaplega vel þá virðist það ekki almenn skoðun íbúanna. Nú stendur til að loka Kelduskóla Korpu vegna þess að borgaryfirvöld eru sannfærð um að það bæti kennslu og auki félagaval barnanna. Það mætti spyrja borgaryfirvöld hvort þau telji sig vita betur hvað er börnunum fyrir bestu en þau sjálf og foreldrarnir. Komið hefur fram að foreldrarnir eru ekki að óska eftir þessum róttæku breytingum heldur ætlar meirihlutinn í borginn að þvinga þær fram. Sporin hræða og við erum margir foreldrarnir í Grafarvogi sem munum sameiningarnar árið 2012. Við hjónin keyptum íbúð í Dalhúsum vegna nálægðar við Húsaskóla. Börnin okkar þurftu að ganga nokkur skref til að komast í skólann og sluppu við slysahættuna sem felst í að ganga yfir umferðargötur. Við gátum verið örugg um börnin okkar á morgnanna og maður gat fylgst með þeim rölta alla leið í skólann út um eldhúsgluggann. En árið 2012 ákvað meirihlutinn í borginni að synir okkar hjóna skyldu fara í Foldaskóla. Það þýddi að þeir þurftu að labba lengri leið og á leiðinni voru bílar á ferð. Í verstu vetrarveðrum þurfti að skutla þeim í skólann og sækja þegar skóladegi lauk. Sú hagræðing sem sameiningin átti að skila var ekki eins og stefnt var að. Þessi aðgerð borgaryfirvalda gerði lítið annað en flækja lífið hjá foreldrum og börnum. En það stöðvar ekki stjórnlyndið í borginni – dæmisagan um sporðdrekann og froskinn sannast oft þegar horft er til meirihlutans í borginni. Það er lofað samráði við íbúa borgarinnar og farið fram með fögur fyrirheit. En eins og sporðdrekinn getur ekki annað en stungið þá geta vinstri flokkarnir ekki annað en sýnt stjórnlyndið í verki. Og stjórnlyndi birtist þolendum þess sem ofbeldi. Intellecta var fengið til að gera úttekt á sameiningunni árið 2012 og hafði Hallur Símonarson hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar umsjón með verkinu. Gefin var út skýrsla um verkefnið árið 2014 og hún gefur borginni ekki góða einkunn í því sem mestu máli skiptir. Í skýrslunni kemur m.a. fram að samráð við hagsmunaaðila hafi verið ágætt í fyrstu en þegar á leið stirðnuðu samskiptin. Stjórnlyndir stjórnmálamenn eru gjarna viljugir til samráðs ef þeir skynja meðbyr. En þeir kunna ekki að meta þá sem eru á öndverðum meiði og það sést glöggt í skýrslunni. Þegar stjórnmálamenn vilja gera róttækar breytingar er nauðsynlegt að þeir vinni að breiðum stuðning um verkefnin. Það var ekki gert árið 2012 og þótti löstur að mati höfunda skýrslunnar. Þegar borgaryfirvöld tala um samráð virðist það vera leið til að leita álita sem þóknast þeirra hugmyndum. Það heitir að sjálfsögðu ekki samráð og íbúar borgarinnar verða að láta sínar raddir heyrast. Við Grafarvogsbúar vitum best hvað er okkar börnum fyrir bestu og við eigum ekki að láta kontórista eða stjórnmálamenn taka ákvarðanir sem varða hagsmuni þeirra. Nú reynir á okkur að standa gegn stjórnlyndinu því við vitum best hvað er okkur fyrir bestu. Borgaryfirvöld síðustu ára hafa sýnt að þau vita alls ekki betur en við. Höfnum fyrirhugaðri lokun Kelduskóla-Korpu vegna þess að hún getur skaðað framtíðina. Við gerum ráð fyrir endurnýjun í hverfinu og líklegt að ungt fólk með börn komi til með að flytja til okkar til að njóta þess að búa í besta hverfi landsins. Það er nefnilega gott að ala upp börn í Grafarvogi og sameina kosti höfuðborgar og landsbyggðar.Höfundur er sjómaður og formaður verkalýðsráðs SjálfstæðisflokksinsJón Ragnar Ríkharðsson
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar